Tré Fú Tom: Tré Fú fjör!
2015
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Sex litrík og fjörug ævintýri í Trjátoppólís
132 MÍNÍslenska
Stórskemmtilegar tölvuteiknimyndir um Tomma sem á hverjum degi heimsækir ævintýralandið Trjátoppólís þar sem hann lendir í ótal ævintýrum. Teiknimyndirnar um Tomma, hinn trygga vin hans Sprota og ævintýri þeirra og vina þeirra í Trjátoppólís hafa notið mikilla vinsælda barna á aldrinum tveggja til sex ára og hafa verið sýndar á RÚV. Hver þáttur byrjar... Lesa meira
Stórskemmtilegar tölvuteiknimyndir um Tomma sem á hverjum degi heimsækir ævintýralandið Trjátoppólís þar sem hann lendir í ótal ævintýrum. Teiknimyndirnar um Tomma, hinn trygga vin hans Sprota og ævintýri þeirra og vina þeirra í Trjátoppólís hafa notið mikilla vinsælda barna á aldrinum tveggja til sex ára og hafa verið sýndar á RÚV. Hver þáttur byrjar þannig að Tommi setur á sig töfrabelti, hleypur út í skóg og notar síðan krafta beltisins til að minnka sjálfan sig í hæfilega stærð svo hann geti heimsótt vini sína í töfratrénu þar sem bærinn Trjátoppólís er og átt með þeim skemmtilegan og fræðandi dag. Hver þáttur er 20-25 mínútur að lengd og á þessum diski er að finna sex nýja þætti. Þeir heita: Einn fyrir alla, Keppaslagur, Ferðin mikla, Engan asa, Svífandi suðvængjur og Fjársjóðsleit. Góða skemmtun!... minna