Enemy of the State
1998
It's no persecution complex - They're really after you.
132 MÍNEnska
70% Critics
78% Audience
67
/100 Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C. Hann er kominn á slóð höfuðpaurs glæpasamtaka sem kallast Pintero. Á meðan er stjórnmálamaðurinn Thomas Reynolds að semja við þingmanninn Phillip Hammersley, um nýtt eftirlitskerfi með gervihnöttum úti í geimnum.
Hammersley hafnar samningnum, og Reynolds lætur myrða Hammersley,... Lesa meira
Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C. Hann er kominn á slóð höfuðpaurs glæpasamtaka sem kallast Pintero. Á meðan er stjórnmálamaðurinn Thomas Reynolds að semja við þingmanninn Phillip Hammersley, um nýtt eftirlitskerfi með gervihnöttum úti í geimnum.
Hammersley hafnar samningnum, og Reynolds lætur myrða Hammersley, en morðið næst á vídeó og nú þarf að koma því fyrir kattarnef. Sá sem hefur myndbandið undir höndum kemur því á Dean, án þess að hann viti af því, og nú fer leyniþjónustan að gera honum lífið leitt, og líf hans byrjar að hrynja í sundur, eiginkonan farin og vinnan líka.
Dean vill vita hvað er í gangi og hittir nú mann að nafni Brill, sem segir honum að Dean sé með nokkuð sem yfirvöldum vanti. Nú gera þeir Dean og Brill áætlun um hvernig þeir geti endurheimt líf Dean, og hefnt sín á Reynolds um leið.
... minna