Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Swimfan 2002

(Swimf@n)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. nóvember 2002

Obsession. Betrayal. Revenge. Some girls have all the fun.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Ben Cronin er með allan pakkann, og vinirnir öfunda hann: æðislega kærustu, og hann á stefnumót við menn sem eru að leita að efnilegum sundmönnum fyrir Stanford háskólann. En þetta er ekki auðvelt; Ben þarf að æfa af kappi, vinna á spítalanum og finna tíma fyrir kærustuna, Amy. Frábært líf hans verður fyrir truflun þegar Madison Bell mætir á svæðið.... Lesa meira

Ben Cronin er með allan pakkann, og vinirnir öfunda hann: æðislega kærustu, og hann á stefnumót við menn sem eru að leita að efnilegum sundmönnum fyrir Stanford háskólann. En þetta er ekki auðvelt; Ben þarf að æfa af kappi, vinna á spítalanum og finna tíma fyrir kærustuna, Amy. Frábært líf hans verður fyrir truflun þegar Madison Bell mætir á svæðið. Hún rennir strax hýru auga til Ben. Fyrstu kynni þeirra eru saklaus, en Madison vill meira.... minna

Aðalleikarar


Alveg ágæt mynd en allt þetta ástarrugl skemmir myndina fullkomlega þannig að hún missir hálfa stjörnu fyrir það drasl. Ben Cronin gengur vel í lífinu og kemst í gegnum háskóla með því að vera mjög góður í sundi. En einn daginn birtist stelpa nokkur inn í líf hans. Hún byrjar að fara að jagast í honum alla daga og allar nætur eftir að þau kysstust eða eitthvað (sem er málið sem skemmir myndina). En eftir það byrjar allt líf hans að fara niður og hún segir öllum að þau kysstust og eitthvað og þá segir kærasta Bens upp við hann og allt fer meira niður og niður. Það er þá komið í ljós að þessi stelpa er geðveik þegar hún drepur vin hans og kemur sökinni á hann en hann þarf að sanna sakleysi sitt. Ekkert það sérstök mynd en alveg ágæt en hún minnir allt of mikið á Fatal Attraction.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er fín mynd, takk fyrir!!! Allir skila sínu sem best... nema come on... stelpan sem á að vera rosalega sæt er reyndar frekar ómyndarleg!! kærasta stráksins ætti því frekar að vera í því hlutverki, en annars mæli ég nú alveg með henni og fannst mjög gaman að hrofa á hana (: jáms, og mæli með að aðrir geri hið sama... þetta er nú samt ekkert snilldarverk, en mjög nice mynd að mínu mati (:
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

11. september íslenskrar kvikmyndasögu skall á þann 24.nóvember síðastliðinn þegar einni kvikmynd var flogið inn í mitt Smárabíó með þeim afleiðingum að ég og án efa fleiri kvikmyndahúsagestir, munu fara með mikilri varkárni í bíó aftur.


Umrædda kvikmynd heitir Swimfan eða Sundaðdáandinn og er maður nú lítið að spá í hvers kyns bíómynd er á ferðinni þegar maður lætur kærustuna sína ráða ferðinni en það sorglega er að það var ég sem valdi þessa mynd og hef ég oftast skellt mér á hvaða myndir sem er með stuttum fyrirvara.


Hér hélt ég að væri á ferðinni mögnuð spennumynd með Nicholas Cage hoppandi úr þyrlu ofan á húsþak til að reyna að afstýra því að vondi karlinn myndi sprengja um ráðstefnuhöllina í L.A. og hreinlega allur pakkinn en þvílíkar ranghugmyndir.


Eftirvænting um góða spennumynd breyttist í martröð þegar ég sá að í öllum helstu hlutverkum voru væmnir strákar, klipptir út úr dönsku unglingatímariti og það fyrsta sem ég sá fyrir mér var peningurinn sem ég borgaði í miðasölunni.... ég hefði þess vegna getað kveikt í honum.


Ég vissi alveg í hvað stefndi með myndina þannig og það litla sem ég sá af myndinni var hörmung og ég gat ekki einu sinni sofnað fyrir hávaðanum í spennuatriðunum sem voru það mislukkuð enda fær Djúpa lauginn á Skja Einum frekar hárin til að rísa (allaveganna þegar þeir sýna stelpurnar í salnum)


Ég komst sem betur fer lifandi út úr salnum í hlénu en talið er að allt af 150 manns hafi orðið eftir inn í Smárabíói áfram.


Ef einhvern tímann ég hefði viljað borgað einhverjum pening fyrir að vara mig við kvikmynd, þá hefði það verið einmitt þarna en þessi átti greinilega að fara strax út á myndband og skil ég ekki hvernig hún slapp í bíósalinn.



Góðar stundir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn