Náðu í appið
Öllum leyfð

Mary Poppins 1964

Aðgengilegt á Íslandi

It's supercalifragilisticexpialidocious!

139 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 96% Critics
The Movies database einkunn 88
/100
Vann átta Óskarsverðlaun, fyrir Julie Andrews sem besta leikkona í aðalhlutverki, besta klipping, bestu tæknibrellur, besta tónlist og besta lag. Tilnefnd til átta Óskarsverðlauna til viðbótar.

Mary Poppins er einskonar ofur - barnfóstra sem flýgur á regnhlífinni sinni og beitir töfrum til að koma hlutunum í lag, þegar hún er að passa Banks börnin. Í myndinni blandast saman söngur, litur og leikur ásamt teiknuðum persónum.

Aðalleikarar


Aaaaahhh þessi er ÆÐISLEG!! ég hef barasta ekki tölu á því hvað ég hef séð þessa mynd oft, bara reglulega frá því að ég var lítil. Myndin fjallar um Mary Poppins, sem ræðst sem barnfóstra inn á breskt heldrimannaheimili til að líta eftir Jane og Michael, tveimur börnum sem hafa hrakið hverja barnfóstruna á fætur annari á brott með hrekkjum. Pabbi þeirra er starfsmaður í banka í London og hefur lítinn tíma til að sinna krökkunum og móðirin er líka eithtvað upptekin. Mary Poppins er engin venjuleg barnfóstra, hún er göldrótt í meira lagi! Í myndinni fylgjumst við með ævintýrum Mary og krakkanna og sótarans vinar Mary, lögin eru stórskemmtileg og boðskapur myndarinnar er ósköp fallegur. Tæknibrellurnar eru bara mjög fínar :) Þetta er algjör skylda fyrir hvern sem hefur gaman að smá nostalgíu og góðum barna- og fjölskyldumyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.11.2021

Þrjár óvenjulegar fjölskyldur

Þrjár nýjar kvikmyndir koma í bíó nú í vikunni. Þær eru nokkuð ólíkar en ættu þó að vekja áhuga margra, enda er umfjöllunarefnið fjölbreytt með fjölskylduþema; bresk konungsfjölskylda, kólumbísk töfrafjöl...

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

14.08.2019

Styles verður ekki prins

Harry Styles, aðalsöngvari strákahljómsveitarinnar vinsælu One Direction, mun ekki taka að sér hlutverk í leikinni útgáfu Disney af teiknimyndinni Litlu hafmeyjunni. Styles í Dunkirk. Dunkirk leikarinn, sem hafði ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn