Crazy Stupid Love vinsælust

Vinsælasta myndin á Íslandi í dag er engin önnur en rómantíska gamanmyndin Crazy Stupid Love, sem tók inn hátt í 3 þúsund manns í aðsókn um helgina. Hún er ein af fjórum myndum sem var frumsýnd þessa helgi en gekk þeim öllum misvel í aðsókn. Gamanmyndin 30 Minutes or Less náði ekki að velta Strumpunum úr öðru sætinu og lenti því rétt fyrir neðan hana í þriðja sætinu og átti þokkaleg viðskipi. Glæpadramað The Devil’s Double trónaði í 9. sætinu og íslenska myndin Á annan veg stökk beint í 13. sætið, sem er talsvert lægra en henni var spáð.

Í Bandaríkjunum voru frumsýndar þrjár nýjar myndir (og gagnrýnendur fengu ekki að sjá tvær af þeim): The Debt, Apollo 18 og Shark Night 3D. Engin þeirra virtist eiga séns í myndina The Help, sem hefur núna setið á toppnum þrjár helgar í röð og lentu hinar myndirnar í öðru, þriðja og fjórða sæti.

Þið getið skoðað innlenda aðsóknarlistann hér, og þann bandaríska hér.

Kvikmyndir.is gagnrýni fyrir myndina Crazy Stupid Love er væntanleg mjög bráðlega.