Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
í alvöru
þið hljótið að vera að grínast í mér. Ég viðurkenni að leikararnir voru lala en ekki hræðilegir en þetta er verr gerðri mynd en plan 9 from outer space ég hata þessa mynd svo mikið og síðast slagurinn var versti slagur en slagurinn í eldgömlu star trek þættunum kirk gegn eðluskrímsli
þið hljótið að vera að grínast í mér. Ég viðurkenni að leikararnir voru lala en ekki hræðilegir en þetta er verr gerðri mynd en plan 9 from outer space ég hata þessa mynd svo mikið og síðast slagurinn var versti slagur en slagurinn í eldgömlu star trek þættunum kirk gegn eðluskrímsli
Þessi mynd er fin og fræðandi eg sa hana stuttu siðan i skolanum mer fannst hun fyndin ok skemmtileg allir ættu að sja hana ef þeir vilja fræ ðast meyra um islands
Humm.. ég sá Útlagann í skólanum í öðrum bekk og fannst hún fín! Myndin fjallar um Gísla Súrsson og lífið hans. Takið eftir þegar einn maðurinn lemur annan gaur niður fjall. Maðurinn sem lamdi er reyndar Jón Ársæll sjónvarpsmaður! En Útlaginn er frekar fræðslumynd en drama en samt ágæt skemmtun.
Áður en ég skrifa meira finnst mér vel við hæfi að segja að þessi mynd er að mörgu leyti mikil tímamóta mynd og fyrsta stóra Íslenska myndin að vísu að undanskilinni Saga Borgarættarinnar.
Einnig var þetta fyrsta stóra mynd Ágústar Guðmundssonar.
Myndin er byggð af söguni Gísla saga Súrssonar sem gerist að mestu leyti á Vestfjörðum.
Tökurnar í myndinni er ótrúlega fallegar og tónlistin er hreint mögnuð.
Mér fannst að vísu myndin ekki fylgja bókini nærri því nógu mikið.
Öll atriðin sem eiga að gerast í Noregi eru ekki tekin með, og mikilvægum tilvitnunum sem eru orðnar þjóðþekktar er sleppt.
Þögnin er vel nýtt, leikararnir stóðu sig kannski ekki fullkomlega en miðað við litla reynslu má segja að þeir hafi leyst hlutverk sitt vel.
Klippinginn er nokkuð góð.
Myndin endist ekki nægilega vel (barn síns tíma) en er þó fínasta mynd ef hún hefði tekið með atriði úr bókinni sem skipta miklu máli.
Myndin fjallar um bræðurna Gísla og Þorkel og Þórdísi systur þeirra og Þorgrím eiginmann hennar. Önnur persóna í myndinni er Vésteinn sem er mikill herramaður og hefur góð sambönd erlendis. Þorgrímur vill ekki gerast fóstbróðir Vésteins og því verður Gísli reiður útí Þorgrím (því að Gísli og Vésteinn eru mágar og fóstbræður). Þorkell heyrir að kona hanns elski Véstein og myndast miklar flækjur í kringum það.
Mér finnst útlaginn vera góð byrjun á víkingamyndum í íslenskri kvikmyndaflóru. Það er algjör skylda að hafa lesið Gísla sögu áður en maður sér hana. Auðvitað er ýmislegt í myndinni sem mætti vera betur gert. T.d þetta gerist á víkingaöld og þá var bara ekkert hlaupið í sápu og sjampó. Fólk var skítugt og það var bara eðlilegt. Í Útlaganum voru allir leikarar nýbaðaðir með rafmagnað hár. Ég held að þetta hafi bara verið svona byrjenda mistök í gerð víkingatímabils mynda. Allir sem hafa gaman af Gísla sögu og Njálu og í rauninni bara á öllum gömlu fornsögunum og kviðunum ættu að sjá þessa. Hún hjálpar manni að skilja. Uppáhaldið mitt í þessari mynd er Auður Vésteinsdóttir kona Gísla. Leikkonan túlkar hana nákvæmlega eins og ég ímyndaði mér hana þegar ég las bókina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Frumsýnd á Íslandi:
7. október 1981