Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Nightwatch 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. ágúst 1998

He's the prime suspect in a terrifying mystery. The police are after him and so is the murderer.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Laganemi fær sér vinnu sem næturvörður í líkhúsi, og telur að hann fái þar tíma til að læra í vinnunni.

Aðalleikarar


Vá þessi mynd var algjört rugl hún snérist um, hvað á ég að segja BARA EKKI NEITT, fyrst hélt maður að þessi fáranlega hringiða væri aðalstjarnan en svo það ekki, það var krakkinn litli, og að lokum, myndin endar fáranlega, þess vegna gef ég myndinni einungis 1 sjtörnu piff!!!Kv. Helectra
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Já,þetta er bara ágætis spennumynd þar sem kom Ewan Mcgreagor á skreið. Hér eru frekar góðir leikarar á ferð og má ég helst nefna Nick Nolte og nátturulega hann Ewan Mcgreagor. Myndinn fjallar um ungan mann sem fær það starf að vera næturvörður í líkhúsi(alveg eins og korn söngvarinn). Hann heyrir að það sé eitthvað undarlegt við þennan stað. Hann gáir og sér einhver stríða sér. Allt lendir í klessu hjá honum. Hann lendir hjá vændiskonu með vini sínum þrátt fyrir að hann sé með konu. Þetta er svona ágætis spennumynd sem ég verð að segja að hún eigi bara fyllilega skilið tvær og hálfa. Horfið á hana. takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær spennutryllir með Ewan McGregor í fararbroddi. Myndin fjallar um lögfræðinemann Martin (Ewan McGregor) sem að fær starf sem næturvörður í líkhúsi. Einmitt á þessum tíma er fjöldamorðingi á ferli sem myrðir vændiskonur.

Það sem er merkilega spennandi við þessa mynd er að það tekst að láta nokkurn veginn alla líta út sem morðingjana, lögreglufulltrúann sem rannsakar málið (Nick Nolte), besta vin Martins (Josh Brolin) og jafnvel Martin sjálfan!

Ég gef þessari mynd hiklaust þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlegt hvað Hollywood þarf alltaf að stæla aðrar myndir og gera þær verri en orginalinn. Mér finnst sú Danska miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrælfín spennumynd. Mér fannst hún betri heldur en sú danska en þær eru samt eiginlega alveg eins. Mér fannst samt þessi útgáfa ná upp meiri spennu. Hún er mun ógeðslegri og umhverfið finnst mér vera mun magnþrungnara. Nick Nolte ber af hvað varðar leikaranna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.11.2012

Frumsýning - The Possession

Sambóióin frumsýna hrollvekjuna The Possession á föstudaginn næsta, þann 23. nóvember. Í tilkynningu frá Sambíóunum segir að The Possession sé æsispennandi mynd um unga stúlku sem verður andsetin eftir að hún opnar fornt og dularfullt skr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn