Getraun: Piranha og Machete (DVD)

Jæja, nú ætlum við að taka smá leik þar sem tvær heldur flippaðar strákamyndir eru í boði, sem báðar detta í verslanir í dag. Machete, fyrir þá sem ekki vita, er „spennumynd“ frá Robert Rodriguez sem byggð er á samnefndum gervi-trailer, þessum sem fylgir alltaf með Planet Terror disknum (getið séð hann hér). Piranha (3D?) er nýjasta myndin frá hinum nett grimma Alexandre Aja (The Hills Have Eyes, Mirrors) og gengur hún ekki á neitt annað en að leika sér með það sem hún hefur í höndunum. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að bjóða upp á gróft ofbeldi, fallegar gellur og taka sig aldrei alvarlega. Þær fengu líka undarlega gott orð frá gagnrýnendum og slíkt gerist nánast aldrei með svona myndir.
Kíkið á RottenTomatoes dómanna ef þið trúið mér ekki, hér og hér.

Eintökin sem ég er að gefa eru bæði í saman og sitthvoru lagi. Ef þig langar að skella þér á leikinn þar sem þú getur BARA unnið Machete, þá skaltu svara þessari spurningu:


– Hver er uppáhalds Rodriguez-myndin þín og hvers vegna??

Sömu reglur hér, nema þetta er fyrir þá sem vilja einungis vinna Piranha.


– Hvað heitir Back to the Future leikarinn sem á sér stutt cameo í myndinni?

Ókei, núna kemur þá getraunin fyrir ykkur sem viljið reyna að vinna báðar myndirnar saman. Spurningarnar eru þrjár:

1. Hver fer með titilhlutverkið í Machete?

2. Hvað heitir þessi brennheita gella sem á sér afar eftirminnilegan sundsprett (ekki alein) í Piranha?

3. Hver af eftirfarandi skvísum er EKKI í Machete?

a) Jessica Alba

b) Carla Gugino

c) Michelle Rodriguez

Öll svör sendast á tommi@kvikmyndir.is fyrir laugardaginn, þegar dregið verður úr. Ég mun draga af handahófi úr réttum svörum nema ef um efstu getraunina er að ræða. Þar dreg ég bara af handahófi. Ég verð samt að taka það fram að þú þarft að vera orðinn 16 ára til að mega taka þátt, svo það verður að fylgja kennitala með. Þátttakan er ógild ef þið gerið það ekki.

Gangi ykkur vel.