Momoa segist ekki gera Aquaman 2, því jarðýta ók yfir hann

Ofurhetjumyndastjarnan Jason Momoa, stendur í ströngu þessa helgina þar sem hann er staddur í sinni heimasveit, Hawaii í Bandaríkjunum, en hann fæddist árið 1979 í Nānākuli í Honolulu.

Momoa mótmælir harðlega byggingu þrjátíu metra hás stjörnukíkis sem þar er í byggingu, og hefur Momoa hótað, kannski meira í gríni en í alvöru, að leika ekki í framhaldi hinnar geysivinsælu Aquaman ofurhetjumyndar, þar sem Momoa lék sjálfan Aquaman, ef framkvæmdir verða ekki stöðvaðar.

Vér mótmælium allir.

Orðrétt segir Momoa að hann muni ekki taka þátt í Aquaman 2 af því að „jarðýta keyrði yfir hann. „

Stjörnukíkirinn er í byggingu á toppi Mauna Kea eldfjallsins.

„Sorrí Warner Bros. við getum ekki tekið upp Aquaman 2. Því jarðýta straujaði yfir Jason þegar hann var að reyna að stöðva spjöll á ættjörð sinni,“ sagði Momoa í færslu á Instagram reikningi sínum.

„ÞETTA SKAL EKKI GERAST. NÚ ER NÓG KOMIÐ. Farið eitthvað annað. Svona lítur bygging stjörnukíkis út ( Subaru stjörnukíkirinn, 1992.) Sá nýi verður fjórum sinnum stærri á óspjölluðu landi. Við verðum að vernda okkar helga fjall frá frekari eyðileggingu.“

Hér fyrir neðan er færsla Momoa:

Mikil mótmælaalda hefur risið vegna byggingu kíkisins á Hawaii, og hefur Momoa áður tjáð sig um framkvæmdina, sem og önnur stórstjarna, Dwayne Johnson, sem gekk í menntaskóla á Hawaii m.a.