Bangsímon lifnar við

Disney fyrirtækið hyggst gera leikna kvikmynd um bangsann vinsæla, Bangsímon, eða Winnie the Pooh, eins og hann heitir á frummálinu.

bangsímon

Disney hefur gert hverja leiknu ævintýramyndina á fætur annarri upp á síðkastið með góðum árangri, og nú síðast var það Cinderella, eða Öskubuska, sem heillaði bíógesti.

Alex Ross Perry, leikstjóri Listen Up Philip, mun skrifa handritið um bangsann gula, og vini hans í Hundrað ekru skógi.

Myndin mun fjalla um líf Christopher Robin þegar hann er orðinn fullorðinn, og endurminningar hans um Bangsímon, Grísling, Tígur og alla hina.

Óvíst er á þessari stundu hvort að dýrapersónurnar verði búnar til í tölvu eða hvort um verður að ræða alvöru dýr, en þetta skýrist allt fljótlega.