Náðu í appið
Öllum leyfð

Anna og skapsveiflurnar 2007

(Anna and the moods)

Frumsýnd: 9. febrúar 2007

26 MÍNÍslenska

Myndin segir frá henni Önnu sem er fullkomin stúlka en dag einn vaknar hún upp með einhvern hræðilegan sjúkdóm. Hún er döpur eftirlíking af Marilyn Manson og er hræðilega mislynd. Foreldrar Önnu eru ráðþrota og fara með hana á Meðferðastofnun Artmanns læknis fyrir óstýrilát börn. Þar fer hún í greiningarpróf í völundarhúsi hins brjálaða læknis.... Lesa meira

Myndin segir frá henni Önnu sem er fullkomin stúlka en dag einn vaknar hún upp með einhvern hræðilegan sjúkdóm. Hún er döpur eftirlíking af Marilyn Manson og er hræðilega mislynd. Foreldrar Önnu eru ráðþrota og fara með hana á Meðferðastofnun Artmanns læknis fyrir óstýrilát börn. Þar fer hún í greiningarpróf í völundarhúsi hins brjálaða læknis. Niðurstaðan reynist ekki sú sem foreldrar Önnu höfðu óskað sér.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Anna og skapsveiflurnar eða Anna and the moods eins og hún heitir á ensku, (ég ´sá hana á ensku)


Þetta er stuttmynd eftir Gunnar Karlsson og Sjón Sigurðsson.

Þau sem ljá rödd sína í þessari tölvugerðu teiknimynd eru þau Björk Guðmundsdóttir, Damon Albarn, Terry Jones, Sjón Sigurðsson og Þórun Lárusdóttir.

Myndin er um stúlku sem heitir Anna sem er falleg ljóshærð bláeigð stúlka, sem er góður námsmaður og vel upp alin stúlka. En einn daginn þá breitist Anna, hárið verður svart, verður föl í andliti og augun svört og drungaleg. Bleikkjóllinn hverfur og við tekur svört og drungaleg föt. Skapsveiflurnar verða rosalega, stúlkan sem eitt sinn vaknaði kát og hress varð núna köld og grimm.

Foreldrar Önnu vita ekki til hvaða bragðs skal taka, því ekki vilja þau að nágrannarnir viti af skapsveiflu dóttirnnar, svo þau ákveða að fara með Önnu í meðferð hjá Dr Artmann sem tekur við stúlkum eins og Önnu og breitir þeim aftur í betri og þægari stelpu, eða það telur hann.

Anna og Skapsveiflurnar er stuttmynd sem vann til eddunar þetta árið. Hún er eitthvað um 26 mínútur, og kannski frekar skrítið að hún sé sínt í bíó, og vonandi ekki rukkað um fullt verð, ég fór á hana á kvikmyndasíningu sem var kinnt þær myndir sem voru tilnefndar til eddurnar, en myndin er reyndar mjög góð, ljóðræn og skemmtileg.

Ljóðin eftir hann Sjón í þessari mynd er hreint út sagt æðislegar, veit reyndar ekki hvernig þau eru´á íslensku því eins og ég sagði sá ég myndina á ensku, hafði nú mikinn áhuga að sjá hana á íslensku líka, því ljóðin hljóta að vera öðruvísi þar.

En jú mjög skemmtileg tölvugerð stuttmynd sem ég mæli nú með að allir sjái.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.05.2015

Lói fær 400 milljónir

Íslenska teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við Belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni LÓI – þú flýgur aldrei einn, sem verður einnig framleidd í stúdíói Cyborn í Antwerpen. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn