Gagnrýnandi velur 10 bestu myndir ársins

Todd McCarthy, kvikmyndagagnrýnandi hjá The Hollywood Reporter, hefur sett saman lista yfir tíu bestu myndir ársins 2015.

the tribe

Fjórar þeirra eru fyrstu myndir leikstjóra og sjö eða átta þeirra kostuðu undir 10 milljónum dala. Engin var tekin upp í kvikmyndaveri í Hollywood.

Að sögn McCarthy eru flestar myndanna ekki beint upplífgandi en mjög góðar engu að síður. Ein er heimildarmynd, eða Seymour: An Introduction sem Ethan Hawke leikstýrði.

Hérna er listinn:

1. The Tribe

2. Brooklyn

3. Son of Saul

4. The Revenant

5. The Diary of a Teenage Girl

6. Anomalisa

7.  Mad Max: Fury Road

8. Seymour: An Introduction

9. 45 Years

10. Carol

carol