Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ok,áður enn ég byrjaði að horfa á þessa mynd þá bjóst ég við að þessi mynd væri fyndin og kannski smá hnitmiðuð. Enn nei nei ég komst bara að því þetta var einabrandaramynd með viðbjóðslegri væmni á endanum og ég held að Mel Gibson hafi aldrei verið jafn leiðinlegur. Bara SÓ SORRY!!
Þessi mynd fjallar um Nick (Mel Gibson) sem er þvílík karlremba og vinnur á auglýsingastofu. Ein kona fær svo starfið sem hann átti að fá. Gerist svo eitt atvik og eftir það fer hann að heyra hugsanir kvenna. Í fyrstu finnst honum þetta frekar óþægilegt en svo fer hann til sálfræðing og segir hún honum að nota þennan einstaka hæfileika. Nú stelur hann hugmyndum frá konunni sem fékk starfið sem hann átti að fá eða Darcy McGuire sem Helen Hunt og sýnir þær alltaf á undan og eftir þetta er rekið Darcy en þá segir hann allt það létta við yfirmann sinn sem rak hana en hann gerir sér nú grein fyrir því að meðan hann stal hugmyndum þá varð hann ástfanginn af Darcy en svo missir hann þennan hæfileika en lærði eftir þetta að skilja konur og var ekki framar þessi karlremba en farið á þessa mynd hún er rómatísk en samt er hún góð þótt það sé nú skrítið en maður getur af og til farið að hlæja eða glotta þótt þetta sé ekki svona hinn magnaða grínmynd.
Þetta er ákaflega skemmtileg mynd. Langi þig að hlæja skemmta og þér í bíó eitt kvöld, þá er þetta kjörið tækifæri. Hlátur bíógesta þetta kvöld var dillandi og skemmtilegur - ég naut hverrar mínútu.
Það má með sanni segja að Mel Gibson sé að reyna að gjöreyðileggja feril sinn sem leikari. Í það minnsta er hann á leið í svipaða lægð og John Travolta fór í um miðbik níunda áratugarins sem stóð alveg þangað til hann lék í Pulp Fiction. Þessi kenning er byggð á alltof langri röð vondra mynda sem hann hefur leikið í síðastliðinn misseri. Þessi mynd er sennilega sú slakasta hans hingað til. Þetta er fimmta flokks bandarísk ástarvella með agnarlitlu gamansömu ívafi. Mel leikur svo sem þokkalega sem og Helen Hunt sem fer með hitt aðalhlutverkið í myndinni. Helen Hunt virðist ætla að hrifsa titilinn af Meg Ryan um hver leikur í flestum ástarvellumyndum, og ekki er hægt að segja annað en að þessi mynd hjálpi til við það. Í fyrri hluta myndar er hægt að brosa út í annað við og við en fljótlega hætta þær stundir og koma og eftir situr þjáning og volæði. Ekki get ég þó sagt til um endinn þar sem ég slökkti þegar um það bil 5 mín. voru til enda myndarinnar, ég þoldi bara ekki meira. Mynd sem er í það minnsta ekki fyrir alvöru karlmenn!
Ágætis hugmynd af mynd en ílla framkvæmnd. Leiðileg og væmin. Sorry.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Paramount Pictures
Kostaði
$70.000.000
Tekjur
$374.111.707
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
16. febrúar 2001
VHS:
22. ágúst 2001