Penn í hasarinn

Tvöfaldi Óskarsverðlaunaleikarinn Sean Penn ( Milk og Mystic River ), sem hefur unnið með leikstjórum eins og Terrence Malick, Woody Allen, Brian De Palma og fleiri góðum, hefur af einhverjum ástæðum hingað til átt erfitt með að finna tíma til að gerast hasarmyndastjarna. Breyting mun þó verða á því á næsta ári en þá mun Penn leika í myndinnni The Gunman, í leikstjórn Pierre Morel, sem gerði hina þrælgóðu Taken.

Hér að neðan er fyrsta ljósmyndin úr myndinni:

sean penn

Ásamt Penn í myndinni leika flottir leikarar, eins og Javier Bardem, Idris Elba og Ray Winstone, og framleiðandi er enginn annar en Joel Silver.

Myndin er nú í tökum í Evrópu. Penn sagði nýlega bandaríska dagblaðinu USA Today að myndin væri ekki beint hasarmynd: „Það sem er fyndið er að það að kalla myndina spennumynd er eins og að kalla Meryl Streep kynþokkafulla ljósku. Sem hún er. En það segir samt ekkert um hana. Ég lít ekki öðruvísi á þessa mynd en annað sem ég hef gert. Þetta er mannleg saga sem fjallar um það sama og spennumyndir gera, eins og hernað og ófrið.“

The Gunman er byggð á skáldsögu eftir Jean-Patrick Manchette og kvikmyndagerðina gerði leikstjórinn Pete Travis ( Dredd, Vantage Point). Myndin fjallar um Martin Terrier, sem Penn leikur, sem er leigumorðingi sem vill hætta í bransanum og lifa lífinu með kærustunni, sem leikin er af Jasmine Trinca. Áætlun hans fer úrskeiðis þegar fyrirtækið sem hann vinnur fyrir reynist svikult. Fljótlega, þá hefst blóðugt ferðalag um Evrópu með tilheyrandi dauðsföllum.