Skyttan vinsælust á Superbowlhelgi

American Sniper, mynd Clint Eastwood sem byggð er á sannri sögu um afkastamestu leyniskyttu í sögu Bandaríkjanna, er enn vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum, þriðju helgina í röð, miðað við aðsókn gærdagsins, föstudagsins 30. janúar.  Talið er að tekjur af sýningu myndarinnar yfir helgina alla muni nema 31,3 milljónum Bandaríkjadala.

sniper

Úrslitaleikurinn í bandaríska fótboltanum, SuperBowl, er nú um helgina, og hefur áhrif á bíóaðsókn.

Talið er að fjölskyldumyndin Paddington fái samt ágæta aðsókn um helgina, en hún er sú önnur aðsóknarmesta í Bandaríkjunum eftir sýningar gærdagsins.

Táninga-vísindaskáldsagan Project Almanac er sú þriðja vinsælasta, en hún hefur hlotið minni aðsókn en spáð var fyrir um, en meðal annars var ráðist í mikla Snapchat auglýsingaherferð fyrir myndina, og auglýst á fleiri samfélagsmiðlum til að ná til unglinganna.

Kevin Costner myndin Black or White er svo sú fjórða vinsælasta.

Hér fyrir neðan er listinn í heild sinni eftir sýningar gærdagsins:

1). American Sniper

2). Paddington

3). Project Almanac

4). Black or White

5). The Boy Next Door

6). The Wedding Ringer

7). The Imitation Game

8). Taken 3

9). Strange Magic

10). The Loft