Gagnrýni eftir:
Little Nicky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Söguþráðurinn er algjört bull og breski djöflabróðirinn er svartur blettur á myndina en engu að síður ágætis skemmtun, bráðfyndin.
The Art of War
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Enn ein myndin með Wesley Snipes sem hann er svikin. The Art of War er alls ekki slæm hasarmynd en kvikmyndalega séð þá er þetta bara sama dellan og Wesley er oftast búin að leika í. Fín hasarmynd.
Jade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd með þeim David Curruso og Lindu Fiorentino eftir snillinginn William Fredkin.
Hollow Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég sá trailerinn úr HollowMan gafti ég og gat varla beðið eftir að sjá hana. Þarna átti loksins að koma einhvað nýtt og þvílíts spennandi. Fyrsta skipti sem ég sá trailerinn skeit ég gjörsamlega í buxurnar en svo þegar maður horfði á myndina varð maður ekki hræddur einu sinni. Fyrir hlé var alveg ágætis byrjun, búið að kynna söguna á makvið og allt það. En svo eftir hlé og þá sérstaklega í lokaatriðinu þar sem ég held að Kevin Bacon hafi allavegna átt að vera dauður 4 sinnum en lifði það alltaf það eiðilagði gjörsamlega alla myndina. Þetta er þriðja misheppnaða tæknibrellumynd sem ég hef séð á stuttum tíma. Indipendence day og Jurrasic Park : The Lost World voru hinar tvær. Allavegna myndi ég segja að þetta bíóár er búið að vera helmingi verra eða ekki meira heldur en árið 1999.
What Lies Beneath
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
What Lies Beneath er ein allra besta hryllingsmynd sem ég hef séð í langan tíma. Hún tekur myndir eins og td. Stir of Eccos og The Sixth Sense ( sem var eiginlega ekkert scary ) og gjörsamlega pakkar þeim saman. Margir gangngrýnendur hafa oft sagt að Robert Zemeckis ( leikstjóri myndarinnar ) sé í What Lies Beneath að apa eftir einni bestu mynd Hitchcocks, Psycho. Í rauninni er smá Hitchcocks lygt af þessari mynd en ég segi það að bað atriðið sé ekkert líkt sturtuatriðinu í Psycho. Þessir gagngrýnendur sem segja það eru þá á því að það megi aldrei vera neitt atriði á svipuðum nótum og einhvað frægt atriði úr gamalli mynd. Þetta er bara rugl það sem þessir gagngrýnendur eru að segja, allavegna er ég alveg hættur að taka mark á þeim.
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Scary Movie er örugglega ein besta grínmynd sem komið hefur í langan tíma. Ég gjörsamlega grenjaði úr hlátri yfir sumum atriðum. Ef þið hafið séð Scream 1 þá er þetta svona eiginlega nákvæmlega eins nema gert grín af öllu saman. Aðeins komið inn í söguna I know what you did last summer og svo þegar maður heldur að myndin endi í tómu rugli þá koma þeir Wayans bræður með þá snilldar hugmynd að láta hana enda líkt og The Usuall Suspects. Besta skemmtun þessa árs síðan The Gladiator.
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Me, myself & Irene er að mínu mati ekkert sérstök grínmynd ( allavegna ekki meðað við Ace Ventura Pet detective og Dumb & Dumber ), það koma að vísu ágætis brandarar öðru hverju en oft á tímum er hún langdregin og væmin ( einhvað sem maður vill alls ekki sjá í mynd með Jim Carrey.
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var í sjálfum sér allt í lagi,Jerry Bruckheimer er hér komin með eina verstu mynd sína sem ég man eftir. Leikur Nicolas Cage er reyndar mjög góður ( eins og alltaf ) svo eru leikarar á borð við Robert Duvall og Angelina Joile sem eru alveg ágætir, bílarnir eru geðveikt flottir en atriðið sem Cage stekkur á bílnum yfir langa röð af bílum er einum of ýgt, plús það fær þessi mynd mínus fyrir að hafa leikara að nafni Giovanni Ribisi ( sá sem leikur bróðir Nic Cage í myndinni ) það er ömurlegur leikari að mínu mati. Já, og eitt enn þegar nokkrir svertingjar ætla að berja Cage í myndinni þá kemur gaurinn sem talar aldrei neitt og lemur þá alla ( hetju kaftæði ).
101 Reykjavík
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var frekar fín, Baltasar Kormákur getur verið stoltur af þessari fyrstu kvikmynd sinni. Hilmir Snær og Victoria Abril leika hlutverk sín mjög vel en það sem ég fatta ekki við myndina var að það var fengið Damon Albarn til þess að semja tónlistina í myndinni og eina lagið sem er spilað alla myndina er lagið " Lola " eftir Ray Davis. Og eitt enn sem ég verð að segja við myndina að atriðið þegar hann er að hugsa um að drepa fjölskylduna sína með byssu er reyndar stolið. Myndin er samt mjög fyndin og þá sérstaklega atriðið þegar Hilmir Snær fer inn í herbergið þar sem pör eru að ríða og hann sest bara niður, kveikir sér í sígarettu og byrjar að röfla ( þvílíkt fyndið ).
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áður en ég fór á Mission Impossible hafði ég heyrt að hún væri gjörsamlega ónýt mynd, þannig að þegar ég fór á hana bjóst ég ekki við neinu. Mér fannst M:I-2 vera ágætis mynd, hún er svolítið ýkt af vísu en hvaða sumarmyndir eru það ekki. John Woo kemur hér með aðra fína mynd en þessi nær aldrei að toppa FaceOff sem er snilld. Hvað er þetta með John Woo og dúfur í myndunum hans, í Hard Target og FaceOff er hann með dúfur í og svo aftur núna og auðvitað eru flottu atriðin öll sýnd hægt ( það er bara hans stíll ). Tom Cruise er kannski aðeins of flottur í myndinni en það er allt í lagi enda er hann töffari. Thandie Newton er geðveik í myndinni og af sjálfsögðu leikur Anthony Hopkins mjög vel í allar þessar 5 mínutur sem hann er að leika í myndinni. Já svo er það eitt enn vinir mínir voru einhvað að kvarta yfir því hvað andlitin voru rifin oft af í myndinni en ég er ósammála því, nema kannski þegar vondi maðurinn þykist vera Tom Cruise, ég fattaði það ekki alveg hvernig hann vissi það að hann væri að láta svertingjakonuna hjálpa sér.
Once Were Warriors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að viðurkenna það að mér leiðist oft á tíðum breskar myndir en þessi mynd er í sérflokki. Once were warriors byggir á samnefndri og afar umdeildri skáldsögu Alan Duff. Sagan segir frá örlögum fjölskyldu af kynstofni maoría, sem voru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Hjónin Jake og Beth, sem verið hafa gift í 18 ár og eiga fimm börn, búa í félagslegri íbúð í umhverfi Aukland, stærstu borgar Nýja-Sjálands. Jake er mjög skapillur og vöðvafjall mikið og á það til að lemja konu sína. Þetta er SICK mynd og ég mæli með henni.
Die Hard 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Die Hard myndirnar eru allar mjög góðar, mikil spenna, húmor og hasar. Bruce Willis er auðvitað mjög góður leikari og túlkar John McClane mjög vel í öllum myndunum. Þó svo að 2-myndin sé góð toppar hún ekki 1 né 3 og þess vegna gef ég henni 2 og 1/2 stjörnu, en ég mæli með henni. Mjög góð afþreying.
Man on the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Milos Forman er hér komin með áhrifaríka mynd um umdeilda grínistann Andy Kaufman, sem margir muna úr þáttunum Taxi. Milos Forman sem hefur leikstýrt tvem Óskarsverðlaunamyndum, þeim Amendus og One Flew Over The Cochoos Nest sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega í. Við þessa mynd nær Forman ekki að byggja upp þessa samúð með Andy og kvikmyndagestir vorkennir honum ekki neitt. Annars er leikurinn hjá Jim Carrey frábær (enda er það þetta sem hann er góður í), það eru allir að tala um að hann hefði átt að vera tilnefndur til Óskarsverðlauna en að mínu mati er fólk að missa af manni sem hefði alveg eins átt að vinna Óskarinn fyrir besta leik, og það er maðurinn með skallann Danny De Vito sem að mínu mati lék á alls oddi í þessari mynd og á mikklu meiri skilið að fá Óskarinn í staðin fyrir þennan Michael Caine ( Cider House Rules ). Í Man On The Moon er meira gert upp úr húmornum fyrir hlé og er þá verið að kynna Andy Kaufman sem grínista, en eftir hlé verður hún meira dramantísk og Andy farinn að ýkja allt of mikið það sem í raun og veru er bara einkahúmor. Það er einn brandari í myndinni sem mér fannst skera sig út úr og það var þegar hann var með ömurlegan einkaþátt, svo ruglaðist sjónvarpið í miðjum þættinum svo að sá sem væri að horfa á sjónvarpið myndi standa upp úr stólnum og lemja í það, svo eftir 10 sek. þá myndi það hætta (og það átti að vera húmorinn, hehehehehe!). Byrjunin var líka mjög frumleg og fyndinn.
Mission to Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa gert snilldarmyndir eins og Scarface(1983), The Untouchables(1987) og Casualoties of war (1989) hefur Brian De Palma ekki verið að sína neitt. Hérna er hann kominn svo neðarlega að það má fara að byrja að kalla hann B-myndaleikstjóra (allavegna ef hann kemur með jafn hörmulega mynd aftur). Mission to Mars er gjörsamlega ónýt mynd í alla staði. Það var eitt atriði í myndinni sem var flott en það var allt of sumt fyrir 650 króna mynd, að maður fékk að sjá góðar 10 mínutur. Brian De Palma hefur alltaf verið mjög vandaður og góður leikstjóri en með þessari mynd held ég að hann hafi alveg glatað heiðrinum. Þetta er synd því hann var alltaf í svo miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega eftir að ég sá Scarface í fyrsta skipti. Og ég skil ekki hvað Brian De Palma er að gera með Gary Sinese í myndinni, sá leikari er gjörsamlega ömulegur, hann bara kann ekki einfaldlega að leika. Ég mæli alls ekki með þessari mynd.
Scream 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Scream 3 er ein af þessum hryllingsmyndum sem hafa glataðan endi ég tek td. I still know ........, Urbran Legent og Scream 2 en allar þessar myndir eru ný tegund af hrollvekju ( sem nefnist unglingahrollvekja ). Leikarar myndarinnar eru algjörir B-myndaleikarar og fer þar í fararbroddi Neve Campell, einnig eru þau með leikara eins og Contrey Cox og David Arquette ( sem í raun og veru ætti að vera laungu dauður síðan í Scream 2 ). Engu að síður var þessi mynd betri en tvö myndin (enda þurfti nú ekki mikið til). Upprunarlega Scream myndin var eina myndin sem er góð.
Three Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
THREE KINGS eða Kóngarnir þrír er svona ekkert sérstök mynd. Hún fjallar í stuttu máli um að einn þeirra finnur kort sem er fjársjóðskort og svo koma fleiri inní hópinn og þeir fara að leita af gullinu, en eftir að þeir finna gullið þá verða þeir afskiptasamari um fólkið sem býr í þorpinu sem gullið er í og fara að mótmæla og lenda þar með í stríði við hermenn Írak. Þessi mynd á að vera blönduð saman af húmori og hasarmynd en með þennan söguþráð þá passar þetta bara alls ekki saman. Það sést á leikstjórn myndarinnar að leikstjóri hennar er ekki mjög reyndur. Leikaraúrvalið er ekkert sérstakt. Þeir hafa aðallega verið að spá í að fá þannig leikara sem eru ekkert dýrir en eru samt með stóran aðdáendahóp.
The Insider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er frábær og ég segi það að einn besti leikstjórinn í dag sé Michael Mann, þó svo að þessa sé aðeins önnur mynd hans ( allavegna sem ég veit um ). Ég spái því að eftir nokkur ár eigi fleirri menn eftir að vera sammála mér í því að hann sé álíka góður og snillingurinn James Cameron. Svo er það leikurinn í þessari mynd hjá Þeim Al Pacino, Russell Crow og Christopher Plummer sem er frábær og það er synd að Russell Crow skyldi ekki hafa hlotið Óskarinn fyrir þessa mynd. Michael Mann nær gífulegri spennu út úr ótrúlegustu stundum.
American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
ALLS EKKI ÓSKARSVERÐLAUNAMYND. American Beauty er ósköp venjuleg mynd hún gerist í góðu hverfi í Bandaríkjunum þar sem hin fullkomna fjölskylda býr. Einn daginn vaknar faðirinn og eiginmaðurinn upp að nafni Lester og segist vera búin að fá nóg af því að þurfa alltaf að hegða sér venjulega þegar honum líður ekki eins og hann sé venjulegur. Hann hættir því að leika þennan góða faðir og eiginmann og byrjar að gera það sem hann vill gera. Hann verður ástfangin af vinkonu dóttur sinnar og hugsar oft um hana nakta. Að mínu mati hefði Kevin Spacey aldrei átt að vinna Óskarsverðlauninn heldur hefði Russell Crow eða jafnvel Jim Carrey átt að vinna þau fyrir besta leik i karlahlutverki. Svo átti American Beauty alls ekki að vinna Óskarinn fyrir bestu myndina heldur Insider sem er ein besta mynd sem ég hef nokkur tíman séð.
Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Glæsileg mynd frá snillingnum Martins Scorsese, með einum allra besta leikara allara tíma Robert De Niro og með honum er hinn einstaki Joe Pesci sem leikur einnig snilldarlega vel. Fyrir þessa mynd þurfti Robert De Niro að þyngja sig um 20 kíló, og er hann næstum óþekkjanlegur í sumum atriðum. Ég mæli með þessari mynd ef þið eruð hrifnir af Scorsese myndum. Ath. myndin er svart hvít en það breytti engu.
Fight Club
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar ég sá Fight Club fyrst í bíó, var myndin búin þegar mér varð ljóst að ég hafði varla snert poppkornið yfir alla myndina. Leikstjórnin er algjör snilld endar enginn smá leikstjóri þar að barki en David Ficher ( Alien 3, Seven ). Leikararnir eru klikkað góðir og er þetta örugglega eitt besta hlutverk sem Brad Pitt hefur leikið. Þetta er besta mynd sem ég sá árið 1999 ( Reyndar Matrix og Sixth Sense líka ). Og ég mæli þvílíkt með þessari .
The Sixth Sense
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Sixth Sense er ein af þessum myndum sem maður getur bara séð einu sinni, og ef þú færð að vita of mikið úr myndinni áður en þú sérð hana þá er hún gjörsamlega ónýt. En ég verð að segja það að ég skemmti mér mjög vel þegar ég sá The Sixth Sense. Ekki bara er þetta mjög góð saga heldur er hún frábærlega leikstýrð af M. Night Shyamalan. Leikurinn hjá bæði Bruce Willis ( Die Hard 1,2,3 og Pulp Fiction ) og Hartley Joel Osment ( Bogus ) er mjög góður ásamt öðrum góðum leikurum. Shyamalan nær að byggja upp góða sögu og mikla spennu sem kemur þér sífellt á óvart. THE SIXTH SENSE ER EIN AF 5 BESTU MYNDUM SÍÐASTA ÁRS.
Scarface
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er enginn spurning að Scarface er ein besta mynd allra tíma þetta er allavegna uppáhalds myndin mín. Brian De Palma leikstýrir þessari mynd af mikilli snilld og það er engin spurning að þetta er besta myndin frá honum. Al Pacino passar svo vel inní hlutverkið sitt og leikur það af svo mikilli hæfni og snilld að það er sinnd að hann hafi ekki fengið óskarsverðlaun fyrir myndina. Handritshöfundur myndarinnar Oliver Stone er auðvitað snillingur eins og allir vita og sýnir hann hér að það er engin spurning afhverju hann er talinn einn mesti snillingur kvikmyndasögunnar. Myndin Scarface fjallar um þegar Castro sendir alla Kúbverja ( glæpómenn líka ) til Bandaríkjanna og sagan er um einn glæpómann að nafni Tony Montana ( Al Pacino ) og hvernig hann byrjar í glæpóstarfsemi í Bandaríkjunum með því að kaupa kókaín fyrir glæpónan Frank, sem hann á eftir að vinna hjá. Montana vill verða stærri og hættir hjá Frank og byrjar að hefja sína egin starfsemi á kókaíni. Montana drepur svo Frank fyrir að svíkja sig og verður einn af aðal glæpónunum í Ameríku. Enn svo verða mistök og Montana er tekinn fyrir að láta telja peninga ( enn lögreglen er að reyna að loka hann inni fyrir eiturlyfjasölu en getur ekki tekið hann fyrir annað en það að láta telja peninga ). Enn Montana á vini sem geta reddað honum út úr vandræðunum ef hann gerir þeim greiða og sá greiði er að drepa mann í New York. Montana fer til New York en þegar hann á að sprengja upp bílinn þá vil Montana það ekki því að börnin hjá manninum eru í bílnum. Montana fer aftur til Miami og fer í stríð við einn helsta glæpanann útí heimi, og lætur Montana lífið. Þessi mynd SCARFACE hefur þann boðskap í sér að ALDREI AÐ VERÐA HRÆDDUR VIÐ NEINN ( sem er alveg rétt ).
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er að segja það að ég hef aldrei haft neinn sérstakann áhuga á þessu Star Wars vitleysu, alltaf sagt að ef myndirnar eru einhverskonar kjaftæði þá er enginn tilgangur að horfa á þær. Þetta var allavegna skoðun mín þangað til að ég var neyddur til að koma á Star Wars Episode 1, og eftir að ég sá hana varð ég svo hrifin að ég varð bara að sjá hinar þrjár myndirnar. Nú eftir að ég hef séð alla syrpuna þá lækkaði álit mitt á Episode 1, fyrsta myndin sem hét bara Star Wars var góð, önnur myndin sem hét Empire Strikes Back var hálf leiðinleg ( allt þessum leiðinlega hvíta lit að kenna ), og þriðja myndin sem hét Return of the Jedi var frábær. Allar sögurnar eru mjög vel út pældar enda enginn aukvissi þar að baki, enginn annar en George Lucas sem hefur tekist að byggja upp þessa frábæru sögu um baráttuna um sólkerfið, þar sem hann flakkar á milli alls kona plánetna. Núna er ég kominn svo mikið inní þetta að ég get varla beðið eftir næstu tveim myndum. Enn þó að ég gef ekki nema þrjár stjörnur er það bara vegna þess að ég er að gefa öllum fjórum myndunum sameginlega. Enn lesendur þessarar ummfjöllunar hjá mér hljóta að vera sammála mér í því að Empire Strikes Back hafi verið leiðinlegasta myndin af þessum fjórum. Þið sem segið það sama og ég sagði áður en ég sá Episode One, gefið þið þessum myndum aðeins séns, þið eigið örugglega ekki eftir að sjá eftir því.
Sódóma Reykjavík
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Lang lang lang besta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið. Óskar Jónson ( Skari Skrípó ) gerir bæði handritið og leikstýrir myndinni glæsilega vel. Hún fjallar um það þegar fjastýringin af Samsung sjónvarpinu heima hjá Axeli týnist og mamma hans hótar að ef hann finnur ekki fjastýringuna af sjónvarpinu þá sturtar hún gullfiskunum ( sem eru í baðkarinu heima hjá mömmu hans ) beinustu leið út í sjó. Og endar hún á því að mamma hans er sofandi í bát út á læki og Axeli hefur verið rænt af Íslensku mafíunni og það er rosalegt partý heima hjá Axeli og mömmu hans ( án þess að þau viti nokkuð um það ). Leikurinn er mjög vel leikinn hjá öllum þá sérstaklega hjá mönnum eins og : Byrni Jörundi Friðbjörnsyni ( Axel sem þarf að finna fjarstýringuna ), Helga Björnssyni ( Moli eða Jói sem er underground glæpon), Sigurjóni Kjartansyni ( Orri sem stal fjasteringunni ) , Eggert Þorleifssyni ( Aggi sem er mafíuforingin ) og sérstaklega Stefáni Sturlu ( Brjánsi sýra ). ÉG MYNDI GEÐVEIKT VILJA AÐ ÞAÐ MYNDI VERÐA GERÐ SÓDÓMA REYKJAVÍKUR 2
She's All That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var nokkuð góð en týbísk unglingamynd sem fjallaði um strák sem var vinsælasti strákurinn í skólanum og var ný hættur með kærustunni sinni ( hún hætti með honum ) en hún var vinsælasta stelpan í skólanum. Eftir að hún hættir með honum ( fyrir annan strák ) segir hann við besta vin sinn að ef hann myndi byrja með einhverri stelpu þá myndi hún verða vinsælust í skólanum ( sama hvaða stelpa það myndi verða ). Þessi mynd er mjög skemmtileg og fyndin og á hún skilið þessar tvær og hálfa stjörnu.
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er besta Star Wars mynd til þessa. Empire Srikes Back var leiðinleg , New Hope var góð og Episode One er ágæt, mig hlakkar til að sjá mynd 2 í nýu seríunni.
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allra besta hryllingsmynd sögunnar. Sumir segja að The Exorcist eftir William Fredkin sé sú besta en þá hljóta þeir ekki að hafa séð þessa. Stanley Kubrick er auðvitað snillingur, hreinn listamaður á sínu sviði og allt það sem hann snertir verður snilld. Í The Shining eftir sögu Stephen King er maður að nafni Jack Torrance sem gjörsamlega geðbilast þegar líða tekur á myndinni og reynir að drepa konu sína og barn sem eru með honum á hóteli nokkru upp í klettafjöllunum en það hótel átti Jack að gæta yfir veturinn og hafði hann með sér í för fjölskyldu sína þau Wendy og Danny. Flest allar hryllingsmyndir eru hálf leiðinlegar að sjá vegna þess að þær segja engan söguþráð en auðvitað þegar Stanley Kubrick er annars vegar þá er ekki hægt annað en að gera góða mynd.
I Still Know What You Did Last Summer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta frammhald af I Know ...... er algjörlega glötuð mynd í alla staði. Þessi ógurlegi Ben Willis lifir ennþá og er að reyna að drepa Juliu James fyrir að vera farþegi í bíl sem keyrði yfir hann í fyrri myndinni ( eða einhvað svoleiðis ). Allavega, afhverju fór hann ekki á eftir fyrrverandi kærastanum hennar sem var sá sem var að keyra bílinn í fyrri myndinni. Algjör vitleysa svo endar hún auðvitað á því að hann lifir ennþá þannig að kannski kemur út ein önnur vitleysan sem gæti kanski heitið I Will Always Know what you did that summer. Enn þessi eina stjarna er fyrir það hvað manni brá oft í myndinni en það nægir ekki til að fá fullt hús.
Se7en
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég spái því að David Fincher verði orðin einn fremsti leikstjóri Bandaríkjanna innan 5-7 ára. Fyrir utan snilldarmyndina Seven hefur hann sennt frá sér Alien 3 og The Game sem voru báðar mjög góðar og svo "meistaraverkið" Fight Club þar sem Brad Pitt og Edward Norton sína snilldarleik. Seven er með 10 bestu myndum 10. áratugarins ásamt The Fight Club, Pulp Fiction, Goodfellas, JFK og fleirrum. Brad Pitt og Morgan Freeman sýna frábæran leik og náðu hvorugir að toppa þann leik nema Pitt í Fight Club. Gwyneth Paltrow leikur ósköp venjulegt hlutverk í þessari mynd svo það er ekki hægt að segja að hún hafi staðið sig frábærlega en hún var fín. Aftur á móti var Kevin Spacey eins og kóngur í ríki sínu og fannst mér hann leika betur í þessari mynd heldur en i Óskarsverðlaunamyndinni American Beauty. Ef þú ert ekki búin að sjá Seven þá ættirðu alveg eins bara að kaupa hana vegna þess að þér langar alltaf að sjá hana aftur og aftur.
Indiana Jones and the Last Crusade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Langbesta Indiana Jones myndin , leikstjórinn Steven Spielberg leikstýrir þessari mynd alveg frábærlega ( enda er hann einn af bestu leikstjórum sögunnar ). Indiana Jones myndirnar eru að mínu mati betri heldur en Star Wars seríunnar.
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
GODFATHER PART 2 er ein þeirra bestu myndum allara tíma, allavegna ein af uppáhalds myndunum mínum. Þessi mynd er frammhald af fyrri fjölskyldusögunni The Godfather. Þessar myndir um Corleone fjölskylduna eru allar frábærar en að mínu mati er Part 2 lang best. Frábær leikur hjá td. Robert Duvall sem leikur lögfræðinginn hjá fjölskyldunni, svo auðvitað Al Pacino sem er frábær í hlutverki Michael Corleone, og svo auðvita Robert De Niro sem er hreinn og beinn snillingur í hlutverki Vito Corleone og það er ekkert skrítið að hann fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni. Godfather Part 2 er tvær sögur, önnur um hvernig Vito byrjaði fjölskylduna og gerði hana að mafíu. Enn hin er um nútíðina þegar Michael Corleone ræður öllu og er Don-inn yfir aðal Mafíunni í heiminum. Vel leikstýrð af Francis Ford Cappola og vel skrifað handrit af bæði Cappola og Mario Puzo.
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi klassíska kvikmynd The Godfather fjallar um síðustu ár Vitos Corleones. Hún byrjar á brúðkaupi dóttur Don Corleones sem er snilldarlega skrifað og leiksrýrt. Michael Corleone ( Al Pacino ) sonur Don Corleone mætir af sjálfsögðu í brúðkaup systur sinnar eftir að hafa ekki látið sjá sig í marga mánuði og mætir hann með kærustu sína sem síðar verður kona hans ( hún er leikinn af Diane Keaton ) Michael er uppáhalds sonur föður síns þannig að það er engin spurning að á eftir dauða Don Corleone verður hann Michael nýi Don-inn. Þessi mynd er frábærlega vel skrifuð og leikstýrð, og leikurinn hjá öllum er mjög góður þá sérstaklega hjá Marlon Brando og Al Pacino.
Con Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd þar sem Nicholas Cage fer á kostum í aðalhlutverki. John Malkovich er einnig mjög góður sem Cyrus "the virus" Grisson. John Cusack er í hálf einföldu hlutverki sem hver sem er getur leikið þannig að hann er ekki í miklu áliti hjá mér í þessari mynd allavega. Svo eru það bæði Ving Rhymes sem er alltaf alveg eins en gerir það mjög vel, og Steve Buscemi sem er algjör aukahlutverks snillingur, ég held að ég hafi ekki séð hann leika illa í neinni mynd. Leikstjóri myndarinnar Simon West er að reyna að koma með svona Michael Bay og John Woo stíl ( gengur svona allt í lagi ). Framleiðandi myndarinnar Jerry Bruckheimer er enginn aukvissi í þessum málum og á hann margar og góðar myndir að baki sér td. The Rock, Bad Boys, Days of Thunder, Top Gun, Armageddon og Enemy of the State. Þess má geta að næsta mynd sem Jerry Bruckheimer frammleiðir er myndin " Gone in 60ty seconds " og fer Nicholas Cage með aðalhlutverkið í þeirri mynd. Ég mæli með Con Air.
U.S. Marshals
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
U.S. Marshals er fín spennumynd. Mjög svipaður söguþráður og í Fugitive nema núna þú sleppur hann úr flugvél ( í stað fyrir úr rútu eins og í The Fugitive ). Hann er auðvitað saklaus eða allavegna var þetta sjálfsvörn. Frábær hasaratriði, fínn leikur, en Tommy Lee hefur aldrei náð að leika jafn vel og hann lék í kvikmyndinni JFK, allavegna ekki ennþá. Wesley Snipes er alltaf flottari sem glæpómaðurinn í hasamyndum heldur en góða löggan ( en hann er ömulegur í grínmyndum eins og allir vita ). Robert Downey Jr. er bara ósköp venjulegur og ég held að hver sem er hefði getað tekið þetta hlutverk að sér. Leikstjórinn er Stuart Baird ( Executive Decision ) og tekst mjög vel að gera úr týbískri Hollywood mynd, alveg ágætis mynd.
GoodFellas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein allra flottasta mynd sem ég hef séð. Martin Scorsesi er hreinn snillingur í að gera svona sick myndir. Ray Liotta er mjög góður. Robert De Niro leikur glæsilega. En ég verð að segja að Joe Persci stelur algjörlega senunni líkt og í myndinni Casino þar sem hann leikur mjög svipaða típu sem snar bilaður krimmi. Það er reyndar svolítill tími síðan ég sá Goodfellas seinast en ég er búin að sjá hana tvisvar og langar bara mest til að skokka niður á vídeoleigu og leigja hana aftur. Ég mæli með þessari mynd ef þið hafið áhuga á góðum mafíumyndum.