Náðu í appið
Öllum leyfð

The Birdcage 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Come as you are.

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 72
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir listræna stjórnun. Nathan Lane og Dianne Wiest unnu bæði American Comic Awards. Fjöldi annarra sigra og tilnefninga.

Armand Goldman rekur vinsælan klæðskiptinga næturklúbb á South Miami Beach í Flórída í Bandaríkjunum. Kærasti hans til margra ára, Albert, er aðalstjarnan í klúbbnum, og kemur fram undir sviðsnafninu Starina. "Sonur" þeirra, Val ( sem í raun er sonur Armands frá því hann átti í stuttu sambandi við konu, tuttugu árum áður ) kemur heim og tilkynnir um... Lesa meira

Armand Goldman rekur vinsælan klæðskiptinga næturklúbb á South Miami Beach í Flórída í Bandaríkjunum. Kærasti hans til margra ára, Albert, er aðalstjarnan í klúbbnum, og kemur fram undir sviðsnafninu Starina. "Sonur" þeirra, Val ( sem í raun er sonur Armands frá því hann átti í stuttu sambandi við konu, tuttugu árum áður ) kemur heim og tilkynnir um að hann og Barbara Keely séu búin að trúlofa sig, en Barbara er dóttir Kevin Keely, bandarísks öldungadeildarþingmanns, og varaformanns siðgæðisnefndar bandaríska þingsins. Þingmaðurinn og fjölskyldan koma til South Beach að hitta Val og föður hans og "móður" og upphefst við það mikil og skrautleg og brosleg atburðarás. ... minna

Aðalleikarar


Birdcage er besta gamanmynd sem Mike Nichols hefur sent frá sér. Samleikur Robin Williams og Nathan Lane sem hommarnir er óborganlega góður, og mynda þeir frábæran samleik sín á milli. Einnig eru stórleikarar á borð við Gene Hackman og Dianne West sem sýna fína takta. Frábær mynd með frábærum húmor sem er frábær skemmtun sem er vel þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Birdcage er ein af fyndnustu myndum sem að ég hef séð. Ég hló mig máttlausan yfir henni og geri það enn. Það eru ekki neinir smá leikarar sem fara með aðalhlutverkinn og má þar nefna Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane, Dianne Weist og Calista Flockhart. Calista Flockhart stendur sig alveg frábærlega í hlutverki Barböru Keeley. Hún sýndi enn og aftur hvað hún er frábær leikkona. Enn einnig stendur Nathan Lane sig vel í myndinni. Ég get horft aftur og aftur á myndina og fæ aldrei leið á henni. Ég mæli öllum sem ekki hafa séð hana að sjá hana því þeir munu springa úr hlátri. Ég tel þetta vera eina af fyndnustu myndum allra tíma. Handritið er mjög vel gert og ekki spillir fyrir að leikurinn er hreint frábær. Það eru svo til eingar klisjur í henni. Ég mæli með þessari mynd, hún er hrein snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gamanmyndin "The Birdcage" er byggð á einni þekktustu grínmynd Frakka fyrr og síðar, Le Cage Aux Folles, sem naut feikilegra vinsælda um allan heim. Það eru óskarsverðlaunaleikararnir Robin Williams, Gene Hackman og Dianne Wiest, gamanleikarinn Nathan Lane og leikkonan Calista Flockhart úr framhaldsmyndaflokknum Ally McBeal sem eru í leikaraliði þessarar ærslafullu gamanmyndar en hún er grín í gegn og segir frá þeim félögum Armand (Williams) og Albert Goldman (Lane) sem búið hafa saman um árabil og fundið leiðir til að tvinna saman líf sitt og starfsframa á listilegan hátt. Saman hafa þeir á þessum árum alið upp son Armands, Val (Dan Futterman), sem nú er fluttur að heiman og orðinn að ábyrgum og þroskuðum manni. Og þegar Val kemur dag einn heim og tilkynnir föður sínum og Albert um trúlofun sína og dóttur hægrisinnaðs þingmanns (Flockhart) geta þeir ekki annað en lagt blessun sína yfir ráðahaginn. Á meðan er þingmaðurinn íhaldssami, Kevin Keeley (Gene Hackman), að glíma við stærri vandamál en fyrirhugað brúðkaup dóttur sinnar. Einn af nánustu samstarfsmönnum hans hefur komið sér í pólitískt klandur og dregið persónu Keeleys með sér sem nú fær vart flóafrið fyrir ágengum fréttamönnum. Hann ákveður því að bregða sér ásamt eiginkonu sinni Louise Keeley (Wiest) og hitta tilvonandi tengdaforeldra dóttur sinnar og vonast þar með eftir því að ímynd hans í fréttaflutningnum mildist. Það verður því uppi fótur og fit á heimili þeirra Armands og Alberts því ef það kemst upp að uppeldismóðir Vals er ekki kona þá mun þessi áætlun þingmannsins fljótlega snúast upp í andhverfu sína! Sprenghlægileg og vel leikin gamanmynd sem ætti að koma öllum í ljúft og gott skap, hún stendur þó hinni frönsku frummynd langt, langt að baki en er engu að síður hin ágætasta skemmtun. Ég gef henni þrjár stjörnur og mæli með henni við þá sem vilja eiga létta og góða kvöldstund.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn