Star Wars leikari látinn

Leikarinn Richard LeParmentier, sem fékk sem ungur stjórnandi á Helstirninu, að kynnast því hvað það þýddi að sýna Svarthöfða vanvirðingu, er látinn, 66 ára að aldri.

LeParmentier varð bráðkvaddur í gærmorgun í Austin í Texas þegar hann var þar í heimsókn hjá börnum sínum.

Dánarorsök er enn óljós.

LeParmentier fæddist í Pittsburgh í Bandaríkjunum en flutti til Bretlands árið 1974 og bjó í Bath nú síðustu árin.

Sem Motti Aðmíráll í myndinni Star Wars frá árinu 1977  (Star Wars Episode IV: A New Hope),  þá gerði persóna hans grín að „sorglegri þjónkun Svarthöfða við hina fornu Jedi reglu“. Svarthöfði bregst við með því að nota máttinn ( the force ) til að herða að hálsi hins unga foringja, en hættir þó áður en hann kyrkir hann endanlega og leyfir honum að lifa.

LeParmentier kom reglulega fram í sjónvarpi í Bretlandi í gegnum feril sinn og vann sem handritshöfundur þegar hann dó. Hann lék fréttamann í Superman II frá árinu 1980, en í þeirri mynd kynntist hann eiginkonu sinni Sarah Dougless, sem lék hina illu Ursa í Superman II, en þau voru síðan gift frá árinu 1981- 1984.

Hlutverk hans í Star Wars var það hlutverk sem flestir minnast hans fyrir.

„Hann elskaði að ferðast um heiminn og hitta vini sína og aðdáendur Star Wars myndanna,“ sagði fjölskylda leikarans í yfirlýsingu.