Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Aaaaahhh þessi er ÆÐISLEG!! ég hef barasta ekki tölu á því hvað ég hef séð þessa mynd oft, bara reglulega frá því að ég var lítil. Myndin fjallar um Mary Poppins, sem ræðst sem barnfóstra inn á breskt heldrimannaheimili til að líta eftir Jane og Michael, tveimur börnum sem hafa hrakið hverja barnfóstruna á fætur annari á brott með hrekkjum. Pabbi þeirra er starfsmaður í banka í London og hefur lítinn tíma til að sinna krökkunum og móðirin er líka eithtvað upptekin. Mary Poppins er engin venjuleg barnfóstra, hún er göldrótt í meira lagi! Í myndinni fylgjumst við með ævintýrum Mary og krakkanna og sótarans vinar Mary, lögin eru stórskemmtileg og boðskapur myndarinnar er ósköp fallegur. Tæknibrellurnar eru bara mjög fínar :) Þetta er algjör skylda fyrir hvern sem hefur gaman að smá nostalgíu og góðum barna- og fjölskyldumyndum.
Tengdar fréttir
15.10.2019
Óendanlega mikið efni á Disney+
14.08.2019
Styles verður ekki prins
25.02.2019
Hvar eru Óskarsmyndirnar sýndar?