Frumsýning: Olympus Has Fallen

Sambíóin frumsýna spennumyndina Olympus Has Fallen á miðvikudaginn næsta, þann 17. apríl í Sambíóunum Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri.

Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að Olympus Has Fallen sé spennumynd eins og þær gerast hvað bestar. „Frá leikstjóranum Antoine Fuqua sem færði okkur Training Day kemur þessi magnaða hasarmynd með þeim Gerard Butler, Morgan Freeman og Aron Aaron Eckhart í aðalhlutverkum.“

Sjáðu stikluna úr myndinni hér fyrir neðan:

Þegar bíræfnir og miskunnarlausir hryðjuverkamenn ráðast inn í Hvíta húsið og ná forseta Bandaríkjanna á sitt vald þarf heimsbyggðin að setja traust sitt á einn mann.

„Olympus Has Fallen er nýjasta mynd leikstjórans Antoine Fuqua (Training Day, Shooter, Tears of the Sun) en handritið er eftir hjónin Creighton Rothenberger og Katrínu Benedikt. Í aðalhlutverkum er stór hópur þekktra gæðaleikara og fer þar fremstur í flokki Gerard Butler sem leikur öryggisvörðinn Mike Banning.“

Það verður uppi fótur og fit í bandarískri stjórnsýslu þegar hryðjuverkamenn sem búa yfir öflugum vopnum og enn meiri kunnáttu ráðast á Hvíta húsið, fella flesta öryggisverði og ná forseta Bandaríkjanna á sitt vald. Fyrir glæpamönnunum fer hinn snjalli Kang og það verður fljótlega ljóst að árásin á forsetabústaðinn er bara fyrsti liðurinn í áformum hans.

En Kang gerði ekki ráð fyrir einu. Hann veit ekki að einn af öryggisvörðunum, Mike Banning, er enn á lífi í húsinu og hefur ekki hugsað sér að gefast upp fyrr en í fulla hnefana

Aðalhlutverk: Gerard Butler, Morgan Freeman, Angela Bassett, Aaron Eckhart, Robert Forster, Dylan McDermott, Ashley Judd og Rick Yune

Leikstjórn: Antoine Fuqua

Sýningarstaðir: Sambíóin Egilshöll, Álfabakka, Kringlunni, Keflavík og Akureyri

Aldurstakmark: 16 ára

Fróðleiksmolar til gamans: 

• Katrín Benedikt, annar handritshöfundur myndarinnar, er Íslendingur í húð og hár, dóttir Sigríðar Benediktsdóttur og Reynis Harðarsonar. Eftir að foreldrar hennar slitu samvistum fluttist hún til Bandaríkjanna 6 ára gömul með móður sinni og tveimur systkinum og hefur búið þar alla tíð síðan. Katrín er gift Creighton Rothenberger og vinna þau saman að skrifum. Þess má geta að þau eru nú að skrifa mynd fyrir mjög þekktan Hollywoodleikara og framleiðanda