Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Enemy of the State 1998

It's no persecution complex - They're really after you.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 67
/100

Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C. Hann er kominn á slóð höfuðpaurs glæpasamtaka sem kallast Pintero. Á meðan er stjórnmálamaðurinn Thomas Reynolds að semja við þingmanninn Phillip Hammersley, um nýtt eftirlitskerfi með gervihnöttum úti í geimnum. Hammersley hafnar samningnum, og Reynolds lætur myrða Hammersley,... Lesa meira

Robert Dean er ljúfur og góður lögfræðingur sem vinnur í Washington D.C. Hann er kominn á slóð höfuðpaurs glæpasamtaka sem kallast Pintero. Á meðan er stjórnmálamaðurinn Thomas Reynolds að semja við þingmanninn Phillip Hammersley, um nýtt eftirlitskerfi með gervihnöttum úti í geimnum. Hammersley hafnar samningnum, og Reynolds lætur myrða Hammersley, en morðið næst á vídeó og nú þarf að koma því fyrir kattarnef. Sá sem hefur myndbandið undir höndum kemur því á Dean, án þess að hann viti af því, og nú fer leyniþjónustan að gera honum lífið leitt, og líf hans byrjar að hrynja í sundur, eiginkonan farin og vinnan líka. Dean vill vita hvað er í gangi og hittir nú mann að nafni Brill, sem segir honum að Dean sé með nokkuð sem yfirvöldum vanti. Nú gera þeir Dean og Brill áætlun um hvernig þeir geti endurheimt líf Dean, og hefnt sín á Reynolds um leið. ... minna

Aðalleikarar


Það er eitthvað sem mér finnst heillandi við þessa mynd. Kanski er það þessi conspiracy theory hugmynd um að ríkistjórnin hafi mann í styttri ól en maður heldur sem ég fýla en það er eitthvað við hugmynd myndarinnar sem ég hef gaman af. Tony Scott er orðinn ansi góður í að gera skemmtilegar spennumyndir þó þær séu misgóðar og er hann langt á eftir stóra róður sínum Ridley Scott hvað varðar myndir en hann gerir engu að síður ágætis myndir. Will Smith og Gene Hackman standa fyrir sínu eins og vanalalega og smellpassar Gene í hlutverk sitt sem fyrrverandi NSA tölvunörd. Þetta er ágætis vitleysa ef maður ef maður leyfir sér að njóta myndarinnar og er ekkert að pæla alltof mikið í smáatriðunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin hefst á því að þingmaður einn er drepinn af yfirmanni leyniþjónustunnar, Thomas Reynold, Jon Voight. Fuglaskoðari sem síðar skoðar myndavélina sína sér að myndavélin hefur tekið upp morðið. Hann setur myndirnar í tölvudiskling og reynir að flýja með hann. En leyniþjónustan er komin á sporið og drepur hann. En áður en hann er drepinn kemur hann disklingnum til skila til vinar síns, lögfræðingsins Robert Clayton Dean, Will Smith, án þess að hann hafi nokkra hugmynd um það. Nú er hann sá hundelti og neyðist hann til að leita á náðir dularfulls manns, Brill, Gene Hackman, til þess að snúa vörn í sókn. Enemy of the State er í senn hörkuspennandi mynd og kröftug ádeila á friðhelgi einkalífs. Myndin er vel skrifuð og hefur þann hraða í allri frásögn sem einkennir myndir frá Jerry Bruckheimer og þann kraft sem einkennir Tony Scott. Leikararnir standa sig allir prýðilega. Will Smith sannar endanlega að hann er hinn fínasti leikari og Gene Hackman er frábær að vanda sem hinn geðstirði en réttláti Brill. Jon Voight er síðan ábúðarmikill sem hinn illi Reynolds. Myndin notast mikið við tökur frá gervitunglum og er það einkar vel útfært. Það, pottþétt leikstjórn, traust handrit og góður leikur gerir Enemy of the State að mjög góðri spennumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það eru þeir Will Smith, Gene Hackman og Jon Voight sem fara með aðalhlutverkin í þessum hörkutrylli leikstjórans Tonys Scott. Myndin hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og naut mikillar hylli fjölmargra kvikmyndahúsagesta enda er hér um að ræða spennumynd eins og spennumyndir eiga að vera! Robert Clayton "Will Smith" er ungur lögfræðingur í Washington sem gengur vel í starfi og lifir hamingjusömu fjölskyldulífi. En eins og hendi væri veifað á líf hans eftir að snúast upp í algjöra martröð þegar hann fær til varðveislu sönnunargögn sem bendla eina leynilegustu öryggissveit Bandaríkjanna og yfirmann hennar, Thomas Reynolds "Jon Voight", við morð. Sá sem var myrtur var þingmaður "Jason Robards" sem neitaði að staðfesta ný lög sem vörðuðu öryggismál. Þeir sem myrtu hann áttuðu sig hins vegar ekki fyrr en of seint að morðið var tekið upp á filmu af fuglafræðingi sem staddur var nærri morðstaðnum af tilviljun. Og áður en morðingjarnir ná að "útmá" hann tekst honum að koma filmunni til Roberts. Þar með hefst martröðin í lífi Roberts. Honum tekst að komast undan í bili, en hin leynilega sérsveit hefur yfir að ráða öflugri upplýsingatækni og getur að vild þurrkað út líf hvers manns úr öllum tölvum ríkisins svo hann getur hvergi leitað sér skjóls. Það eina sem Robert getur gert er að leita eftir aðstoð dularfulls fyrrverandi gagnnjósnara sem kallar sig Brill "Gene Hackman" og er öllum hnútum kunnugur í innviðum leyniþjónustunnar. Saman verða nú þessir menn að berjast við sérsveit sem virðist hafa líf þeirra í höndum sér. Stórkostleg og vönduð hasarmynd sem skartar óskarsverðlaunaleikurunum Voight, Hackman og Robards og hörkugóðum Smith. Ég gef "Enemy of the State" þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög vel skrifaður thriller, þar sem er tekið á samsæri í bandarísku ríkisstjórninni enn og aftur. Skemmtilega útfærð af hálfu leikaranna líka. Will Smith, sem er mjög venjulegur maður, lendir í því að vera hundeltur af bandarísku ríkisstjórninni eins og áður sagði, vegna hluts sem hann veit ekki að hann hefur. Þetta er allt gert í þágu þjóðar öryggis, eða, það segja þeir amk. Mjög skemmtileg og vel skrifuð mynd, og mæli ég með henni handa, ja, nánast öllum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hreint út sagt FRÁBÆR mynd. Leikurinn er frábær (enda eru Gene Hackman og Will Smith frábærir leikarar). Ég mæli eindregið með að sjá hana. Frábær mynd!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn