Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)
Áhrifamikil og ógleymanleg kvikmynd frá leikstjóranum Mike Nichols. Ung verkakona í plútóníumverksmiðju í Oklahoma kemst illilega að göllum í öryggiskerfi hennar en lætur lífið þegar hún reynir að koma upplýsingum áleiðis til fjölmiðla. Áhrifarík og jafnframt sannsöguleg mynd um líf og starf Karenar Silkwood, sem kemur inná athyglisvert efni og fæst við það á jarðbundinn og raunsæjan hátt með fyrsta flokks leik óskarsverðlaunaleikkonunnar Meryl Streep. Hún fer á kostum í hlutverki hennar og vinnur þar einn af mestu leiksigrum ferils síns. Að auki fara Kurt Russell og Cher vel með sín hlutverk, en þau leika félaga hennar. Semsagt ómissandi mynd sem fær þrjár og hálfa stjörnu, mest þá fyrir leik Meryl Streep, gott handrit og fantagóða leikstjórn Nichols. Ómótstæðileg kvikmynd, ég mæli eindregið með henni, við allt kvikmyndaáhugafólk.
Tengdar fréttir
01.07.2010
Streep að verða stórmennið Thatcher
01.07.2010
Streep að verða stórmennið Thatcher