Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Hairspray 2007

Frumsýnd: 14. september 2007

Who's who behind the do?

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Hairspray er endurgerð á samnefndum söngleik frá árinu 1988. Tracy Turnblad, sem er unglingsstúlka í yfirþyngd, en með allar réttu hreyfingarnar, er heltekin af Corny Collins þættinum. Á hverjum degi eftir að skóla lýkur þá hlaupa hún og besta vinkona hennar Penny heim, til að horfa á þáttinn og slefa yfir hinum funheita Link Larkin, móður Tracy, Edna, til... Lesa meira

Hairspray er endurgerð á samnefndum söngleik frá árinu 1988. Tracy Turnblad, sem er unglingsstúlka í yfirþyngd, en með allar réttu hreyfingarnar, er heltekin af Corny Collins þættinum. Á hverjum degi eftir að skóla lýkur þá hlaupa hún og besta vinkona hennar Penny heim, til að horfa á þáttinn og slefa yfir hinum funheita Link Larkin, móður Tracy, Edna, til mikillar armæðu. Með hjálp vinkonu hennar, Seaweed, þá kemst Tracy í þáttinn, hinni illu dansdrottningu Amber Von Tussle og móður hennar Velma, til lítillar gleði. Trancy finnst ekki réttlátt að svörtu krakkarnir megi ekki dansa í þættinum nema einu sinni í mánuði, og með hjálp Seaweed, Link, Penny, Motormouth Maybelle, föður síns og Edna, þá lætur hún til sín taka, án þess að skemma hárgreiðsluna!... minna

Aðalleikarar

Frábær skemmtun! Án djóks...
Ég held að það megi þakka Moulin Rouge fyrir að setja söngleiki aftur í tísku eftir langt hlé. Eftir að hún kom út fóru ótal margar aðrar að skjóta upp kollinum snemma á þessari nýju öld, og þær spanna alveg frá Chicago til Phantom of the Opera og Rent svo einhverjar séu nefndar. Það sem hefur hins vegar vantað í hópinn er einmitt svona létt og retró stuðboltamynd sem samanstendur hæfileikaríku fólki, litríkum sviðsmyndum, enn litríkari búningum og meiriháttar jákvæðum anda. Ef ég ætti að nefna sambærilega mynd þá væri það trúlega Grease.

Þessi endurbætta útgáfa af Hairspray fittar ekki aðeins þessari lýsingu heldur reynist hún vera einhver skemmtilegasta söngva- og dansmynd sem komið hefur út í áraraðir, ef ekki nokkra áratugi jafnvel (síðan Grease kom út mundi ég segja). Eftir heilt bíómyndasumar sem hefur að megni til boðið upp á háværar, kostnaðarsamar framhaldsmyndir kemur þessi mynd á besta tíma eins og ferskur vindblær og snýr öllu gjörsamlega við. Það verða sennilega ekki allir sammála þessu - því sumir flýja söngleiki eins og það sé smitborin samkynhneigð - en mér fannst myndin alveg æðisleg! Hún nær hiklaust að verða það sem hún ætlar sér, skemmtanagildið er rafmagnað og hér um bil allir mikilvægu þættirnir eiga gott orð skilið og gera gott enn betra; Leikararnir, tónlistin, andrúmsloftið, duldi John Waters-húmorinn, orkan, nefnið það! Ég fann ekki einn dauðann punkt við myndina og voru lögin flestöll eftirminnileg og/eða grípandi. Slíkt finnst mér óhuggulega sjaldséð þegar ég horfi á svona mynd. Oftast eru nokkur lög (að minnsta kosti!!) í góðu söngleikjunum ekkert sérstök, eða allavega eitt. Hér tókst mér að fíla þau öll, og þess vegna fannst mér myndin aldrei missa dampinn.

Hvert númer geislaði af svo mikilli orku að smápartur af manni sjálfum fékk þá löngun til þess að taka þátt í fjörinu (og þ.á.m. gera hina siðlausustu hluti við Amöndu Bynes), sem mér þykir reyndar hálf furðulegt að segja, þ.e.a.s. þegar ég miða þessa mynd við þá gömlu. Ég viðurkenni að ég hafi oft gaman af John Waters og hans yfirdrifna og vægast sagt sérkennilega (kannski ógeðfellda líka) húmor, en almennt séð þykir mér gamla útgáfan ekki vera neitt annað en meðalgóð mynd, burtséð frá lúmsku, tvíræðu bröndurunum og senuþjófinum Divine. Andi þessarar myndar er í raun sá sami en áhorfið gerólíkt (þótt það séu alveg merki af Waters-fílingnum - oft skemmtilega lúmsk). Persónulega - eftir að hafa séð nýju myndina - finnst mér hálf erfitt að sjá fyrir mér þessa sömu sögu án söngatriðanna.

Venjulega hefði mér þótt leikstjórinn Adam Shankman (já, sami maður og færði okkur The Pacifier, Cheaper by the Dozen 2 og hörmungina The Wedding Planner) vera heldur ólíklegur kostur til að gera svona týpu af mynd, semsagt ekki bara söngvamynd heldur góða mynd, en hann reynist bara vera fullkomið val. Það er heldur ekki slæmur díll að hafa leikstjóra sem semur dansana sjálfur líka, sem einhvern veginn gerir myndina persónulegri og metnaðarfyllri. Svo eru það vissulega leikararnir sem hafa sitt og hvað að segja um gleðina sem er á skjánum. Nikki Blonsky, Amanda Bynes (grrr), Zac Efron (jebb, úr High School Musical), Brittany Snow og Elijah Kelly eru öll vel valin í hlutverk sín og gera meira en gott úr þeim. Já, þá meina ég ÖLL. Líka Efron, sem er furðu skemmtilegur. Eldri hópurinn er síðan alls ekki verri. Christopher Walken, Michelle Pfeiffer, Queen Latifah, James Marsden og Allison Janney eru öll lífleg og eftirminnileg, og John Travolta kemur sér vel fyrir í mögulega súrara gervi heldur en í Battlefield Earth. En þó svo að hann njóti sín í botn fannst mér hann vera veikasti leikarinn á skjánum. Ekki bara gengur honum illa að toppa Divine (sem stóð sig frábærlega í upprunalegu myndinni) heldur reynir hann bara fullmikið á sig og nær ekki alveg að búa yfir þeim húmor og sjarma sem hann ætlast til.

Þegar uppi er staðið tekst þessari mynd að spreða svo mikilli gleði og ánægju að ég get ekki ímyndað mér að einhverjum gæti leiðst yfir henni, nema tónlistin höfðar ekki til þín eða tónlistaratriði í bíómyndum almennt. En ég hvet þó flesta, eða sennilega alla, til þess að gefa myndinni séns. Þetta er "feel-good" afþreying beint í æð sem hefur í þokkabót mjög jákvæðan og mikilvægan boðskap. Hún er frábær fyrir alla fjölskylduna en virkar einnig á eldri hópa sem fatta hversu prakkaralegur húmorinn er.

PS. Reynið síðan að koma auga á sjálfan John Waters, sem fær þarna lítið - en afar viðeigandi - cameo-hlutverk sem flassari.

8/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ok,fyrst þegar ég heyrði um þessa mynd dans og söngvamynd var ég ekki mikið spenntur fyrir henni enn svo vildi til að ég náði inn á fm957 og fékk tvo miða á myndina þannig ég fór á hana enn bjóst ekki við neinu svo bara var þetta alveg geðveikt fyndin og skemmtileg og það voru flestir farnir að dilla sér með í sætunum og maður hló sig alveg máttlausan á köflum allir leikarar í myndinni fara á kostum og þá séstaklega John Travollta alveg rosalegur í kvennhlutverki ég mæli alveg hiklaust með þessari mynd og þó svo að þú fílir ekki Dans og söngvamyndir þá verðuru að sjá þessa þetta er ekkert venjuleg dans og söngvamynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

11.05.2020

Gamanleikarinn Jerry Stiller látinn

Gamanleik­ar­inn Jerry Stiller er lát­inn 92 ára að aldri. Son­ur hans, leik­ar­inn Ben Stiller, til­kynnti and­lát föður síns snemma í morg­un. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginman...

27.11.2018

Fyrstu Mary Poppins lögin frumsýnd

Fyrstu tvö lögin úr Mary Poppins framhaldsmyndinni, Mary Poppins Returns, sem væntanleg er í bíó hér á Íslandi á Jóladag, 26. desember nk. hafa nú verið birt í heild sinni á YouTube rás Disney afþreyingarrisans. Um...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn