Náðu í appið
10
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Fast and Furious 5 2011

(Fast Five)

Justwatch

Frumsýnd: 6. maí 2011

Feel the Speed. Feel the Rush.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Fyrrum löggan Brian O´Connor fer að vinna með fyrrum tugthúslimnum Dom Toretto, á öfugum enda laganna. Allt síðan Brian og Mia Toretto hjálpuðu Dom að flýja úr fangelsi, þá hafa þau farið yfir mörg landamæri til að sleppa undan réttvísinni. Nú eru þau komin með bakið upp að vegg í Rio De Janeiro í Brasilíu, og þau verða að ljúka einu verkefni... Lesa meira

Fyrrum löggan Brian O´Connor fer að vinna með fyrrum tugthúslimnum Dom Toretto, á öfugum enda laganna. Allt síðan Brian og Mia Toretto hjálpuðu Dom að flýja úr fangelsi, þá hafa þau farið yfir mörg landamæri til að sleppa undan réttvísinni. Nú eru þau komin með bakið upp að vegg í Rio De Janeiro í Brasilíu, og þau verða að ljúka einu verkefni í viðbót til að öðlast frelsi. Þau safna saman úrvalsliði kappakstursmanna til að mæta spilltum viðskiptajöfri sem vill þau öll dauð. Hann er þó ekki sá eini sem er á eftir þeim, því alríkislögreglumaðurinn harðskeytti Luke Hobbs er einnig á eftir þeim.... minna

Aðalleikarar

Skemmtilegt rugl
Fast Five er mun betri en hinar myndirnar í seríunni sem hafa aldrei verið neitt meira en fínar í mesta lagi. Fast Five er mun meiri spennu- og hasarmynd í stað þess að snúast bara í kringum götukeppnir og dansandi gellur, sem er fínt mál, ef það er ekki ofnotað með litlum sem engum söguþráð. Það hefur tíðkast í öllum myndunum og gæðin fóru bara eftir handritinu sem tóku sig oft aðeins of alvarlega.

Þessi tekur sig að vísu líka alvarlega en ekki jafn alvarlega og fyrsta, þriðja og fjórða. Fast Five er full af sjúkustu hasaratriðunum sem eru fáranleg og over-the-top. Það er góður hlutur og myndin er nánast non-stop frá byrjun til enda. Vin Diesel og Paul Walker eru harðir í myndinni, kannski ekki bestu leikararnir en það þarf heldur ekki. The Rock er grjótharður og fyndið að fylgjast með honum út alla myndina og línunum hans. Hann gjörsamlega rústar fólki!

Handritið er bull og samtölin ekkert spes og framvindan fyrirsjáanleg en hasarinn bætir upp fyrir svo mikið og tilgangslausar götukeppnir eru haldnar í lágmarki (eiginlega engar) sem er gott. Tónlistarvalið er ferskt og óvenju skemmtilegt.

7/10
Ef það kemur Fast Six eða hvað sem hún mun heita vona ég að non-stop hasar verði aftur aðalmálið, ekki eitthvað drama (halló, nr. 4)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heimskulega skemmtilegur hávaði
Fast Five er eina myndin í Fjúríus-seríunni sem ég myndi segja að væri almennilega þess virði að sjá og borga fullt verð fyrir. Ég bjóst aldrei við því að nota þessi orð því venjulega fara framhaldsmyndir meira sígandi í gæðum því meira sem númeraröðin hækkar. Mér finnst líka spes að geta sagt að þessi sé í alvörunni fyrirtaks skemmtun án þess að bæta því við að það sé bara vegna þess að þú brosir yfir hversu léleg samtölin eru eða hversu alvarlega hún tekur sig. Myndin er vissulega ekkert alltof vel skrifuð og tillit hennar til eðlisfræðilegra lögmála er heldur betur fjarverandi, en hins vegar gæti manni ekki verið meira sama því keyrslan er góð, söguþráðurinn sæmilega áhugaverður, persónurnar skemmtilegar (síðan hvenær??), hasarinn miklu flottari en áður fyrr og þar að auki hefur þessi ákveðinn kost sem ég get ekki sagt að hinar höfðu: Hún er hellað spennandi!

Ég er enn að reyna að trúa því að það séu heil 10 ár liðin frá því að fyrsta myndin kom út, en það er ekki hægt annað en að segja að þessi sería hafi átt undarlega þróun. Rennum aðeins yfir hana fyrst við erum á góðum tíma.

Sú fyrsta kom alveg upp úr þurru á sínum tíma og var í rauninni óformleg endurgerð á Point Break. Mér líkaði aldrei við hana, en af einhverjum ástæðum komst þessi mynd í guðatölu hjá meðaljónum. Tveimur árum seinna kom framhaldsmynd með lúðalegan titil sem margir hötuðu en ég komst þar (aftur) í minnihluta því mér fannst hún heimskulega fín, bara vegna þess að hún tók sig minna alvarlega og bauð upp á miklu betri bílahasar en hin gerði. Enginn nema Paul Walker vildi snúa aftur, því helmingurinn af leikaraliðinu taldi sig hafa margt betra að gera. Svo kom Tokyo Drift, sjálfstæða framhaldið sem flestir geispuðu í gegnum, þ.á.m. ég. Loksins tókst að sameina gömlu leikaranna á ný þremur árum síðar (í mynd sem bar sorglegasta titilinn af þeim öllum), einfaldlega vegna þess að þeir höfðu ekkert betra að gera. Líka einkennilegt hvernig þeim tókst nánast öllum að taka asnalegar ákvarðanir á feril sínum í millitíðinni. Sá eini sem átti staka mynd sem virkilega kom vel út var Walker í Running Scared. En allavega þá var Fast & Furious afar kraftlaus endurkoma. Eins hallærisleg og sú setning hljómar þá var ég öruggur um að serían væri löngu orðin bensínlaus.

Greinilega ekki...

Ég næ ekki alveg að átta mig á því hvað það er sem lætur þessa virka svona vel, og í samanburði við hinar er þetta hágæðaafþreying. Kannski fékk Justin Lin meira frelsi til að gera það sem hann vill eða kannski áttaði hann sig á því hvað bílaklámið var orðið þreytt. Í stað þess að einblína á götukeppnir, stelpur í bikiníum og endalaust drama þá skiptir þessi um gír (pun intended) og fjallar um eitthvað allt, allt annað. Ég hef persónulega ekkert á móti bílum og gellum í bikiníum, en hinar myndirnar voru oftast ekkert að nota þessa hluti rétt nema bara í skömmtum. Fast Five notar bíladelluna og gredduna sína sparlega, en hún er meira eins og pimpaða útgáfan af The Italian Job. Þar af leiðandi fjallar hún minna um fallegt fólk sem elskar bíla og meira um krimma sem nota bíla til að framkvæma hin ótrúlegustu verkefni. Leikstjórinn breytir nánast um bíógeira, og það er meira en hress tilbreyting, augljóslega.

Myndin hægir talsvert á sér í kringum miðjuna (kemur ekki á óvart þar sem ræman er 130 mínútur, sú lengsta í röðinni hingað til) en lokaspretturinn réttir því algjörlega við með sturluðum eltingarleik sem kemur blóðinu í gang. Þessi hasar er betri, trylltari og flottari en allt það sem hinar fjórar höfðu á boðstólnum til samans. Eyðilegging hefur aldrei verið jafn mikil heldur – og ég fíla það! Alveg sama hversu heimsk þessi mynd er (og reddingarnar í plottinu eru oft alveg ólýsanlega kjánalegar) þá verður hasarinn aldrei nokkurn tímann leiðinlegur. Atriðin inn á milli eru heldur ekki jafn óáhugaverð og maður heldur fyrst. Kannski er ég bara orðinn svona vanur þessum persónum en ég fylgdi þeim alla leið án þess að gnísta tönnum yfir samskiptum þeirra. Það er líka lúmskt gaman að sjá næstum því allar helstu persónurnar úr fyrri myndunum á einum stað (plús Dwayne Johnson – sem kemur sér fljótt vel fyrir). Brómantíkin er svo sannarlega til staðar, og hún er næstum því áþreifanleg.

Fast Five tekur sig kannski ekki mjög alvarlega, en hún tekur sig samt nógu alvarlega til að maður fyrirgefi ekki alla vitleysuna sem hún kemur með af og til. Þrátt fyrir það er þessi mynd stanslaust fjör sem gefur þér nákvæmlega það sem þú vilt, hvort sem þú ert aðdáandi seríunnar eða hasarfíkill almennt. Ef þú tilheyrir fyrri hópnum og ert ósammála því þá þýðir það að þú sækist í leiðinlega dramað, og þá get ég ekki hjálpað þér. Samt held ég að allir með heilbrigt vit geti verið á einu máli um að þessi sé – og verði alltaf – lang, LANG besta myndin af öllum fimm.

7/10

Þessi Justin Lin hefur mikið stokkið í áliti hjá mér á hlægilega stuttum tíma. Hann hefur leikstýrt nokkrum bestu þáttunum í Community og núna er hann farinn að sýna hæfileika fyrir hasar sem gætu jafnað Michael Bay á komandi árum. Sjáum til.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn