Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Escape from L.A. 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 24. september 1996

Snake Is Back.

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Það er árið 2013 og Snake Plissken er kominn aftur, en nú er það Los Angeles, en eftir röð jarðskjálfa er borgin búin að skiljast frá meginlandinu og er orðin eyja, eyja hinna fordæmdu. En eitthvað hefur farið úrskeiðis í siðferðinu, af því að dóttir forsetans hefur hlaupist á brott til Los Angeles, með kveikibúnað sem stjórnar stórhættulegu rafsegulvopni,... Lesa meira

Það er árið 2013 og Snake Plissken er kominn aftur, en nú er það Los Angeles, en eftir röð jarðskjálfa er borgin búin að skiljast frá meginlandinu og er orðin eyja, eyja hinna fordæmdu. En eitthvað hefur farið úrskeiðis í siðferðinu, af því að dóttir forsetans hefur hlaupist á brott til Los Angeles, með kveikibúnað sem stjórnar stórhættulegu rafsegulvopni, og Snake er skipað að ná kveikibúnaðinum til baka. Til að tryggja samstarfsvilja Snake þá er búið að græða sprengju inn í líkama hans með hættulegum vírus, sem mun sprautast inn í líkama hans eftir 9 klukkustundir. Þannig að Snake verður að stöðva illvirkjann Cuervo, sem plataði forsetadótturina til að stela kveikibúnaðinum, bjarga deginum og ná kveikibúnaðinum aftur. ... minna

Aðalleikarar


Árið 2000 aðskilur gífurlegur jarðskjálfti Los Angeles borg frá bandaríkjunum og gerir hana að eyju þar sem fólk er sent fyrir hina minnstu glæpi. Árið 2013 hafa fangarnir stofnað öflug hryðjuverkasamtök undir stjórn Cuervo Jones(George Corraface) og með hjálp hinnar svikulu forsetadóttur(A.J. Langer) taka í sína vörslu lítið tæki sem slekkur á orkuuppsprettum. Útlaginn og stríðshetjan Snake Plissken(Kurt Russell) er hafður uppi af bandarísku yfirvöldunum og dælt er í hann eitri(með útsmoginni leið) og hann sendur til L.A. til að ná í tækið og skila því. En Snake er með sínar eigin áætlanir í huga. Alveg hreint einhver allra besta mynd sem ég hef séð og svo stýlísk og svo undarleg að ég botna bara ekkert í því. Margir hafa haft orð á því að þessi mynd Escape from L.A. sé nánast endurgerð á fyrri myndinni Escape from New York en það fólk er bara að bulla því að þetta eru svo ólíkar myndir í svo marga staði. T.d. gerist New York á einum sólarhring en L.A. öll á sama kvöldinu, Snake fær níu og hálfan klukkutíma í L.A. og því er meira kapphlaup við tímann. Einnig er Snake hér orðinn eldri, reyndari og jafnvel hættulegri. Allt sem tengist þessari mynd er óaðfinnanlegt og endirinn er kröftugri en kjarnorkusprenging. Ég er ekkert að ýkja þegar ég segi að ég er í sjokki í hvert sinn sem ég er búinn að horfa á Escape from L.A. Hún er það mikil rússíbanaferð. John Carpenter hefur hérna gert að mínu mati einhverja bestu mynd sem gerð hefur verið. Og Escape from New York er ekkert síðri, eiginlega á ég mjög erfitt með að gera upp á milli þessara tveggja mynda þó svo að L.A. kafar dýpra í Snake Plissken sem karakter. Snake er einhver allra mesti töffari sem um getur. Það bara er eitthvað við þennan mann sem heillar mig svona rosalega. Fullt hús, fjórar stjörnur. GEÐVEIK MYND!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fyrir áhugamenn um B-myndir sem sáu undanfarann, Escape from New York, er þessi skylduáhorf. Karakter Kurt Russell, Snake Plissken, var svalur í Escape from New York og að sjá hann endurvakinn eftir að straumar og stefnur í kvikmyndagerð hafa breyst er algjör snilld. John Carpenter og Russell virðast gera í því að láta hann vera eins og í gamla daga sem gerir hann svo ægilega hallærislegan að maður getur ekki annað en skemmt sér yfir myndinni. Það liggur við að hann komist hringinn í hallærinu og manni finnist Snake vera orðinn svalur aftur í enda myndarinnar. Söguþráðurinn er hæfilega þunnur og er John Carpenter með puttana í tónlist myndarinnar eins og í öllum sönnum Carpenter myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja... Í Escape from L.A. hefur jarðskjálfti gerst á kaliforníu sem skar hana út frá bandaríkjunum þannig að Los Angeles borgin er orðin eyja sem er notuð til að hýsa dæmda glæpamenn. Sú ógæfa gerist er að dóttir Bandaríkjaforseta hefur verið tæld á tálar af aðal glæpamanninum í borg englanna og flutti hún til hans. Eini vandinn er sá að hún tók með sér tæki sem hefur það afl að taka allt rafmagnið af heiminum. Björgunarleiðangur Bandaríkjamanna mistekst og þá hafa þeir engann annan kost en að biðja Snake Plissken til að bjarga forsetadótturinni og ná þessu stórhættulega tæki. Myndin er ekki mjög góð en Kurt Russell heldur henni uppi vegna frábærs leiks eins og venjulega hjá þessum leikara. Tvær stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er hið fínasta sorp og hrein unun á að horfa þess vegna. Kurt Russel bregður sér aftur í hlutverk Snake Plissken, sem margir þekkja úr Escape from New York, einni ofmetnustu mynd kvikmyndasögunnar. Söguþráðurinn er vitlausari en tárum taki og verður ekki tíundaður hér, en fyrir áhugamenn um lélegar myndir er þessi mynd algert möst og jafnvel að menn skelli uppúr annað veifið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst alls ekki við neinu þegar ég horfði á þessa mynd og ég fékk heldur ekki neitt. Þessi mynd er hreint út sagt ömurleg. Í fyrsta lagi gekk plottið alls ekki upp, í öðru lagi var leikstjórnin hræðileg (sem er óvenjulegt miðað við að Halloween og The Thing eru frá sama leikstjóra) og síðast en alls ekki síst gerði Kurt Russell endanlega út af við myndina með leik sínum sem var hreint út sagt hlægilegur! Ég skil ekki svona. Hvað var verið að reyna?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn