Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Something's Gotta Give 2003

Frumsýnd: 6. febrúar 2004

128 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 72% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Hinn sextíu og þriggja ára gamli hip hop hljómplötuframleiðandi Harry Sanborn, hefur orð á sér fyrir að fara eingöngu út með sér miklu yngri konum, og skiptir ört um félaga. Hann fer með nýjustu konunni í lífi sínu, Marin, í strandhús í eigu móður hennar yfir helgina, en það kemur babb í bátinn þegar móðirin, Erica, vinsælt leikritaskáld, birtist... Lesa meira

Hinn sextíu og þriggja ára gamli hip hop hljómplötuframleiðandi Harry Sanborn, hefur orð á sér fyrir að fara eingöngu út með sér miklu yngri konum, og skiptir ört um félaga. Hann fer með nýjustu konunni í lífi sínu, Marin, í strandhús í eigu móður hennar yfir helgina, en það kemur babb í bátinn þegar móðirin, Erica, vinsælt leikritaskáld, birtist óvænt. Þegar Harry fær hjartaáfall þegar hann er í miðjum klíðum með Marin, þá er hann skyndilega fastur í húsinu með Erica til að hjúkra sér. Eftir því sem þau kynnast hvoru öðru betur þá byrjar eitthvað að gerjast á milli þeirra, en ungi læknirinn sem er að sinna honum, er einnig farinn að reyna við Erica, og þar með að veita Harry mikla samkeppni. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Something's gotta give er mynd sem ég forðaðist lengi. Þó svo ég er mikill Jack Nicholson fan, þá var það eitthvað við coverið á myndinni sem benti til þess að þetta væri the ultimate chick flick. En allt kom fyrir ekki og endaði ég að horfa á alveg meiriháttar góða gamanmynd, sem hentar öllum. En þótt hún hafi þennan týpíska endi sem einkennir allar ástarsögur, þá bætir myndin það upp með alveg meiriháttar góðum húmor og frábærum samleik frá Jack Nicholson og Diane Lane. Svo eru góðir leikarar í skemmtilegum aukahlutverkum. Francis Mcdormand er sú skásta af þeim öllum og er fín. Amanda Peet er mjög lítið í myndinni og eiginlega tilgangur hennar í myndinni er einfaldlega til að vekja athygli hjá körlunum, og nær hún því ágætlega í einu atriðinu. Keanu Reeves er bara svona mellow eins og hann er oftast. Það getur vel verið að sagan og handritið hefði mátt bæta eitthvað, en það ætti ekki að skipta máli. Ef þú getur skemmt þér yfir henni, þá ætti allt annað að skipta engu máli. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin fannst mér frekar sæt og Jack Nicholsson er frekar góður í henni en mér fannst nú samt Diane Keaton betri og hún leikur yfirleitt að mínu mati skemmtilegar persónur. Gaman að sjá að ástin er ekki bara fyrir ungt fólk :)


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd alveg geðveik, enda mikill aðdáandi Jack Nicholson. Mér fannst hún fyndin alla myndina í gegn og þetta er svona ein af þeim sem manni langar að horfa á aftur.


Ef ykkur vantar góða mynd til þess að taka á leigunni á laugardagskvöld þá mæli ég eindregið með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd sú allra leiðinlegasta mynd sem ég hef farið á í bíó. Ég beið bara eftir að myndin kláraðist. Myndin fjallar um gamlan mann sem deitar aðeins ungar stelpur. Hann kynnist svo mömmu einnar stelpu sem hann er að deita og verður ástfanginn af henni (mjög fyrirsjáanlegt). Myndin heldur svo þannig áfram, saman og ekki saman. Mjög leiðinleg og langdregin mynd og ég mæli alls ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er nú sönn rómantísk/gamanmynd. Með því meina ég að þetta hefur stimpil á sér sem segir: hefur verið gert áður. Ekkert nýtt og Jack Nicholson. En hún var alls ekki alvond. Þó að upprunalega hugmynd myndarinnar er gömul og aum þá er bætt við smá frumleika til að gera söguna eitthvað betri. Jack Nicholson leikur mjög vel eins og oftast sem gamall kall í þessu post-midlife crisis sem fellur fyrir móður kærustu sinnar sem Keaton leikur líka eins og Jack mjög vel. Keanu Reeves leikur eitt aðalhlutverkanna og var fyndið að sjá Neo í læknisfötum að EKKI vera að lemja vondu kallana og segja ´Yeah´ við hverja einustu fullyrðingu. Hann lék bara vel, ég kvarta ei. Something´s Gotta Give er mynd sem móðir mín myndi fíla mun meir þar sem ég er nú ekki þannig manneskja fyrir svona myndir. Ég tel þessa mynd alveg áhorfanlega og það er alveg hægt að sjá hana einu sinni án þess að leiðast. Það eru margir góðir brandarar og Jack Nicholson heldur myndinni uppi mest allan tímann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn