Flest mistök í Jurassic World

Flest mistök eru sjáanleg í Jurassic World en nokkurri annarri mynd sem hefur komið út á þessu ári, samkvæmt vefsíðunni Movie Mistakesnew-jurassicworld-movie-still-121314

Að minnsta kosti 19 mistök sjást í myndinni. Til dæmis er notaður farsími sem virðist lagast af sjálfu sér, atriði þar sem Owen Grady (persóna Chris Pratt) talar við Claire Dearing (sem Bryce Dallas Howard leikur) án þess að hreyfa varirnar og atriði þar sem frændur Dearing koma yfirgefnum  jeppa í  gang sem hefur verið í skúr á hitabeltiseyju í 20 ár.

Næstflest mistök sjást í Terminator Genisys, eða 10 talsins. Í Ant-Man og Mad Max: Fury Road voru 8 mistök í hvorri mynd.

Flest mistök allra tíma, samkvæmt síðunni, sjást í stríðsmyndinni Apocalypse Now frá árinu 1979, eða 561.