Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Það var nú ekki beint til að virkja munnvatnskirtlana að leikstjóri Daredevil myndi fá að spreita sig á annarri Marvel hetju. Ghost Rider, ásamt The Punisher, er ein af stærstu “anti-hetjum” í comic heiminum. Blöðin eru mikið lesin og fólk verður að skilja að það eru þúsundir aðdáenda sem er ekki sama um hvað verður um goðið á hvíta tjaldinu.
Því miður er þessi mynd léleg. Hún er eiginlega fáranlega léleg. Nicholas Cage virðist leiðast óvenju mikið, tæknibrellurnar eru slakar og vondi kallinn er það eftirminnilegur að ég er þegar búinn að gleyma honum. Svo snérist allt í kringum einhverja cheesy ástarsögu sem var þurr og leiðinleg. Ghozzzzt Rider er gott svefnmeðal, takið ½ skammt ef þið getið ekki sofnað.
Besta mynd síðari tíma
Mér fannst Daredevil góð og Ghost Rider enn betri, sérstaklega byrjunin. Mér finnst flott hvernig Mark tókst að breyta uppruna Ghost Riders, Johnny Blaze (Nicholas Cage) og gera að svo raunverulegum hlut, eða þannig. Ég er búinn að lesa Ghost Rider myndasögur og uppruninn á Ghost Rider þar vara bara frekar lélegur en Mark bjargaði því. Nick Cage er góður í hlutverki sínu sem Johnny Blaze, sem og Sam Elliot er frábær í sínu hlutverki sem vörður samningsins. Bardagarnir í myndinni eru samt soldið ''leim'' en eitthvað við myndina heillar mig upp úr skónum, svo ég verð að segja að þetta er einhver besta mynd síðari tíma.
Mér fannst Daredevil góð og Ghost Rider enn betri, sérstaklega byrjunin. Mér finnst flott hvernig Mark tókst að breyta uppruna Ghost Riders, Johnny Blaze (Nicholas Cage) og gera að svo raunverulegum hlut, eða þannig. Ég er búinn að lesa Ghost Rider myndasögur og uppruninn á Ghost Rider þar vara bara frekar lélegur en Mark bjargaði því. Nick Cage er góður í hlutverki sínu sem Johnny Blaze, sem og Sam Elliot er frábær í sínu hlutverki sem vörður samningsins. Bardagarnir í myndinni eru samt soldið ''leim'' en eitthvað við myndina heillar mig upp úr skónum, svo ég verð að segja að þetta er einhver besta mynd síðari tíma.
Stundum léleg, stundum skemmtileg
Ég tilheyri víst hinum veika minnihluta fólks sem að virkilega fílaði Daredevil (tékkið á Director's Cut útgáfunni - hún er klikkuð!), þannig að ég fór á Ghost Rider með þær vonir að leikstjórinn/handritshöfundurinn Mark Steven Johnson gæti virkilega komið með annað verðugt framlag til afþreyingarmyndageirans.
Viti menn, ég varð fyrir merkilegum vonbrigðum. Mér þykir samt einnig furðulegt að viðurkenna að myndin hafi verið nett skemmtileg á köflum, en yfir heildina var þessi mynd alveg djöfulli léleg (no pun intended). Það má þá eiginlega segja að þetta hafi verið einhver skemmtilegasta mynd sem hefur ollið mér vonbrigðum undanfarið. Handrit myndarinnar angar af klisjum og leiðinlegum formúlum í standard Hollywood-stíl. Handritið er þurrt og ómerkilegt; Of mikið af exposition umræðum sem að hreinlega drepa allan trúverðugleika myndarinnar. Annars efast ég um að þessi mynd hafi það markmið að bjóða upp á trúverðugleika. En engu að síður er takmarkað magn af vitleysu sem að heilinn getur tekið við í einu.
Hasar myndarinnar er svosem fínn og titilkarakterinn kemur einkum vel út. Nic Cage fær einnig að skemmta sér aðeins eftir hörmungardellur á borð við World Trade Center eða The Wicker Man. Sam Elliot fær annars heiðurinn á því að vera svalasti maðurinn á skjánum, og allt sem hann segir er töff, sama hversu lélegar línurnar hans eru. Leikstjórinn fær einnig plús fyrir þrælskemmtilega notkun á hinu klassíska lagi, Ghost Riders in the Sky. Skemmtilegt það.
Svona að megnu til, þá gat ég alveg haft gaman að ruglinu, en ég gat engan veginn neitað þeim kjánahrolli sem að læddist yfir mig á meðan myndinni stóð. En jæja, ekki get ég sagt að þessi mynd verði eitthvað minnistæð í Marvel mynda-seríunni, hvað þá þegar að litið er á helstu smelli ársins.
5/10
Ég tilheyri víst hinum veika minnihluta fólks sem að virkilega fílaði Daredevil (tékkið á Director's Cut útgáfunni - hún er klikkuð!), þannig að ég fór á Ghost Rider með þær vonir að leikstjórinn/handritshöfundurinn Mark Steven Johnson gæti virkilega komið með annað verðugt framlag til afþreyingarmyndageirans.
Viti menn, ég varð fyrir merkilegum vonbrigðum. Mér þykir samt einnig furðulegt að viðurkenna að myndin hafi verið nett skemmtileg á köflum, en yfir heildina var þessi mynd alveg djöfulli léleg (no pun intended). Það má þá eiginlega segja að þetta hafi verið einhver skemmtilegasta mynd sem hefur ollið mér vonbrigðum undanfarið. Handrit myndarinnar angar af klisjum og leiðinlegum formúlum í standard Hollywood-stíl. Handritið er þurrt og ómerkilegt; Of mikið af exposition umræðum sem að hreinlega drepa allan trúverðugleika myndarinnar. Annars efast ég um að þessi mynd hafi það markmið að bjóða upp á trúverðugleika. En engu að síður er takmarkað magn af vitleysu sem að heilinn getur tekið við í einu.
Hasar myndarinnar er svosem fínn og titilkarakterinn kemur einkum vel út. Nic Cage fær einnig að skemmta sér aðeins eftir hörmungardellur á borð við World Trade Center eða The Wicker Man. Sam Elliot fær annars heiðurinn á því að vera svalasti maðurinn á skjánum, og allt sem hann segir er töff, sama hversu lélegar línurnar hans eru. Leikstjórinn fær einnig plús fyrir þrælskemmtilega notkun á hinu klassíska lagi, Ghost Riders in the Sky. Skemmtilegt það.
Svona að megnu til, þá gat ég alveg haft gaman að ruglinu, en ég gat engan veginn neitað þeim kjánahrolli sem að læddist yfir mig á meðan myndinni stóð. En jæja, ekki get ég sagt að þessi mynd verði eitthvað minnistæð í Marvel mynda-seríunni, hvað þá þegar að litið er á helstu smelli ársins.
5/10
Talandi um hörmung, Ghost Rider er líklega versta mynd sem ég hef séð á árinu. Myndin feilar á karaktersköpun, handriti, spennu/hasaratriðum, leikstjórn, leikurum og mest af öllu, Wes Bentley sem Blackheart sem er um það bil hlægilegasti vondi kall sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmynd. Þetta er það léleg mynd að ég nenni varla að skrifa um það, ég vil fyrst og fremst koma fram öðru áliti á þessari mynd en hefur verið skrifað hér á undan. Myndin hefur mjög fáa góða kosti, en það eru yfirleitt kostir sem verða að engu, t.d Nicholas Cage sem sýnir fína frammistöðu til þess að byrja með en fer í ruslið lengra inn í myndina, tengist örugglega því að handritið var ömurlegt. Sama hvað einhver vill segja um þetta sé hasarmynd og þurfi ekki að vera gáfuleg þá er það ekki málið, Ghost Rider er ekki skemmtilega léleg, hún er einfaldlega léleg. Ghost Rider var sóun á pening og tíma og er ein versta mynd byggða á myndasögum sem ég hef séð, það er allavega mitt álit.
Sem mikill aðdáandi og virkur lesandi margs sem hefur komið frá bæði Marvel og Detective comics þá gleðst ég alltaf þegar ný ofurhetjumynd kemur í kvikmyndahús. Ghost rider er aftur á móti eitt af fáum fyrirbærum í Marvel heiminum sem ég hef ekki kynnt mér neitt en það hljómaði góðu að Mark Steven Johnson er í leikstjórasætinu en hann gerði einnig hina ágætu Daredevil hér um árið. Ghost rider finnst mér vera alveg jafn góð en hefur það samt fram yfir Daredevil að innihalda mun betri tónlist. Sagan segir frá Johnny Blaze(Nicolas Cage) sem selur djöfulinum(Peter Fonda) sál sína í skiptum fyrir frestun á dauða föður síns. Mörgum árum síðar þegar Blaze er orðinn áhættumótorhjólakappi að atvinnu innheimtur djöfullinn skuldina og Blaze breytist í skuggalega ófreskju á næturna til að fara með sálir hinna seku til helvítis. Ghost rider má flokkast undir vestra í nútímabúning í bland við gotneskan stíl jafnvel og gerir það myndina svo hraða, flotta og ljómandi skemmtilega. Nicolas Cage stendur sig frábærlega, þegar hann er Johnny Blaze er hann virkilega viðkunnalegur og þegar hann er Ghost rider er hann verulega svalur. Eva Mendes leikur kærustu hans og sleppur sæmilega frá því og Peter Fonda túlkar myrkrahöfðingjann mjög vel. Myndin lækkar þó í einkunn fyrir að sikksakka stundum úr alvarleika í fíflaskap og það ekki nógu sannfærandi og auk þess hittir húmorinn ekki alltaf í mark. Annars hefði ég gefið henni hærri einkunn. Þó á hún þrjár stjörnur fyllilega skilið og þessa ætla ég að sjá aftur. Fínt bíó.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Sony Pictures
Kostaði
$110.000.000
Tekjur
$228.738.393
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. febrúar 2007