Aðalleikarar
Leikstjórn
Þetta er geðveikt skemmtileg mynd af mínu mati ég mæli hiklaust með henni.Annie og Hallie eru tvær stelpur sem hittast í sumarbúðum og komast að því að þær eru tvíburar.. Þær hafa aldrei hist áður og vissu hvorugar að þær ættu aðra systur. Þær skipta láta hallie fara til mömmu sinnar og annie til pabba sins .. Ætla ekki að segja meira það eyðileggur bara fyrir ikkur :O)
Parent trap fjallar um stelpurnar Annie og Hallie. Þær eru tvær stelpur sem hittast í sumarbúðum og komast að því að þær eru tvíburar. Hallie hefur aldrei kynnst mömmu sinni og Annie hefur varla heyrt talað um pabba sinn. Þar sem þeim hefur alltaf dreymt um að hitta hitt foreldrið ákveða þær að skipta um hlutverk og koma foreldrum sínum aftur saman. En þegar ,,Hallie'' kemur aftur til pabba síns kemst hún að því að hann er að fara að gifta sig annarri konu sem er alls ekki viðkunnarleg. Þá flækjast málin heldur betur. Ágætis afþreying af söguþræði sem maður hefur séð nokkrum sinnum áður þannig að hún fær tvær stjörnur.
The Parent Trap er úrvals mynd, sem ekki bara börn geta haft gaman af. Aðalleikkonan, sem leikur tvíburasysturnar, stendur sig með mikilli prýði, og allar aukapersónur eru ágætlega gerðar, sérstaklega breski brytinn og ameríska ráðskonan sem náðu saman í lokin. Mynd sem kemur ekki á óvart en er mjög skemmtileg, fyndin og vel gerð. Góð fyrir alla aldurshópa!
Frábær fjölskyldumynd. Stúlkan sem leikur tvíburana á mikið lof skilið leikur af miklu öryggi. Fullt af skemmtilegum aukapersónum. Dóttir mín átta ára getur horft á þessa mynd aftur og aftur. Mæli með þessari, yndisleg mynd...
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Adriana Barraza, Nancy Meyers, David Swift
Framleiðandi
Walt Disney Productions
Kostaði
$15.000.000
Tekjur
$92.108.518
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
23. október 1998
VHS:
14. júní 1999