Náðu í appið
Öllum leyfð

The Parent Trap 1998

(Disney's The Parent Trap)

Frumsýnd: 23. október 1998

Twice the Fun, Double the Trouble.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Tvær litlar stúlkur fara í sumarbúðir í Maine í Bandaríkjunum, þær eru báðar rauðhærðar og ótrúlega líkar. Þar sem þær sitja af sér refsingu fyrir slæma hegðun og byrja að skiptast á skoðunum og upplýsingum komast þær að því að þær eru tvíburar. Þær voru skildar að sem kornabörn þegar foreldrar þeirra skildu. Annie ólst upp með Elizabeth... Lesa meira

Tvær litlar stúlkur fara í sumarbúðir í Maine í Bandaríkjunum, þær eru báðar rauðhærðar og ótrúlega líkar. Þar sem þær sitja af sér refsingu fyrir slæma hegðun og byrja að skiptast á skoðunum og upplýsingum komast þær að því að þær eru tvíburar. Þær voru skildar að sem kornabörn þegar foreldrar þeirra skildu. Annie ólst upp með Elizabeth móður þeirra í London en Hallie á búgarði í Kaliforníu með föður þeirra, Nick. Þær verða í senn glaðar og hissa. Báðar hafa alltaf saknað hins foreldrisins og langað til að kynnast því. Eftir örlitlar vangaveltur ákveða þær að skipta um heimili án þess að segja neinum frá. Annie kennir Hallie breskan framburð til að ekki komist upp um þær þegar hún kemur til London og Hallie sér einnig til þess að Annie nái góðum bandarískum framburði áður en hún hittir pabba þeirra í Kaliforníu. Áætlun þeirra heppnast og í fyrstu grunar engan neitt. Leikar fara svo að æsast þegar Annie kemst að því að faðir þeirra ætlar að giftast Meredith nokkurri, sem er dæmigert flagð undir fögru skinni og sækist einungis eftir auðævum hans. Tvíburarnir taka til sinna ráða enda staðráðnar í að ef þeim takist að láta foreldrana hittast verði þau ástfangin aftur og taki saman.... minna

Aðalleikarar


Þetta er geðveikt skemmtileg mynd af mínu mati ég mæli hiklaust með henni.Annie og Hallie eru tvær stelpur sem hittast í sumarbúðum og komast að því að þær eru tvíburar.. Þær hafa aldrei hist áður og vissu hvorugar að þær ættu aðra systur. Þær skipta láta hallie fara til mömmu sinnar og annie til pabba sins .. Ætla ekki að segja meira það eyðileggur bara fyrir ikkur :O)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Parent trap fjallar um stelpurnar Annie og Hallie. Þær eru tvær stelpur sem hittast í sumarbúðum og komast að því að þær eru tvíburar. Hallie hefur aldrei kynnst mömmu sinni og Annie hefur varla heyrt talað um pabba sinn. Þar sem þeim hefur alltaf dreymt um að hitta hitt foreldrið ákveða þær að skipta um hlutverk og koma foreldrum sínum aftur saman. En þegar ,,Hallie'' kemur aftur til pabba síns kemst hún að því að hann er að fara að gifta sig annarri konu sem er alls ekki viðkunnarleg. Þá flækjast málin heldur betur. Ágætis afþreying af söguþræði sem maður hefur séð nokkrum sinnum áður þannig að hún fær tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Parent Trap er úrvals mynd, sem ekki bara börn geta haft gaman af. Aðalleikkonan, sem leikur tvíburasysturnar, stendur sig með mikilli prýði, og allar aukapersónur eru ágætlega gerðar, sérstaklega breski brytinn og ameríska ráðskonan sem náðu saman í lokin. Mynd sem kemur ekki á óvart en er mjög skemmtileg, fyndin og vel gerð. Góð fyrir alla aldurshópa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær fjölskyldumynd. Stúlkan sem leikur tvíburana á mikið lof skilið leikur af miklu öryggi. Fullt af skemmtilegum aukapersónum. Dóttir mín átta ára getur horft á þessa mynd aftur og aftur. Mæli með þessari, yndisleg mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn