Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

Bringing Out the Dead 1999

Justwatch

Frumsýnd: 4. febrúar 2000

Saving a Life is the ultimate rush

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 73% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Myndin gerist um Páska. Frank er sjúkraliði í Manhattan og vinnur í tveggja manna teymi í sjúkrabíl. Hann er útbrunninn, úttaugaður og þreyttur, og sér drauga, sérstaklega unga konu sem honum tókst ekki að bjarga sex mánuðum áður, og hann er ekki lengur fær um að bjarga fólki: hann færir inn hina látnu. Fylgst er með honum í þrjú kvöld, og alltaf með... Lesa meira

Myndin gerist um Páska. Frank er sjúkraliði í Manhattan og vinnur í tveggja manna teymi í sjúkrabíl. Hann er útbrunninn, úttaugaður og þreyttur, og sér drauga, sérstaklega unga konu sem honum tókst ekki að bjarga sex mánuðum áður, og hann er ekki lengur fær um að bjarga fólki: hann færir inn hina látnu. Fylgst er með honum í þrjú kvöld, og alltaf með nýjum félaga: Larry sem hugsar um kvöldmatinn, Marcus, sem horfir til Jesús, og Tom sem lúskrar á fólki þegar það er lítið að gera. Frank verður vinur dóttur hjartasjúklings sem kemur inn; hún heitir Mary, er fyrrum dópisti, reið útí föður sinn en vonar að hann lifi af. Frank reynir að láta reka sig, reynir að hætta, og kemur alltaf til baka, til að vinna og til Mary, til að reyna að endurfæðast.... minna

Aðalleikarar


Það er bara sorglegt hvað fólk er að rífa þessa mynd í sig og hlífa engu.

Það er rétt það sem einhverjir segja þetta er eins og E.R þáttur frá helvíti.

Þegar maður sér þessa mynd líður manni eins og maður sé í vímu maður er alveg langt í burtu frá raunveruleikanum og er eitthvað dissaður og ég varð fárveikur(ekki kveð eða þannig) eftir að ég sá þessa mynd og það á afmælinu mínu.

Mér leið virkilega illa og maður lifir sig 100% inn í myndina.

Hún lýsir nokkrum sólarhringum í lífi sjúkraliða í new york og um dópistina og öll önnur freakin sem þeir þurfa að umgangast.

Átakanleg mynd(ekki ógeðsleg)og mynd og manni líður illa þegar maður horfir á hana

en þið verðið að sjá þetta listaverk.

Martin Scorses leikstýrir og Nicholas Cage leikur aðalhlutverkið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í nær alla staði HÖRMULEG mynd, ég hefði labbað út ef Ving Rhames hefði ekki komið rétt fyrir hlé og þessi mynd fær þetta litla sem hún fær fyrir Ving Rhames og Tom Sizemore sem var ágætur líka. En myndin í heild sinni og ég tala nú ekki um Nicholas Cage eru argasti viðbjóður og allt mitt traust á honum og Scorcese hvarf með þessu ógeði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Án efa allra leiðinlegast mynd sem ég hef séð með nicolas cage, cage leikur sjúkraflutningamann sem er búinn að vaka stanslaust í marga klukkutíma og þráir ekkert heitar en svefn, mikið er að gerast í borginni og þeir missa hvern manninn á fætur öðrum og er nokkurn vegin alveg sama, hryllilega leiðinleg mynd sem enginn ætti að sjá
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leigði þessa mynd á spólu um daginn. Ekki möguleiki að hún gæti verið leiðinleg, Martin Scorsese að leikstýra. En annað kom á daginn. Myndin var svo leiðinleg að ég virkilega íhugaði að hætta að horfa þegar 20 mínútur voru eftir, en hugsunin um að eitthvað áhugavert gæti gerst í lokin sem redda myndi myndinni hélt mér við sjónvarpið. En þetta hélt bara áfram að vera hugsun því myndin endaði eins og hún var allan tímann: drepleiðinleg. Scorsese virðist hafa reynt að skapa íburðarmikið og sláandi sjónarspil, en varúð, það eina sem hann skapaði var kaos. Því miður, en það bara virkar ekki. Myndin er einhvern vegin laus við allan söguþráð og er bara einfaldlega ruglandi og óáhugaverð. Ég hef ekkert á móti myndum sem er tiltölulega erfitt að fylgja eftir sögufléttunni, en í fullri hreinskilni, þá er ekki nógu mikið að gerast í myndinni sem kveikir forvitni manns. Mjög mikil vonbrigði. Er það virkilega satt að þessari mynd var leikstýrt af sama hæfileikaríka manni og gerði Goodfellas, Taxi Driver, Raging Bull, Cape Fear og Mean Streets??? Maður myndi að minnsta kosti ekki giska á það eftir að hafa horft á þessa mynd.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg þokkalega góð mynd. Nicolas Cage er ágætur í myndinni en Ving Rhames stendur sig alltaf jafn vel og sömuleiðis John Goodman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn