Cinderella
2015
(Öskubuska)
Frumsýnd: 13. mars 2015
Ævintýrið lifnar við.
105 MÍNEnska
Myndin er byggð á sögu Charles Perrault og segir frá því þegar líf Ellu breytist skyndilega þegar hún lendir undir náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar þegar faðir hennar fellur frá.
Þó að illa sé farið með hana á heimilinu, þá er hún ákveðin í að virða hinstu ósk móður sinnar og "vera hugrökk og góð".
Síðan birtist myndarlegur ókunnugur... Lesa meira
Myndin er byggð á sögu Charles Perrault og segir frá því þegar líf Ellu breytist skyndilega þegar hún lendir undir náð og miskunn stjúpfjölskyldu sinnar þegar faðir hennar fellur frá.
Þó að illa sé farið með hana á heimilinu, þá er hún ákveðin í að virða hinstu ósk móður sinnar og "vera hugrökk og góð".
Síðan birtist myndarlegur ókunnugur karlmaður sem hún hittir úti í skógi, sem gæti verið prins ( hann er auðvitað prins ) og ýmislegt spennandi fer að gerast í kjölfarið.
Ævintýrið um Öskubusku hefur nú verið sett í nýjan búning af Disney
þar sem blandað er saman leiknum atriðum og stórkostlegum tölvuteikningum
svo úr verður einstök upplifun sem enginn má missa af.
Ævintýrið um Öskubusku er eftir franska rithöfundinn Charles Perrault sem
samdi einnig ævintýrin um Rauðhettu og úlfinn, Þyrnirós og Stígvélaða
köttinn og byggði þau á gömlum þjóðsögum Frakka. Þessi ævintýri urðu
síðan hluti af ævintýrasafni Grimms-bræðra eins og öllum er kunnugt.
Í þessari nýju útgáfu ævintýrsins lifnar þessi sígilda saga
við á nýjan og töfrandi hátt þar sem leiknum og lifandi
atriðum er blandað saman við litríkar tölvuteikningar
þannig að úr verður upplifun sem heillar bæði börn og
fullorðna upp úr skónum. Ævintýrið um Öskubusku er
sannarlega fjölskylduskemmtun eins og hún gerist allra
best og vonandi lætur enginn þá upplifun fram hjá sér fara.... minna