Bestu Verslunarmannahelgar-myndirnar

Í tilefni af því að nú er Verslunarmannahelgin þá heiðrum við hér á kvikmyndir.is verslunarmenn og alla þá sem hafa gaman af því að versla með því að taka saman úrval helstu verslunarkvikmynda sem gerðar hafa verið.

pretty-woman-julia-roberts

Eins og sést í listanum þá kennir þar ýmissa grasa og álitamál auðvitað hvaða myndir eru betri en aðrar; hvort sem það eru myndir um fólk að versla föt, áfengi, leikföng eða um fólk sem er hreinlega búið að missa sig í kaupæði!

Í frægri innkaupasenu í Pretty Woman fær Julia Roberts að máta fullt af flottum fötum, á meðan hinn fleðulegi búðareigandi, Larry Miller, þarf að sleikja hana upp eftir það sem á undan er gengið. Og allt saman fær persóna Roberts að kaupa á krítarkort einhvers annars!

Sjónvarpsþættirnir Sex and the City fjalla að stórum hluta um tísku og verslunarferðir, og það sama gerir myndin sem gerð var eftir að hætt var að framleiða þættina.

Ef þú kæmist að því að þú ættir aðeins nokkrar vikur eftir ólifaðar, hvað myndir þú gera? Ef þú værir Georgia Byrd ( Queen Latifah ) í Last Holiday þá myndirðu eyða peningum eins og enginn væri morgundagurinn. Eftir að hún uppgötvar að hún er með heilaæxli, þá fer hún í draumafríið í Tékklandi, verslar sér hátískuklæðnað, og lætur verðlaunakokk elda fyrir sig sælkeramat.

Svo má bara hanga í kringlunni með Jay og Silent Bob eins og aðalhetjurnar í Mallrats gera.

Sjáðu allan listann með því að smella hér.