G.I. Joe 2 gírar sig heldur betur upp

Ef þér fannst 2009-myndin G.I. Joe: The Rise of Cobra vera unaðslega skemmtileg afþreyingarmynd, þá er ég hræddur um að þú sért í algjörum minnihluta. Þangað til í dag hafa kvikmyndaáhugamenn ekki verið mikið að spá í framhaldsmyndinni, enda ekki mikil ástæða til þess.

Eftir að hafa séð trailerinn fyrir G.I. Joe: Retaliation lítur út fyrir að væntingarnar fólks gætu breyst. Skyndilega er manni ekki jafnmikið sama um myndina og núna virðist þetta eiga séns á því að vera heimskulega töff og skemmtileg steypa. Þetta er nú byggt á leikföngum, þannig að markmiðin eru eflaust ekki há. Nýr leikstjóri hefur bæst við (og það mun vera sami maðurinn og gerði Step Up 2 the Streets), Stephen Sommers er farinn og til að gleðja hasarfíklana ennþá meir (vegna þess að fyrri myndin var alls ekki nógu rík á „kúlinu“) hafa aðstandendur ráðið Dwayne Johnsson og Bruce Willis til að hrista upp í seríunni og gera hana (vonandi) grjótharða. Johnsson er rosalega mikið í því núna að birtast í handahófskenndum framhaldsmyndum (sbr. Fast Five og Journey 2).

En kíkið á. Þetta er mun skárra en maður heldur: