Sýnishorn: Fólkið í blokkinni

Screen Shot 2013-09-12 at 11.51.50 PMSjónvarpsþættirnir Fólkið í blokkinni frá Pegasus og leikstjóranum Kristófer Dignus hefja göngu sína þann 13. október á RÚV. Þættirnir byggja á samnefndri bók Ólafs Hauks Símonarsonar.

Þættirnir fjalla um Viggu sem býr með fjölskyldu sinni í 8 hæða blokk á höfuðborgarsvæðinu. Vigga er 12 ára og er fjölskylda hennar ósköp venjuleg íslensk fjölskylda en þegar nánar er athugað er hún skemmtilega klikkuð eins og allir aðrir íbúar í blokkinni.

Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Aníta Briem, Laddi og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar.