Ný sjónvarpssería frá Pegasus

Tökur á nýju sjónvarpsseríunni Fólkið í Blokkinni frá Pegasus og leikstjóranum Kristófer Dignus hefjast í sumar. Þættirnir byggja á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar.

Þættirnir fjalla um Viggu sem býr með fjölskyldu sinni í 8 hæða blokk á höfuðborgarsvæðinu. Vigga er 12 ára og er fjölskylda hennar ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni.

Pegasus er að leita af fjölhæfum krökkum á aldrinum 7-14 ára í aðal- og aukahlutverk og er hægt á skrá sig í prufur hér.

Áætlað er að sýna þættina á RÚV næsta haust.