Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Trainspotting 1996

Justwatch

Never let your friends tie you to the tracks.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 83
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni. Vann BAFTA verðlaun fyrir handritið, og myndin tilnefnd sem besta breska mynd. Vann skosku BAFTA sem besta mynd og Ewan McGregor sem besti leikari. Tilnefnd til þriggja annarra skoskra

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, furðufuglinn Spud, hinn klikkaða Begbie, kærustuna 14 ára Diane, og íþróttamanninn... Lesa meira

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, furðufuglinn Spud, hinn klikkaða Begbie, kærustuna 14 ára Diane, og íþróttamanninn sem hefur aldrei snert eiturlyf, Tommy, sem getur þó ekki annað en sýnt þeim áhuga ... ... minna

Aðalleikarar

Hraður, fyndinn og ógeðslegur kókaíntryllir
Oft þarf ekki nema smá innsýn inn í heim eiturlyfja til þess að halda fólki frá þeim efnum. Trainspotting í leikstjórn Danny Boyle er einmitt dæmi um slíka innsýn. Með drulluhoraðann Ewan McGregor í fararbroddi gefur hann upp skelfilega, trúðverðuga, og samt súrrealíska mynd af heróínsenunni í Edinborg.

Renton (Ewan) hatar ekki heróín í byrjun myndarinnar. Hann er þó ekki lengi að taka þá skynsamlegu ákvörðun að hætta því sulli, sem reynist honum nokkuð erfitt. Félagar hans, Spud og Sick boy, gera honum þetta verkefni líka enn erfiðara og ekki er sjaldgæft að sjá þá félaga taka þá sameiginlegu ákvörðun að heimsækja heróínið á ný. McGregor kemur hér með skemmtilega frammistöðu sem hinn elskulegi dópisti. Hann er ekki hin týpíska staðalímynd eiturlyfjafíkils, meira svona mjög rólegur yfir þessu öllu saman. Einnig ber að nefna Robert Carlyle sem hin fáránlega netta Begbie. Þú munt hata og elska þennan mann, en staðreyndin er sú að hann stelur senunni oft.

Hröð, ógeðsleg og fyndin. Þessi þrjú orð ættu að lýsa Trainspotting best. Þú munt vera við það að æla yfir ógeðinu og erfiðinu sem fólkið upplifir í þessari mynd. En þrátt fyrir allt þetta ógeðslega tekst þér auðveldlega að hlæja stuttu seinna og verður þá að þakka einstaklega góðum persónum myndarinnar. Hún er í styttri kantinum og þér mun svo sannarlega ekki leiðast. Skylduáhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikstjórinn Danny Boyle gerði bestu mynd sem ég hef séð sem heitir 28 days later en þessi var alveg ágæt. Myndin fjallar um dópista (Ewan McGregor,Moulin Rouge,Big Fish) sem er að reyna að gera eitthvað við líf sitt en það er frekar erfitt því að hann hefur vini sem eru klikkaðir. Myndin er svolítið ógeðsleg eins og eitt atriði þegar Ewan McGregor er að synda í almannaklósetti og annar dónahúmor en bara ágæt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hin besta skemmtun,kannski full ógeðsleg mynd fyrir mig með mjög mjög svörtum húmori. Eyturlyfjasjúklingur nokkur (Ewan McGregor,Big Fish,Moulin Rouge,Young Adam) er staðráðinn í að reyna að ná tökum á lífi sínu og það byrjar alveg ágætlega. En það mun reynast erfitt því að vinir hans eru enn ruglaðri en hann. Ég vil ekki vera spoiler en ég segi bara eitt: Ef þér finnst maður syndandi í almannaklósetti er þessi mynd fyrir þig. Og í viðbót Danny Boyle gerði bestu mynd byrjun tuttugustu og fyrstu aldarinnar,28 Days Later og ég mæli með Trainspotting og þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fín mynd! Fjallar um dópista í Trainspotting(McGregor) og vini hans. Hann reynir að ná tökum á lífi sínu aftur, en vegna kolruglaðra vina reynist það erfitt. Hálf stjarna fyrir myndina sjálfa, því hún er frekar langdregin og leiðileg sagan, en 2 stjörnur fyrir McGregor því hann er flottur og góður eins og venjulega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

11.05.2020

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu - Átta safaríkar senur

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk þ...

11.05.2019

Leitaði í smiðju Tarantino

Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri og handritshöfundur glænýrrar íslenskrar kvikmyndar, Eden, sem frumsýnd var í gær, segist í samtali við Morgunblaðið hafa langað til að gera True Romance  á Íslandi, en True Rom...

29.07.2018

Dinklage gerir gull úr heyi

Game of Thrones leikarinn Peter Dinklage verður að öllum líkindum dvergurinn Rumputuski, eða Rumpelstiltskin, í nýrri mynd sem Sony kvikmyndaverið er með í undirbúningi. Rumputuski er persóna úr Grimms ævintýrum. ...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn