„Nei, ég vonast til að þú deyir“ valinn besti Bond frasinn

„No, Mr Bond, I expect you to die“ eða „Nei hr. Bond, ég vonast til að þú deyir“ hefur verið valinn besti Bond frasi allra tíma.

Frasinn er úr myndinni Goldfinger frá árinu 1964 og er svar við því þegar Bond segir: „You expect me to talk?“ eða „Áttu von á því að ég tali?“.

Setningarnar eru sagðar þegar Bond, leikinn af Sean Connery, sér fram á að vera að fara á fund skapara síns þegar risastór leysigeisli er um það bil að fara að skera hann í tvennt. Setninguna segir illmenni myndarinnar, Auric Goldfinger, sem leikinn er af þýska leikaranum Gert Fröbe, og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það er áhugaverð staðreynd í þessu samhengi að frasinn er í raun ekki sagður af Fröbe sjálfum í myndinni, þar sem það var Michael Collins sem talaði yfir myndina á ensku, en Fröbe sagði hana á þýsku.

Setningin var valin í könnun Sky Movies og fékk 10,3% atkvæða, en alls greiddu 2.500 manns atkvæði í könnuninni.

Í öðru sæti var augnablikið í The spy Who Loved Me þegar Roger Moore í gervi Bond skíðar fram af hengiflugi á austurísku fjalli, og segir mjúkum rómi, „Bond, James Bond“

Í þriðja sæti kemur svo Sean Connery þegar hann segir „Bond, James Bond“ í fyrsta skipti í Dr. No árið 1962.

Hver er uppáhalds Bond frasinn þinn?

 

"Nei, ég vonast til að þú deyir" valinn besti Bond frasinn

„No, Mr Bond, I expect you to die“ eða „Nei hr. Bond, ég vonast til að þú deyir“ hefur verið valinn besti Bond frasi allra tíma.

Frasinn er úr myndinni Goldfinger frá árinu 1964 og er svar við því þegar Bond segir: „You expect me to talk?“ eða „Áttu von á því að ég tali?“.

Setningarnar eru sagðar þegar Bond, leikinn af Sean Connery, sér fram á að vera að fara á fund skapara síns þegar risastór leysigeisli er um það bil að fara að skera hann í tvennt. Setninguna segir illmenni myndarinnar, Auric Goldfinger, sem leikinn er af þýska leikaranum Gert Fröbe, og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það er áhugaverð staðreynd í þessu samhengi að frasinn er í raun ekki sagður af Fröbe sjálfum í myndinni, þar sem það var Michael Collins sem talaði yfir myndina á ensku, en Fröbe sagði hana á þýsku.

Setningin var valin í könnun Sky Movies og fékk 10,3% atkvæða, en alls greiddu 2.500 manns atkvæði í könnuninni.

Í öðru sæti var augnablikið í The spy Who Loved Me þegar Roger Moore í gervi Bond skíðar fram af hengiflugi á austurísku fjalli, og segir mjúkum rómi, „Bond, James Bond“

Í þriðja sæti kemur svo Sean Connery þegar hann segir „Bond, James Bond“ í fyrsta skipti í Dr. No árið 1962.

Hver er uppáhalds Bond frasinn þinn?