Nashyrningseðla vex úr grasi – Stikla nr. 2

Stikla nr. 2 er komin fyrir kvikmyndina Walking with Dinosours, sem BBC Films og 20th Century Fox framleiða upp úr sex þátta sjónvarpsþáttaröð sem sama nafni, og margir kannast við.

Myndin verður frumsýnd 20. desember nk.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Eins og sjá má þá er aðalpersónan, hinn ungi Psittacosaurus, eða nashyrningingseðla, í aðalhlutverki í stiklunni og segir okkur frá því hvernig það var að alast upp í hjörðinni og breytast svo í forystudýr sem á að leiða hjörðina til nýrra heimkynna.

Walking-With-Dinosaurs-3D

Leikstjórar myndarinnar eru þeir Barry Cook og listrænn stjórnandi BBC Earth, Neil Nightingale. Handrit skrifar John Collee og Theodore Thomas. Myndin verður í þrívídd sem aðstandendur segja að ætti að gefa áhorfendum betri tilfinningu fyrir því hvernig það var þegar risaeðlurnar réðu ríkjum hér á jörðu.

Never Let Me Go leikarinn Charlie Rowe og ástralska leikkonan Angourie Rice, munu tala fyrir aðalpersónurnar, en Rowe talar fyrir aðalrisaeðluna.