Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er ljótt orðbragð

Man of the Year 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 2. febrúar 2007

Elections are made to be broken.

115 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 21% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Tom Dobbs, grínisti og stjórnandi pólitísks spjallþáttar - í ætt við Bill Maher eða Jon Stewart - býður sig fram til forseta Bandaríkjanna sem sjálfstæður frambjóðandi, og sigrar. Vandamálið er að hann á sigurinn að þakka galla í tölvukerfinu sem notað er til að telja atkvæðin, og þróað er af fyrirtækinu Delacroy, en fyrirtækið er á mikilli siglingu... Lesa meira

Tom Dobbs, grínisti og stjórnandi pólitísks spjallþáttar - í ætt við Bill Maher eða Jon Stewart - býður sig fram til forseta Bandaríkjanna sem sjálfstæður frambjóðandi, og sigrar. Vandamálið er að hann á sigurinn að þakka galla í tölvukerfinu sem notað er til að telja atkvæðin, og þróað er af fyrirtækinu Delacroy, en fyrirtækið er á mikilli siglingu upp á við á hlutabréfamarkaðnum. Til að passa upp á að fyrirtækið beri ekki skaða af þessu, þá ákveða stjórnendur þess að halda gallanum leyndum, en einn af forriturunum, Eleanor Green, vill að Dobbs fái að vita sannleikann. En mun hún ná tali af honum?... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Þessi var í sjónvarpinu á sunnudaginn. Hugmyndin er, hvað er t.d. Jay Leno byði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Ágætis pæling ef vel er farið með. Ég er ekki mikill aðdáandi Robin Williams. Mér hefur alltaf fundist hann bestur í dramatískum hlutverkum (Good Will Hunting, Insomnia, One Hour Photo, The Fisher King). Þessi mynd er í raun drama þó að Williams leiki grínista. Hann nýtur aðstoðar Christopher Walken og Laura Linney sem eru bæði fín. Myndin byrjar ágætlega en verður svo leiðinlegri með hverri mínótunni sem líður þegar hún nálgast miðju. Mér fannst allt sem gerðist þvílíkt fyrirsjáanlegt og mér hundleiddist.

Illa farið með ágæta hugmynd og fína leikara. Ég bjóst við meiru frá svona reyndum leikstjóra.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar saman fer góður leikstjóri, góðir leikarar og góð hugmynd að söguþræði þá býst maður við góðri mynd. Því miður er það ekki raunin með þessa mynd því hún er afar slæm. Í stuttu máli fjallar myndin um þáttastjórnandann Tom Dobbs (Robin Williams) sem hefur sérhæft sig í að gera grín að málefnum líðandi stundar, þ.á.m. stjórnmálum. Einn daginn hvetur gestur í sjónvarpssal hann til að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann tekur áskorunni og býður sig fram en hann býst í sjálfu sér aldrei við því að vinna. Búið er að taka upp nýtt kosningakerfi og söguþráðurinn fer út í það hvort úrslit kosninganna hafi verið gild eður ei. Leiksjórinn Barry Levinson hefur átt sína góðu daga eins og myndirnar Rainman og Good Morning Vietnam sýna fram á. Aftur á móti er þetta ein alversta mynd sem leikstjórinn hefur sent frá sér. Húmorinn er eingöngu byggðu uppá ákveðnum uppistandsatriðum frá Robin Williams. Brandararnir hitta vissulega annað slagið í mark en það er langt frá því að það geti haldið uppi heilli mynd. Um miðbik myndarinnar breytist hún úr lélegri gamanmynd yfir í skelfilega lélega spennumynd þar sem verið er að reyna að kanna hvort það hafi verið galli í kosningakerfinu. Frábærir leikarar eins og Jeff Goldblum, Laura Linney og sjálfur Christopher Walken vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.

Myndin fær hálfa stjörnu hjá mér og það er fyrir nokkra brandara hjá Robin Williams sem hittu ágætlega í mark.

Forðist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Williams rétt bjargar miðjumoði
Robin Williams hefur átt sína góðu daga í gríninu (þ.á.m. Good Morning Vietnam og The Birdcage) en jafnvel nokkra hörmulega (R.V., Father's Day, Flubber o.fl.). Man of the Year trónir einhvers staðar þarna á milli.

Myndin geislar af nokkrum stórgóðum og bráðfyndnum senum þar sem að Williams fær að njóta þess að spinna brandara sína á staðnum, en að öðru leyti er myndin bæði harkalega teygð og ójöfn. Þegar myndin byrjaði bjóst ég við léttri gamanmynd sem lýsir sér einnig sem satíru á nútíma pólitík, og sem slík virkar hún vel, en þegar lengra líður á fer myndin að taka sig alltof alvarlega, og þá meina ég ''drama-þriller alvarlega.''

Tónn myndarinnar hleypur gjörsamlega út af kortinu, eins og best má sjá í völdum senum hjá Lauru Linney og Jeff Goldblum. Þetta er undarleg ákvörðun að skipta myndinni svona, og skil ég ekki alveg hvað Barry Levinson hafði í huga.

Leikstjórinn hefur reynst nokkuð mistækur í gegnum tíðina. Frábærir titlar eins og Rain Man, Wag the Dog og Vietnam hafa staðið upp úr, en í því miður situr hann jafnframt uppi með nokkra ferlega eins og Toys, Sphere og hina ávallt hroðalegu Envy. Robin Williams stendur sig samt vel í þessari mynd, þegar hann er bæði kómískur og alvarlegur. Hann ber heildina uppi, og þá rétt svo. Christopher Walken er líka alltaf nettur, en miklu betra á hann skilið.

Miðað við hversu mikið af góðu fólki er hér um að ræða, þá myndi ég segja að nánast allir ættu betra skilið en þetta. Jæja þá... Gat verið verra.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn