Fimm stærstu floppin 2015

Margar misheppnaðar kvikmyndir komu út á síðasta ári, eins og á hverju einasta ári, og nú hefur vefsíðan Cheatsheet tekið saman lista yfir stærstu floppin árið 2015. Þar kennir ýmissa grasa og ljóst að framleiðendur þessara mynda hljóta að naga sig í handarbökin yfir því hversu illa þeim gekk í kvikmyndahúsum víða um heim.

1. Jupiter Ascending

mila kunis

Kostnaður: 174 milljónir $

Miðasölutekjur: 183 milljónir $

Kvikmyndaverið Warner Bros. tapaði heilmiklum peningum á þessari epísku geimóperu Lana og Andy Wachowski . Hafa ber í huga að inni í kostnaði myndarinnar eru ekki þær stóru fjárhæðir sem var eytt í markaðsherferðina.

2. Fantastic Four

ff-fantastic-four-header-4

Kostnaður: 120 milljónir $

Miðasölutekjur: 166 milljónir $

Ofurhetjumynd þarf að vera sérstaklega léleg ef hún á ekki að ná vinsældum í bíó. Fantastic Four tókst einmitt að ná þeim „árangri“. Leikstjórinn Josh Trank var ósáttur við gang mála á meðan á tökum myndarinnar stóð og lá við slagsmálum á milli hans og aðalleikarans Miles Teller.

3. Aloha

aloah

Kostnaður: 37 milljónir $

Miðasölutekjur: 26 milljónnir $

Ekkert gat bjargað þessari mynd. Ekki einu sinni Bradley Cooper, Emma Stone, Bill Murray, Rachel McAdams, John Krasinski og Alec Baldwin. Leikstjórinn Cameron Crowe, sem hefur gert margar prýðilegar myndir, átti einnig slæman dag. Ekki bætti úr skák að Emma Stone lék hálf-asíska konu og baðst Crow afsökunar á því að hafa ráðið hana í hlutverkið.

4. Tomorrowland

george clooney

Kostnaður: 190 milljónir $

Miðasölutekjur: 208 milljónir $

Talið er að Disney hafi tapað um 120 til 140 milljónum dala á þessari mynd, sem er þar með eitt stærsta floppið í sögu fyrirtækisins. Söguþráðurinn þótti ruglingslegur og markaðsherferðin þótti einnig misheppnuð.

5. Mortdecai

mort

Kostnaður: 60 milljónir $

Miðasölutekjur: 30 milljónir $

Enn ein myndin með Johnny Depp í hlutverki furðufugls og hugsanlega sú síðasta. Hann náði sér reyndar á strik síðar á árinu í Black Mass en sumir telja að í Mortdecai hafi Depp átt sína verstu frammistöðu á ferlinum.