Kevin Smith samkvæmur sjálfum sér

Kevin_Smith_VidCon_2012Kevin Smith virðist aldrei fara troðnar slóðir þegar það kemur að því að gera kvikmyndaverk. Aðdáendur leikstjórans bíða í ofvæni hvað hann taki að sér næst. Smith hefur þó verið duglegur í gegnum tíðina að gefa aðdáendum forsmekk af því sem hann er að gera í gegnum útvarsstöðina sína.

„Þangað til ég drepst þá ætla ég einungis að gera kvikmyndir sem engin annar nema ég myndi gera, þá er ég ekki að tala um Jersey Girl eða Zack & Miri. Ég er að tala um Clerks, Chasing Amy, Dogma og Mallrats.“

Smith birti svo skjáskot af nýjasta handritinu sínu, sem ber heitið „Helena Handbag“ og segir svo að hugmyndin hafi einmitt komið í spjalli á útvarpsstöðinni. Hugmyndin er sú að gera kvikmynd þar sem mannkynið ákveður að vera með helvíti og Satan í liði gegn Jesús og hans almætti á ögurstundu.

Smith gagnrýnir einnig kvikmyndaverin og hefur enga trú á því að nokkur muni framleiða þessa mynd, þó ætlar hann ekki að láta það stoppa sig og segir að myndin verði þá bara gerð fyrir lítin pening.