Cronenberg hafnaði Star Wars

David Cronenberg hafnaði því að leikstýra þriðju Star Wars-myndinni, Return of the Jedi.  „Lucasfilm hafði samband við mig og það tók þá ekki langan tíma að sjá að það var kannski ekkert alltof góð hugmynd,“ sagði Cronenberg við Total Film.

„Það setur á mann miklar hömlur að vera settur í ákveðið mót,“ sagði hann. „Fyrir leikstjóra sem hefur mikinn áhuga á tilraunamennsku og einhverju frumlegu er þetta eins og að vera settur í spennitreyju,“ sagði hann. „Það er búið að skapa sjónræna þáttinn og búið er ráða leikarana í aðalhlutverkin. Það er mjög mikilvægt fyrir leikstjóra að taka þátt í að ráða aðalleikarana þannig að þetta hentaði mér ekki.“

Cronenberg er þekktur fyrir myndir á borð við The Fly, Naked Lunch, Eastern Promises og A History of Violence.

Star Wars: Episode VII kemur í bíó 2015.