Topp 20 kvenforsetar í Hollywood

Líkur eru á að Bandaríkjamenn eignist fyrsta kvenkyns forseta sinn innan tíðar, en bandarísku forsetakosningarnar fara fram í dag. Valið stendur einkum á milli tveggja kosta, Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana, og Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrata.

Vefsíðan Motherjones.com tók af þessu tilefni saman 20 kvenkyns forseta sem nú þegar hafa komið við sögu í Hollywood kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Hlutverkaskipti

Kisses for My President ( 1964 – kvikmynd ). Leslie McCloud ( Polly Bergen ) er kjörin fyrsti kvenkyns forsetinn, og eiginmaðurinn þarf að sinna öllum skyldum sem forsetafrúin hefur hingað til þurft að sinna – eins og að mæta í garðveislur.  En allt fellur samt í „réttar skorður“ þegar forsetinn verður ófrískur og segir af sér.

kissesformypres

Varaforseti færist upp

Whoops, Apocalypse (1986 – kvikmynd ): Varaforsetinn Barbara Jacqueline Adams (Loretta Swit) verður óvænt forseti þegar yfirmaður hennar, fyrrum trúður, er að sýna sig og skorar á blaðamann að kýla sig í magann með kúbeini. Þetta verður honum að aldurtila.

whoppsss

Geimverurnar koma

Mars Attacks! (1996 – kvikmynd): Forsetadóttirin Taffy Dale (Natalie Portman) tekur við af föður sínum (Jack Nicholson) sem forseti eftir að klikkaðar geimverur drepa alla aðra í ríkisstjórninni.

Boltarifrildi

Chain of Command (2000 – kvikmynd ): Yfirmaður varaforsetans Gloria Valdez’s (María Conchita Alonso) er drepinn útaf rifrildi um „bolta“ ( skjalatösku með kjarnorkuhnappi). Nú þarf Valdez að kljást við Kínverja útaf kjarnorkuógn.

Neitar að hlýða

Commander in Chief (2005-06 – Sjónvarpssería ): Mackenzie Allen (Geena Davis), er öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem orðin er varaforseti. Hún hundsar óskir forsetans Teddy Roosevelt Bridges á dánarbeði um að hún víki til hliðar fyrir forseta sem líti Bandaríkin sömu augum og hann gerir.

Fórnarlöm geimvera og fleira

Contact (1997 – Kvikmynd): Í skáldsögu Carl Sagan frá árinu 1985 þá er kvenkyns forseti, Lasker, sem stýrir samskiptum við geimverur. Hollywood ákvað þó að klippa hana burt úr kvikmyndinni frá árinu 1997, en þar er búið að klippa Bill Clinton haganlega inn í myndina.

XIII: The Conspiracy (2008 – stuttsería): Sally Sheridan forseti er ráðin af dögum þegar hún er að halda ræðu yfir uppgjafarhermönnum – en bróðir hennar stendur á bakvið morðið.  Serían var slegin af eftir aðeins tvo þætti.

Independence Day: Resurgence (2016 – kvikmynd): Elizabeth Lanford (Sela Ward) og ráðuneyti hennar er nánast allt þurrkað út af illskeyttum geimverum.

independenceday

Klækjakvendi

Hitler’s Daughter (1990 – Sjónvarpsmynd): Móðir Leona Crawford Gordon, forseta Bandaríkjanna, var börnuð af Hitler, keisara Þýskalands, flutt til Bandaríkjanna í kafbáti, og síðan drepin af Nasistum stuttu eftir að hún fæddi framtíðarleiðtoga Bandaríkjanna.

hitelr

Skipuleggur morð

Prison Break (Sjónvarpsþættir  –  2004-2009): Sem varaforseti Bandaríkjanna þá vinnur Caroline Reynolds (Patricia Wettig) með „the Company“ til að setja á svið dauða bróður síns. Þegar þessi skuggalegu samtök snúast gegn henni, þá skipuleggur hún morð á forsetanum svo hún geti tekið völdin.

mrd

Kvenkyns Hitler – aftur

Divergent (2011-13 Skáldsögur og kvikmyndir). Í samfélagi þar sem fólk er flokkað eftir tegundum, þá ætlar Jeanine Matthews, sem leikkonan Kate Winslet lýsir sem kvenkyns Hitler, að drepa alla sem ekki falla í flokk, enda sér hún þá sem ógn við eigin valdatíð.

Drepur eiginmanninn

Scandal ( sjónvarpsþættir , 2012- enn í gangi ):  Hin ofuríhaldsami varaforseti Sally Langston (Kate Burton) drepur eiginmanninn og felur sönnunargögnin. Síðan, þegar sá sem var ráðinn í verkið, skilur forsetann,  og eiginmann hennar, Fitzgerald Grant, eftir stórslasaðan, þá tekur hún völdin í Hvíta húsinu.

Grínarar taka völdin

Hail to the Chief (1985 – Sjónvarpsþættir): Julia Mansfield (Patty Duke) forseti, reynir eftir fremsta megni að stjórna landinu á sama tíma og hún reynir að hafa stjórn á daðraranum eiginmanni sínum, og óþekkum unglingum. Serían var slegin af eftir sjö þætti.

Mafíukarl

Mafia! (1998 – Kvikmynd): Diane Steen (Christina Applegate) tekst næstum því að  semja um afvopnun í heiminum – en friðurinn er í hættu þegar mafíósinn, fyrrum kærasti hennar, kemur og ætlar sér að krækja aftur í hana.

Framtíðin

The Simpsons (2000 „Bart to the Future“ sjónvarpsþáttur): Lisa Simpson, „Fyrsti gagnkynhneigði kvenkyns forsetinn“ er kjörin árið 2030—og fylgir þar með  í fótspor Donald Trump og Chastity Bono.

Sarah Palin og Dreyfuss

Iron Sky (2012 – Kvikmynd): Ónefnd grínútgáfa af Sarah Palin  (Stephanie Paul) sendir þeldökka fyrirsætu til tunglsins í kynningarskyni til að fá sjálfa sig endurkjörna – og síðar þá ræðst hún á bækistöðvar Nasista á tunglinu.

Veep (Sjónvarpssería – 2012- enn í gangi ): Selina Meyer (Julia Louis-Dreyfuss) byrjar ferilinn sem varaforseti, en verður síðan forseti eftir að forsetinn segir af sér til að annast geðsjúka eiginkonu sína.

Mars og John Wayne
Special Report: Journey to Mars (1996 – sjónvarpsmynd)
Elizabeth Richardson (Elizabeth Wilson) forseti styður geimferð til Mars í því skyni að reyna að fá endurkjör. En geimferðin fer í hundana.

24 ( Sjónvarpssería – 2001-10): Fyrsti kvenkyns forseti Bandaríkjanna í þessum spennutrylli er sambland af Eleanor Roosevelt, Golda Meir og John Wayne.

Fyrsti þeldökki kvenforsetinn og bland í poka

State of Affairs (Sjónvarpssería – 2014-2015): Áður en öldungadeildarþingmaðurinn Constance Payton (Alfre Woodard) verður fyrsti þeldökki kvenkyns forseti Bandaríkjanna, þá er sonur hennar drepinn af hryðjuverkamönnum í Kabul.

sadlaefjaeldsajf

Homeland ( Sjónvarpssería – 2011- enn í gangi):  Öldungardeildarþingmaðurinn Elizabeth Keane (Elizabeth Marvel ) er kjörin forseti í næstu þáttaröð sem hefst í janúar.  Framleiðandinn Alex Gansa segir að hún verði blanda af Hillary Clinton, Donald Trump og Bernie Sanders.