Mary Poppins er mætt á svæðið – Fyrsta ljósmynd af Blunt sem Poppins

Tökur hafa nú staðið yfir í nokkurn tíma í Lundúnum á kvikmyndinni Mary Poppins Returns, sem er framhald hinnar sígildu Disney kvikmyndar frá árinu 1964, sem byggð er á bók P.L. Travers.

Tímaritið Entertainment Weekly hefur nú birt fyrstu myndina af leikkonunni Emily Blunt í titilhlutverkinu. Eins og sést á myndinni þá sést þar aftan á Blunt, en Poppins útlitið ættu allir að kannast við.

David Magee skrifar handrit myndarinnar upp úr öðrum skáldsögum Travers um Poppins. Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi.  Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi.

Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur. Colin Firth, Angela Lansbury, Julie Walters og Dick Van Dyke eru einnig í leikarahópnum.

Á myndinni sjáum við Banks í hlutverkinu, sem Julie Andrews lék svo eftirminnilega í fyrstu myndinni, þar sem hún kemur að húsi Banks fjölskyldunnar.

Into the Woods leikstjórainn Rob Marshall leikstýrir.

Frumsýning er áætluð 25. desember 2018.