Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hraður, fyndinn og ógeðslegur kókaíntryllir
Oft þarf ekki nema smá innsýn inn í heim eiturlyfja til þess að halda fólki frá þeim efnum. Trainspotting í leikstjórn Danny Boyle er einmitt dæmi um slíka innsýn. Með drulluhoraðann Ewan McGregor í fararbroddi gefur hann upp skelfilega, trúðverðuga, og samt súrrealíska mynd af heróínsenunni í Edinborg.
Renton (Ewan) hatar ekki heróín í byrjun myndarinnar. Hann er þó ekki lengi að taka þá skynsamlegu ákvörðun að hætta því sulli, sem reynist honum nokkuð erfitt. Félagar hans, Spud og Sick boy, gera honum þetta verkefni líka enn erfiðara og ekki er sjaldgæft að sjá þá félaga taka þá sameiginlegu ákvörðun að heimsækja heróínið á ný. McGregor kemur hér með skemmtilega frammistöðu sem hinn elskulegi dópisti. Hann er ekki hin týpíska staðalímynd eiturlyfjafíkils, meira svona mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Einnig ber að nefna Robert Carlyle sem hin fáránlega netta Begbie. Þú munt hata og elska þennan mann, en staðreyndin er sú að hann stelur senunni oft.
Hröð, ógeðsleg og fyndin. Þessi þrjú orð ættu að lýsa Trainspotting best. Þú munt vera við það að æla yfir ógeðinu og erfiðinu sem fólkið upplifir í þessari mynd. En þrátt fyrir allt þetta ógeðslega tekst þér auðveldlega að hlæja stuttu seinna og verður þá að þakka einstaklega góðum persónum myndarinnar. Hún er í styttri kantinum og þér mun svo sannarlega ekki leiðast. Skylduáhorf.
Oft þarf ekki nema smá innsýn inn í heim eiturlyfja til þess að halda fólki frá þeim efnum. Trainspotting í leikstjórn Danny Boyle er einmitt dæmi um slíka innsýn. Með drulluhoraðann Ewan McGregor í fararbroddi gefur hann upp skelfilega, trúðverðuga, og samt súrrealíska mynd af heróínsenunni í Edinborg.
Renton (Ewan) hatar ekki heróín í byrjun myndarinnar. Hann er þó ekki lengi að taka þá skynsamlegu ákvörðun að hætta því sulli, sem reynist honum nokkuð erfitt. Félagar hans, Spud og Sick boy, gera honum þetta verkefni líka enn erfiðara og ekki er sjaldgæft að sjá þá félaga taka þá sameiginlegu ákvörðun að heimsækja heróínið á ný. McGregor kemur hér með skemmtilega frammistöðu sem hinn elskulegi dópisti. Hann er ekki hin týpíska staðalímynd eiturlyfjafíkils, meira svona mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Einnig ber að nefna Robert Carlyle sem hin fáránlega netta Begbie. Þú munt hata og elska þennan mann, en staðreyndin er sú að hann stelur senunni oft.
Hröð, ógeðsleg og fyndin. Þessi þrjú orð ættu að lýsa Trainspotting best. Þú munt vera við það að æla yfir ógeðinu og erfiðinu sem fólkið upplifir í þessari mynd. En þrátt fyrir allt þetta ógeðslega tekst þér auðveldlega að hlæja stuttu seinna og verður þá að þakka einstaklega góðum persónum myndarinnar. Hún er í styttri kantinum og þér mun svo sannarlega ekki leiðast. Skylduáhorf.
Leikstjórinn Danny Boyle gerði bestu mynd sem ég hef séð sem heitir 28 days later en þessi var alveg ágæt. Myndin fjallar um dópista (Ewan McGregor,Moulin Rouge,Big Fish) sem er að reyna að gera eitthvað við líf sitt en það er frekar erfitt því að hann hefur vini sem eru klikkaðir. Myndin er svolítið ógeðsleg eins og eitt atriði þegar Ewan McGregor er að synda í almannaklósetti og annar dónahúmor en bara ágæt mynd.
Hin besta skemmtun,kannski full ógeðsleg mynd fyrir mig með mjög mjög svörtum húmori. Eyturlyfjasjúklingur nokkur (Ewan McGregor,Big Fish,Moulin Rouge,Young Adam) er staðráðinn í að reyna að ná tökum á lífi sínu og það byrjar alveg ágætlega. En það mun reynast erfitt því að vinir hans eru enn ruglaðri en hann. Ég vil ekki vera spoiler en ég segi bara eitt: Ef þér finnst maður syndandi í almannaklósetti er þessi mynd fyrir þig. Og í viðbót Danny Boyle gerði bestu mynd byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,28 Days Later og ég mæli með Trainspotting og þessari.
Fín mynd! Fjallar um dópista í Trainspotting(McGregor) og vini hans. Hann reynir að ná tökum á lífi sínu aftur, en vegna kolruglaðra vina reynist það erfitt. Hálf stjarna fyrir myndina sjálfa, því hún er frekar langdregin og leiðileg sagan, en 2 stjörnur fyrir McGregor því hann er flottur og góður eins og venjulega.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Miramax Films
Kostaði
$4.000.000
Tekjur
$16.491.080
Aldur USA:
R