Brosnan fer með kunnuglegt hlutverk

november_man_xlgSpennumyndin The November Man, með Pierce Brosnan í aðalhutverki verður frumsýnd föstudaginn 12. september. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri.

The November Man fjallar um fyrrum CIA leyniþjónustumann sem er fenginn aftur til starfa til að sinna mjög persónulegu verkefni en mótherji hans reynist vera fyrrum nemandi hans. Þetta er lífshættulegur leikur þar sem háttsettir yfirmenn innan CIA koma við sögu sem og forseti Rússlands.

Brosnan er öllum hnútum kunnugur þegar kemur að því að leika leyniþjónustumann, en eins og flestir vita þá fór hann með hlutverk njósnara hennar hátignar í fjórum James Bond-myndum.

Myndinni er leikstýrt af Roger Donaldson, sem á að baki kvikmyndir á borð The Bank Job og The Recruit. Með önnur helstu hlutverk fara Eliza Taylor og Olga Kurylenko.