Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Afskaplega einstök mynd. Það mætti halda að hún sé týpísk Bandarísk stríðsvella en nei það er Three Kings ekki. Myndin er um Bandaríska hermenn árið 1991 rétt eftir að Persaflóastríðið endar sem lenda í sérstökum aðstæðum þegar þeir reyna að finna gullið sem Saddam Hussein stal frá Kúveit í stríðinu. Auðvitað eru þeir að gera þetta í leyfisleysi svo þeir eru einir á báti. Fyrri helmingur myndarinnar er mest um þá bara vera að leita af gullinu en svo breytist þetta og þá fer maður að fá nýja innsýn á stríðinu. Ég er mjög sáttur með myndina, það er ekkert við hana sem mér líkaði ekki við. Allir leikararnir stóðu sig vel. Hasarinn í myndinni er nokkur en er ekki það sem heldur myndinni uppi. Góð mynd, einstök og alveg þess virði að sjá.
THREE KINGS eða Kóngarnir þrír er svona ekkert sérstök mynd. Hún fjallar í stuttu máli um að einn þeirra finnur kort sem er fjársjóðskort og svo koma fleiri inní hópinn og þeir fara að leita af gullinu, en eftir að þeir finna gullið þá verða þeir afskiptasamari um fólkið sem býr í þorpinu sem gullið er í og fara að mótmæla og lenda þar með í stríði við hermenn Írak. Þessi mynd á að vera blönduð saman af húmori og hasarmynd en með þennan söguþráð þá passar þetta bara alls ekki saman. Það sést á leikstjórn myndarinnar að leikstjóri hennar er ekki mjög reyndur. Leikaraúrvalið er ekkert sérstakt. Þeir hafa aðallega verið að spá í að fá þannig leikara sem eru ekkert dýrir en eru samt með stóran aðdáendahóp.
Gríðarleg vonbrigði og syfja var það eina sem þessi mynd skildi eftir sig hjá mér og mínum og af viðbrögðum fólks sem labbaði út af myndinni þá vorum við ekki einu þolendurnir sem þessi mynd skildi eftir sig.. Líklega má rekja þessi miklu vonbrigði til þeirrar væntingar sem ég hafði um myndina strax og það spurðist um gerð hennar enda sögð líkjast hinni mögnuðu mynd Hetjur Kellys sem talin er ein af perlum stríðsmyndanna. Fyrir það fyrsta þá er þessi mynd alls ekki stríðsmynd í þeim skilningi sem fólk hefur almennt um stríðsmyndir heldur er meira verið að fjalla þann mannlega harmleik sem átti sér stað í persaflóastríðinu sem út af fyrir sig er hið besta mál ef menn hafa það innsæi sem þarf til að fjalla um svo vandmeðfarið efni. Það eina sem kemur út úr dramanum í þessari mynd er væmni og hundleiðilegur rembingur af margskonar tagi sem oftar en ekki er útkoman þegar illa tekst til með dramamyndir. Ef fólk vill sjá vandaða mynd þar sem fjallað er um sambærilegt efni og reynt er að gera í þessari mynd þá mæli ég með mynd sem því miður hefur ekki hlotið þá athygli sem hún á skilið en hún heitir Savior og skartar Dennis Quaid í aðalhlutverki. Leikurinn og öll samtöl eru virkilega rislítil og þá sérstaklega þegar líða fer á myndina og myndavélinni er beint að tregafullum samskiptum hermananna við innfædda. Sérstaklega voru George Cloony og Ice Cub óspennandi, sá fyrrnefndi væmin eins og blúndurgardína á meðan sá síðarnefndi hvorki gerði né sagði neitt af viti alla myndina. Öll umgjörð myndarinnar var með ágætum eins og við var að búast enda kunnáttumenn sem þar koma að verki. Það hefur aldrei komið fyrir að kvikmynd sem ég hef borgað mig inn á í bíó hafi verið svo leiðinleg að kvöl hafi verið á að horfa og er mér með öllu óskiljanlegur þessi stjörnufans sem verið er að gefa þessu rusli á þessari síðu.
Ég fór í bíó og bjóst við því að sjá skemmtilega stríðsmynd sem þó var ádeila á stríð sem slík. Þessi mynd reyndist hins vegar verða einhver sú samhengislausasta og asnalegasta þvæla sem ég hef séð! Það er því miður ekki hægt að líkja þessari mynd við Kelly's Heroes vegna þess að hún er byggð upp á allt öðrum forsendum en Three Kings; sú síðarnefnda sekkur í það djúpa fen að reyna að gera sig alvarlega eftir slapstick húmor (sbr. beljuna)og þess konar Ameríku-hallærislegheit. Sagan er gatasigti og persónurnar asnalegar; leikararnir skemma þó það sem gæti hafa orðið. George Clooney og Mark Wahlberg eru einir verstu leikarar samtímans! Kvikmyndatökunni og áferðinni á filmunni er stolið úr Saving Private Ryan líkt og mörgu öðru úr betri myndum. Þessi eina stjarna kemur vegna hljóðklippu úr H-moll messu Bachs; það var flott. Annað ekki. Ekki sjá þessa mynd!
Þetta er skítsæmileg mynd svona þannig séð. Góð sem afþreying ef þú sækist eftir því. En það borgar sig ekki að kafa of djúpt í söguþráðinn hann þolir ekki stífa skoðun frekar en bókhald sumra fyritækja þessa ágæta lands. Klúní er bara nokkuð þolanlegur þó hann sé alltaf eins mynd eftir mynd svona kúl gæi. Ísmolinn er nú alltaf eins hann á bara að vera í einhverjum Harlem myndum. Markarinn finnst mér alltaf fínn og nokkuð traustur. Það er eina að í þessari mynd eins og mörgum bandarískum myndum er kaninn alltaf góðu gæjarnir en andstæðingarnir mjö vondir. Frekar pirrandi. En ef þú vilt eiga næs kvöldstund fyrir framan kassann þá skaltu kíkja á þessa....
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Kostaði
$75.000.000
Tekjur
$108.000.000
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
18. febrúar 2000
VHS:
28. ágúst 2000