Við erum kynlífsbyltingin

Þriðja þáttaröð hinnar rómuðu sjónvarpsþáttaseríu Showtime sjónvarpsstöðvarinnar, Masters of Sex, hefst 12. júlí nk. í Bandaríkjunum. Vefsíðan The Daily Beast birti í dag fyrstu stikluna úr þáttaröðinni, en fyrsta þáttaröðin var sýnd á RÚV á síðasta ári undir heitinu Kynlífsfræðingarnir.

masters

Þættirnir fjalla um þau William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífsrannsókna. Aðalhlutverk leika Michael Sheen og Lizzy Caplan.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Þáttaröðin hefur fengið tilnefningar bæði til Emmy og Golden Globe verðlauna í flokknum bestu dramaþættir.

Þessi þriðja þáttaröð gerist árið 1966, eða einum áratug eftir atburðina í fyrstu þáttaröðinni, mitt í blómatímabilinu og frjálsum ástum sjöunda áratugar síðustu aldar.

( ath. ekki lesa lengra ef þú vilt forðast að vita meira um framvindu sögunnar ) Kynlífsfræðingarnir eiga nú í sambandi og eru metsöluhöfundar, en það er þó ekki eintóm hamingja, því andstæðingar kláms og aðrir siðgæðisverðir veita þeim harða mótspyrnu.

Miðað við stikluna er hiti í þáttunum sem aldrei fyrr, nútímaútgáfa af titraranum er komin til sögunnar og eiginkona Masters er farinn að gruna að samband kynlífsfræðinganna sé meira en bara faglegt, og svo virðist sem hún endi uppi í rúmi sjálf með Johnson!

„Við erum kynlífsbyltingin,“ segir Johnson í stiklunni.