Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd í alla staði.Vel leikin og góður söguþráður.Depp sýnir hér einn ganginn hversu góður leikari hann er.Hann er virkilega sannfærandi.Einnig fannst mér Cruz komast vel frá sínu.Í þessari mynd er vel lýst hvernig fíknefnaheimurinn stjórnar öllum sem nálægt honum koma.Pottþétt afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cheers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð steikt mynd og allsérstök.Líklega farið beint á leigurnar í USA en ekki á tjaldið.Patrekur kemur þarna fram á sjónarsviðið en hann hefur ekki riðið feitum hesti síðari árin.Hann er hér í litlu hlutverki en skilar því vel.Það er alveg eyðandi tíma í þessa mynd en ekki búast við of miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vanilla Sky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrein og klár steypa.Crusise leikur þó ágætlega og fésið á honum var sannfærandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Regína
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg mynd sérstaklega fyrir blessuð börnin.Krakkarnir standa sig framúrskarandi vel.Flestir leikarar standa sig vel hérna.Baltasar er mjög sannfærandi sem vondi kallinn.Mæli með þessari mynd fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Big Fat Greek Wedding
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg mynd um gríska fjölskyldu sem býr í USA.Frábærar og skondnar persónur.Sló óvænt í gegn í USA í sumar.Enda ekki hissa á því.Fólk búið að fá nóg af Hollywood slepjunni.Virkilega mannleg og skemmtileg fjölskyldumynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
George of the Jungle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvaða rugl er þetta að það sé erfitt að halda sér vakandi yfir þessari mynd. Þetta er þrælskemmtileg gamanmynd og sérstaklega skemmtileg mynd fyrir krakkana. Fíllinn er æðislegur. Fraiser stendur sig vel þessi mynd kom honum á kortið. Ég lofa góðri skemmtun og hana nú.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
RoboCop 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

GEISP!!!!!!!!!! Þarf að segja meira. Útþynnt og þrælofnatað. Oj bara...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Problem Child
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík leiðindi þessi mynd. Á að vera einhver grínmynd en mistekst herfilega í þeirri viðleitni. Sá er leikur strákinn er algerlega óþolandi og ömurlega yfirdrifinn. Ritter er örugglega einn leiðinlegastileikari samtímans. Þegar hann birtis á tjaldinu er eins gott að hafa ælufötu í grenndinni. Varist þennan viðbjóð!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Johnny Dangerously
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg og ofsa fyndin mynd. Mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Michael Keaton sýnir stórleik, persónulega finnst mér hann aldrei klikka. Alltof vanmetinn leikari. Frábær mynd sem gerir grín af mafíumyndum. Mæli sterklega með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Deer Hunter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vááá. Frábær mynd sem eldist líka mjög vel. Örugglega ein besta mynd sem gerð hefur verið um Víetnamstríðið. Gaman að sjá þessa frábæru leikara sem þarna eru á ungum aldri. Þeir sem mest mæðir á eru Niró Savage og Walken. Þeir sýna allir stórkostlegan leik. Sérstaklega finnst mér Walken sýna öruggan leik og gerir persónu sína mjög trúverðuga. John Savage á mjög góðan leik hér en eftir þessa mynd hefur lítið gengið hjá kallgreyinu og í dag er hann bara B myndaleikai, ólíkt hinum félögum hans. Þarna má líka sjá hina frábæru leikkonu í þokkalegu hlutverki, Streep en allir vita að ferill hennar hefur verið einkar glæstur. Það er alger skylda að horfa á þessa mynd. Ég lofa ykkur að hún líður aldrei úr minni. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rush Hour 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð framhaldsmynd en fyrri myndin mun betri. Tucker og Jackie ná ægætlega saman og bardagaatriðin eru virkilega góð. Aukapersónur margar mjög skemmtilegar og standa sig vel. Þegar myndinni er lokið er mjög gaman að sjá mistök sem komu upp við gerð myndarinnar virkilega fyndið. En þessi mynd er fín afþreiing.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nightwatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ótrúlegt hvað Hollywood þarf alltaf að stæla aðrar myndir og gera þær verri en orginalinn. Mér finnst sú Danska miklu betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beetlejuice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hreint út sagt frábær mynd. Ketoninn á stórleik og það er skandall að hann skildi ekki fá Óskarinn fyrir.Það verða allir sjá þessa mynd það er hrein og bein skylda..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Palmetto
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög fín spennumynd og mjög góður söguþráður. Woddy leikur mjög vel í þessari mynd. Elisabeth Sue leikur einning vel og er einstaklega kynþokkafull. Plottið gengur alveg upp. Skemmtileg og kemur á óvart..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bless the Child
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík steypa. Henni Kim hefur eitthvað leiðst eftir að hún skildi við Baldwinbróðurinn úr því að hú leikur í þessari vitleysu. Smittarinn sá sæmilegi leikari er þokkalegur hér en ekkert meira en það. Söguþráðurinn er hriplekur og allur leikur líka. Fær eina stjörnu fyrir tæknibrellur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Raging Bull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er Stómynd með stórum staf. Robert De Niro vinnur þvílíkan leiksigur hér og sannar um leið að hann er einn besti leikari samtímans. Að sjá kallinn akfeitan og ógeðslegan er unun. Joe litli Pecski er líka alltaf góðu sírífandi kjaft alveg yndislegur. Það verða allir að sjá þessa mynd. Boxatriðin í þessari mynd eru líka frábær. Þessi mynd er í svarthvítu sem er bara betra þannig ekki fara að fikta í litnum á imbanum þetta á að vera svona....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
One Night at McCool's
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég fór á þessa mynd vissi ég ekkert hvað ég var að fara horfa á. Óhætt er að segja að þessi mynd hafi komið mér þægilega á óvart. Hún er bæði fyndin svolítið spennandi og vel leikn. Liv Tyler sem ég hef aldrei haft miklar mætur á sýnir finan leik sem tálkvendi mikið. Og einn þynngsti leikari samtímans að Bjössa bollu undanskildum Jón góðmaður er frábær í þessari mynd. Einnig er Doglasinn sá gamli sjarmur glettilega góður. Mæli með þessari..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Brandon Teena Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð heimildarmynd um Brandon Teena sem var í raun stelpa en vildi vera strákur. Sýnir vel hvað mikið er til af rugluðu liði í henni Ameríku. Tveir aumingjar sem hreinlega tóku Brandon af lífi svo og kærustu hans (hennar). Annar framleiðandi þessarar myndar er íslensk kona. Það er með ólíkindum hvað þessum ágætu konum hefur tekist fyrir lítið fé að gera góða heimildarmynd um þennan sorgaratburð. Þær ráku þessa mynd að mestu á krítakortunum sínum. Til hamingju með afraksturinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Elliot
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æðislega skemmtileg mannleg og hreint og beint yndisleg mynd. Fjallar um strástaula sem kemur úr Breskri verkamannafjölskyldu og fer að æfa hnefaleika af því að faðir hans vill það. Snýr svo við blaði og heillast af ballet og stelst til þess að stunda æfingar þar. Julie Walters er frábær í sínu hlutverki sem keðjureykjandi ballettkennarinn. Jamie Bell strákurin sýnir frábæra takta og verðu gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Þessa mynd verða allir að sjá...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Einkalíf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík leiðindi þessi mynd. Alveg frá upphafi til enda. Sá sem nær að horfa á þessa mynd alveg til enda á að fá bjartsýnusverðlaun Bröste...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 6th Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þeta er þokkalegasta spennumynd en þær hafa sést betri. Arnold kallinn er að verða fullgamall í svona harðhausamyndir en leikari verður hann aldrei. Annar gamall leikari Robert Duvall sést hér en frekar finnst mér hann ósannfærandi, eins og hann hafi verið settur í þessa ræmu til að trekkja út á nafnið. Rappaport hinsvegar er þrælflottur stelur senunni. Tæknibrellur eru fínar og spennan þokkaleg en perónur klisjukenndar. Myndin leysist svo uppí tóma vitleysu í lokin, missir dampinn...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cobb
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Dúndurgóð mynd um hafnarboltahetjuna Cobb. Þessi Cobb hefur greinilega verið alger skíthæll drykkfeldur ofbeldismaður. Gamla hrukkufésið Jones sýnir hér stórleik það komast fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar sá gállinn er á honum. En mikið fjandi eldist karlinn ílla!! Hvernig væri að hringja í lýtalæknir og láta hressa uppá fésið old timer. En mæli með þessari, dúndurgóð...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sleepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd. Vel leikin og áhrifamikil. Baconið á stórleik virðist passa honum vel að leika fúlmenni. Níró gamli er í áhugaverðu hlutverki.Þessi mynd er skylduáhorf fyrir alla unnenda góðra mynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nurse Betty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd þunnur þrettándi. Söguþráðurinn frekar þunnur og leikur allur frekar tilgerðarlegur. Zellweger er ansi svipuð mynd eftir mynd svona lítill sætur vælukjói. Morgan Freeman hvað er hann að reyna að sanna þarna ég spyr.Örugglega hans slakasta frammistaða til þessa. Rock á að vera eingöngu í yfirdrifnum gamanmyndum þar sem vélbyssukjafturinn á honum fær að njóta sín. Hann er á alltof lágum nótum hér. Aukaleikarar eru flestir góðir og hala þessari stjörnu inn. Maður hefur á tilfinnungunni að nú sé verið að nota Zellweger í sem flestar myndir meðan vinsældir hennar standa sem hæst. Vonandi fer hún að verða vandlátari á hlutverkin...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skýjahöllin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt íslensk ræma. Falleg saga um vináttu lítils drengs og lítils hvolps. Drengurinn leikur mjög vel. Tilvalin mynd fyrir alla fjölskylduna. Dóttir mín átta ára getur horft aftur og aftur á þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er með betri íslenskum myndum sem á tjaldið hafa komið. Það er vandmeðfarið að fjalla um geðsjúkdóma sökum þess hvað miklir fordómar eru gagnvart andlegum sjúkdómum. Ingvar E er stórkostlegur í þessu hlutverki nær fullkomnum tökum á því. Einnig er Baltasar kostulegur sem einn af Bítlunum. Jörundur er líka ansi flottur. Ég sá að einn að framan sagði að það væri ekkert fyndið við þessa mynd. Ég held varla að það eigi við að hafa þennan sjúkdóm í flimtingum þetta er háalvarleft mál. Til hamingju Friðrik Þór..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er alveg stórfurðuleg mynd. Maður veit aldrei hvort maður er að koma eða fara þegar á hana er horft. Mér finnst Willisinn vera farinn að endurtaka sig ansi oft mynd eftir mynd. Samúel á hinsvegar fína spretti sem glermaðurinn. Þessi mynd stendur The Sixth Sense langt að baki. Þetta er óttaleg steypa. Punktur basta...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Meet the Parents
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega skemmtileg mynd. Þrælgóður húmor og allur leikur til fyrimyndar. Gamla brýnið Níró er samt langflottastur hér hann klikkar bara aldrei. Yndisleg mynd, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Nicky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Há ló ken jú gó??? Sandler er alveg kominn á botninn. Greinilega shit sama hvernig myndum hann leikur í enda peningar sem stjórna ferð. Þessi mynd er alger lágkúra og ömurleg þvæla. Varist þennan óskapnað eins og heitan eldinn, þetta á ekkert skylt við kvikmyndalist. Setjum lögbann á svona þvælu!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What About Bob?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrælgóð gamanmynd. Dreyfussinn á stórleik hérna. Murry leikur algerlega óþolandi gaur og leikur hann af stakri fagmennsku. Mæli með þessari ef þú vilt hlæja dátt eina kvöldstund. Fyrir alla fjölskylduna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd stendur forvera sínum langt að baki. Í fyrri myndinni var byggt hægt uppá sálfræðilegu thriller án þess að velta sér upp úr einhverjum viðbjóð. Í þessari mynd er reynt að koma fram eins miklum viðbjóð og hægt er og er bara ekki að virka. Atriðið eins og þegar sést ofaní heilann á fórnalambinu og Hannibal tekur lítið stykki úr heilanum og steikir á pönnu er alveg fáránlegt. Moore stenfur sig ekki eins vel og Foster gerði í fyrri myndinni en sleppur fyrir horn. Ég vona að það komi ekki ein myndin enn um mannætuna, það er nóg komið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snatch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilldar mynd. Þessar bresku myndir, það er ekki uppá þær logið. Þær hafa allt ofbeldi, góðan húmor, hraða og skondnar persónur.G amli fótboltafanturinn Vinne Jones er eins og fæddur í svona hlutverk hann getur fantast áfram án þess að fá spjald. Pitt er rosa flottur rytjulegur og ógeðslegur en virkilega sannfærandi, virkilega góður leikari. Þessa verða sannir kvikmyndaunnendur að sjá...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Íslenski draumurinn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Maður veit ekki alveg hvernig á að taka þessari mynd.H ún byrjar mjög einkennilega, er fyrir hlé eins og heimildarmynd. Það er eytt töluverðum tíma að kynna okkur fyrir öllum persónunum. Eftir hlé er hún hinsvegar líkari bíómynd. Þetta er mjög frumleg og skemmtileg mynd. Þórhallur sem aðalhlutverkið leikur er fantagóður. Hann er í mynd nánast allan tímann en stígur aldrei feilspor. Alveg hrikalega sannfærandi sem alger lúser. Felix Bergsson er yndislega skemmtilegur sem leiðindargaur. Jón Gnarr er senuþjófurinn að Þórhalli undanskildum, hann var alltaf fyndinn þegar smjettið á honum sást. Gömlu brýnin voru einnig frábær Gunnar Eyjólfsson og Guðrún Ásmunds, höfðu greinilega mjög gaman af þessari vitleysu. Laddi var líka mjög flottur. Það er ekki víst að allir fíli þessa mynd hún er það sérstök. Níu ára dóttir mín fór með mér á myndina og henni fannst litla stelpan skemmtilegust og sú Tælenska. En það er engin spurning þessa mynd verða allir að sjá. Þetta er frumlegasta íslenska mynd sem komið hefur á tjaldið. Góða skemmtun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð gamanmynd enda Carrey besti gamanleikari síðari ára.Að vísu er hann farinn að endurtaka sig aftur og aftur,er mjög svipaður mynd eftir mynd.Þessi mynd er náttúrulega óttarleg þvæla eins og flestar myndir sem Carrey tekur þátt í.Piss og kúka húmorinn er ansi þreytandi til lengdaren hann er ofnotaður töluvert í þessari mynd.Bræðurnir þrír voru ansi skondnar persónur og lyfta þessari mynd upp.Reené leikur mjög vel í þessari mynd laus við allan ofleik.Endir myndarinnar eyðileggur þessa mynd algerlega,afhverju þarf alltaf að vera að troða einhverri væmni inn í gamanmyndir.Það er algerlega út í hött.En það eiga flestir að hafa nokkuð gaman af mynd þessari.mismikið þó...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög skemmtileg mynd. Frábærar tæknibrellur og mjög góður leikur hjá Carry. Diaz kemur þarna fram á sjónarsviðið og er glæsileg að vanda. Þessi mynd er frábær skemmtun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Made in America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar slök gamanmynd. Hugmyndin er bráðsnjöll en úrvinnslan klikkar. Ted Danson er líka ansi leiðinlegur leikari og allar myndir sem hann kemur nálægt eru leiðinlegar. Wúppíin er svona la la hér hefur oft gert betur. Framkallaði sárafá bros gerði mann frekar syfjaðan. ZZZZZZZZZZ.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cop Land
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ágætis mynd. Nokkuð góð spenna á köflum en vantar smá neista til að þetta verði stórmynd. Mér finnst Stallone standa sig mjög vel í þessari mynd, algjörlega óþekkjanlegur feitur og flottur. Keitel og De Niró eru mjög traustir að vanda án efa bestu leikarar síðari ára. Ágætis afþreying..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Phenomenon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd voru mikil vonbrigði á sínum tíma. Travolta var nýrisinn til vegs og virðingar þegar þessi mynd er gerð. Hann stendur sig að vísu ágætlega en það vantar allan neista í þessa mynd. Betur má ef duga skal...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Legends of the Fall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fínasta mynd að mörgu leiti. Það er óhætt að segja að hún er mjög fjölbreytt. Hún er allt í senn drama, spenna og vasaklútamynd. Leikur er á háu plani í flestum tilfellum, Hopkins gamli með gamla góða takta og Pitt pottþéttur. Þetta er mynd sem öll fjölskyldan getur horft á saman og haft af hina bestu skemmtun...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Giant
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hundleiðinleg mynd. Ekki veit ég hvað Crystal var að pæla í að leika í þessari þvælu. Risinn á að halda sig í körfuboltanum og hlífa okkur við frekari kvikmyndaleik. Þetta er slök mynd......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Momma's House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ömurleg þvæla og heimskuleg í alla staði.Ömulega ofleikin og gerfið kjánalegt. Forðist þennan viðbjóðið...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Momma's House
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er níu ára og fannst þessi mynd æðislegt. Ég hló og hló allan tímann. Systur mína hún Not og hún Sandra þær eru næstum fullorðnar tuttugu og eitthvað og hin sautján. Þær hlóu líka mikið og fannst gaman. Allir krakkar eiga að fara á þessa mynd hún er svo skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík steypa þessi söguþráður sem boðið er uppá hér.Þetta er allt svo fjarri raunveruleikanum að það hálfa væri nóg.Eins og bardagaatriðin að menn skuli ennþá standa á löppunum eftir fleiri fleiri högg í andlit.Og þetta grímukjaftæði er alveg útúr kú bara hreinlega barnalegt.Og hvað var Hopkins gamli að gera í þessari mynd það er mér hulin ráðgáta,hann er alveg út af kortinu hér og gerir akkúrat ekkert fyrir mynd þessa.Myndin fær eina stjörnu fyrir leikkonuna íðilfögru í aðalhlutverkinu.Mynd sem gleymist fljótt...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newmar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er eftirlíking af áströlsku myndinni Pricilla en sú mynd er snilld. Þetta er mjög léleg eftilíking svona eins og lélegt ljósrit. Snipes er ekkert lítið hjákátlegur, örugglega klunnalegasti klæðskiptingur sem sést hefur. Swazy er lítið skárri, mjög ótrúgverður. Það er alveg með ólíkindum hvað Kaninn þarf alltaf að apa eftir góðum erlendum myndum og alltaf með skelfilegum árangri. Horfið á áströlsku myndina en sleppið þessari....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara glettilega góð mynd með skemmtilegum söguþræði og nokkum góðum leik. Goldberg sýnir góðan leik enda mjög skemmtileg gamanleikkona. Annað sérstakt við þessa mynd er að í henni eru tveir leikarar sem voru á toppnum á þessum tíma en leiðin legið niður á við síðan. Demi Moore hefur lítið sýnt blessunun hin síðari ár og hefur lítið sést í tvö ár. Patrick Swayze hefur gjörsamlega horfið er í dag það sem kalla má fallandi stjarna, hann sést í stöku B-mynd orðið. En mæli með þessari mynd, það er líka mjög góð tónlist í henni....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Turner and Hooch
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sérlega leiðinleg mynd um samskipti manns og hunds. Þetta er á þeim árum þegar Tom Hanks hefur þurft að leika í hverju sem er. Hann myndi aldrei leika í svona ruslmynd í dag það er klárt. Fær hálfa stjörnu fyrir að leyfa manni að sjá hvað Hanks gat lagst lágt...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Serpico
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er snilld. Vel leikin og vel skrifuð. Er um löggu sem neitaði að verða óheiðalegur og varð fyrir aðkasti félaga sinna. Al Pacino leikur lögguna af stakri snilld enda Pacino leikari sem aldrei klikkar, skilar sínu alltaf hundrað prósent og rúmlega það. Serpico er ein af betri myndum sem á hvítt tjald hefur komist og er skylda hjá öllum sem hafa ánægju af góðum kvikmundum að horfa á hana. Góða skemmtun......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skytturnar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hrútleiðinleg mynd. Átti að vera eitthvað fyndin en er það alls ekki. Þeir sem leika aðalhlutverkin eru amatörar sem sést greinilega og valda þeir ekki hlutverkunum. Mynd sem mun falla í gleymskunar dá...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indecent Proposal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hrikaleg steypa. Auðkýfingur vill borga stórfé fyrir eina nótt með huggulegri konu. Svona ekta amerískur söguþráður. Gamli sjarmurinn Redford sýnir fínan leik. Demi er nú alltaf frekar slök leikkona. Woodýinn reddar einni stjörnu, alltaf jafn flottur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
It Could Happen to You
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis ræma. Blankur lögreglumaður dettur í lukkupottinn og vinnur þann stóra í Lottóinu. Áður en hann vinnur heitir hann á blanka þjónustustúlku að hún fái helmingin af vinningnum ef hann vinnur. Og það ótrúlega gerist að hann stendur við sitt og þá verður allt vitlaust. Þessi mynd sýnir að af aurum verður margur api. Peres er alltaf jafn skemmtileg leikkona og klikkar ekki hér. Cage er alltaf flottur. Þetta er fín skemmtun. Skelltu þér á hana ef þú ert ekki búin(n) að sjá hana....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meiriháttar mynd. Ekki skrýtið þó hún sé útnefnd til nokkura óskarsverðlauna. Þessi mynd er veisla fyrir augað. Ég sá hana á DVD, það er skylda með svona gæðamynd. Leikur er allur til fyrimyndar. Crowe er þrælgóður en persónulega finnst mér Fínixinn vera bestur sem keisarinn. Stórleikur hjá honum er ekki síðri leikari en bróðir hans River heitinn sem lést sviplega langt fyrir aldur fram.. Þessa verða allir sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
La Bamba
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrælskemmtileg og mannleg mynd um ungan söngvara sem lést síðan mjög sviplega. Mjög góð músik í þessari mynd. Allur leikur til fyrimyndar. Mæli sterklega með þessari..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Witches of Eastwick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrælskemmtileg og fyndin mynd. Nicholson sýnir hér stórleik er hér algerlega í essinu sínu á heimavelli. Cher sýnir líka góðan leik mætti gjarnan sjást oftar á hvíta tjaldinu. En virkilega skemmtileg mynd...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hoffa
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd um hinn umdeilda Hoffa. Mjög vel gerð og vel leikin. Litla dýrið hann DeVito sýnir hér góðan leik auk þess að leikstýra henni af festu. Mæli eindregið með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wolf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd voru ein stór vonbrigði. Alveg hundleiðinleg mynd frá upphafi til enda. Ein af fáu myndum sem Nicholson er gjörsamlega úti á þekju, honum hefur greinilega hundleiðst að leika í þessari þvælu. Pfeiffer er ekki mikið skárri. Einu varúlfamyndir sem gaman er að horfa á eru myndir þar sem grín er gert af þessari hjátrú en ekki einhverjar alvalegar myndir um þessa vitleysu. Þessi mynd er einfaldlega HEIMSK..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dances with Wolves
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágæt ævintýramynd. Samt töluvert ofmetin mynd, alls ekki allra þessara óskara virði. Costner er bara þolanlegur í þessari mynd, en ansi hefur ferillinn farið niður eftir þessa mynd. En það eiga allir að hafa gaman af þessari ræmu.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Magnús
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þokkalegasta mynd. Töluvert um svartan húmor. Nafni minn Bertelsson er greinilega nokkuð glúrinn leikstjóri. Egill Ólafsson Stuðmaður sýnir skínandi leik í þessari mynd mjög trúverðugur. Laddi á einnig ágæta spretti. Þetta er samt mynd sem mun falla í gleymskunar dá, vantar einhvern neista.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Splash
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd varð geysivinsæl á sínum tíma sem er mjög einkennilegt miðað við hvað söguþráðurinn er mikil steypa. Þetta er myndin sem skaut Hanks uppá stjörnuhiminn og þaðan hefur hann ekki komið aftur. Daryl Hannah hins vegar hefur ekki vegnað eins vel og Hanks ferillinn verið svona upp og niður. En þetta er mynd sem gleymist fljótt..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
What Becomes of the Broken Hearted?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er framhald myndarinnar Eitt sinn stríðsmenn. Sú mynd var virkilega góð og vakti mikla athygli. Þessi mynd er nokkuð góð en fyrri myndin var mun betri meira röff. Þessi mynd er samt ansi góð, sama svarta kómedían og fyrri myndin. Allur leikur er á góðu plani, samt held ég að margir hér séu áhugaleikarar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Murder in the First
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd og ótrúlegt en satt byggð á sönnum atburðum.Að hægt sé að fara svona með eina manneskju eins og farið er með aðalsögupersónuna er óskiljanlegt með öllu. Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir litlar sem engar sakir og hálfdrepinn af geðveikum fangaverði. Rosalega áhrif mynd og fær mann til að fá viðbjóð á Bandarísku réttarkerfi. Bacon sýnir hér þvílíkan stórleik virkilega sannfærandi, hann hefði átt að fá óskarinn fyrir þessa frammistöðu, Gary Oldman er líka virkilega sannfærandi sem sadistaógeðið í fangelsinu virðist henta honum vel að leika svona ógeð. Slater er bara frekar þolanlegur hér aldrei þessu vant. Ég mæli með þessari mund við alla þá sem unna góðum kvikmyndum..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wild Things
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð spennumynd. Góður söguþráður og leikur vel yfir meðallagi. Baconið og Dillon skila báðir sínu mjög vel. Plottið í myndinni er mjög gott og endirinn kemur á óvart. Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nei er ekkert svar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík og önnur eins hörmung sem þessi mynd er. Það er ekki hægt að kalla þennan viðbjóð kvikmynd. Leikur er á skelfilega lágu plani og handritið ein hörmung. Ég mæli með að þetta verði notað sem kennslumyndband í kvikmyndaskólanum hvernig ekki eigi að gera kvikmyndir. Svo mætti setja aðvörun á spóluna sem á stæði, VARÚÐ ekki fyrir kröfuharða...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Perlur og svín
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetti er ein af betri íslensku myndum sem gerð hafa verið. Góður húmor, fínn leikur hjá þaulvönum leikurum. Ólafía Hrönn er í ansi skondnu hlutverki og Edda Björgvins bregst aldrei hún er án efa okkar besta leikkona. Einnig er í mynd þessari skemmtileg áhugaleikkona sem stendur sig ansi vel. Ég mæli eindregið með þessari mynd við alla sem hafa gaman af góðum húmor, gamalt bros gæti tekið sig upp...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Michael Collins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú hefur einhvern áhuga á frændum vorum Írum og þeirra vandamálum þá er þetta mynd fyrir þig. Það er alveg svakalega leiðinlegtt að hlusta á Írana tala þetta er ekki enska þetta helvíti. Mér finnst þessi mynd eiga ósköp lítið erendi utan Írlands enda þess vegna hefur Roberts verið látin leika í þessari mynd bara til að trekkja. Julia passar bara einhvern vegin ekki í þessa mynd, fittar einfaldlega ekki inn. Á íslensku er eins og ílla gerður hlutur hér svo óÍrsk....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Á köldum klaka
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd voru ansi mikil vonbrigði á sínum tíma. Þessi mynd skartar erlendum stórleikurum en allt kemur fyrir ekki, hundleiðinleg mynd. Gerist alveg sáralítið í þessari mynd, því er nú ver og miður. Gengur betur næst Frikki minn..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
My Cousin Vinny
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þræl fyndin og stórskemmtileg mynd. Aðdáendur litla dýrsins hans Pesci verða ekki sviknir, hann er pottþéttur í þessari mynd eins og ávallt. Marisa Tomei fékk óvænt óskarinn fyrir frammistöðu sína í þessari mynd. Maður skilur það nú ekki alveg hún gerir lítið annað en að jórtra tyggigúmi og væla þess á milli. En að öðru leiti pottþétt skemmtun..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Pallbearer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein leiðinlegasta mynd sem ég hef horft á. Gerist nákvæmlega ekkert í þessari mynd, gjörsamlega misheppnuð. Leiðindargerpið úr Vinum er alveg skelfilega leiðinlegur í þessari mynd. Ef ykkur vantar gott svefnmeðal fyrir nóttina þá horfið á þessa, ég lofa ykkur árangri þið grjótsofnið yfir henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vildspor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hundleiðinleg samnorræn mynd. Leiðindi frá upphafi til enda. Ég sá eftir mínum dýrmæta tíma sem ég eyddi í þessa vitleysu. Látið þessa eiga sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Börn náttúrunnar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vel leikin mynd og allt það en alveg hundleiðinleg. Mesta afrekið er að halda sér vakandi yfir þessum leiðindum. GEISP.........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Substitute 2: School's Out
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega slök mynd, fyrri myndin var mjög slök en þessi er hörmung. Maður skilur ekki til hvers það er verið að gera framhald af svona rusli. Aðalleikari þessarar myndar er að verða konungur B myndana það er ljóst. Ég vona heitt og innilega að ekki komi mynd númer þrjú af þessu rusli. Það er nóg....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Djöflaeyjan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ein besta íslenska mynd sem komið hefur á tjaldið. Vel leikin og skemmtilegur söguþráður eftir skemmtilegri bók Einars Kára. Gaman að sjá braggalífið eins og það var hérna í den. Sem betur fer hafa þessir braggar lagst af. Gísli heitinn sýnir hér frábæran leik eins og alltaf einn af betri leikurum þjóðarinnar. Sigríður sýnir hér líka stórkostlegan leik. Þetta er mynd sem allir unnendur íslenskar kvikmyndagerðar verða að sjá....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Final Destination
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er hörmung, ílla leikin og söguþráður einstaklega heimskulegur.Dewon Sawa sá ofmetni ömurlegi leikari vonandi ferðu í langt frí.Forðist þessa mynd eins og sjóðheitann eldinn...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Whole Nine Yards
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frekar er þetta nú slöpp grínmynd verð ég að segja.Perry vinur er svo fastur í vinahlutverkinu að það er ekki fyndið. Willis er hinsvegar flottur að vanda alltaf sami töffarinn. Þessi mynd voru töluverð vonbrigði...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Accused
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd um mjög viðkvæmt efni. Mjög vandmeðfarið svona efni um nauðganir og hvernig tekið er á svoleiðis málum. Tekst mjög vel í þessari mynd. Foster vinnur hér einn af sínum mörgum leiksigrum, svona leikkona sem alltaf skilar sínu og rúmlega það. Mjög sterk mynd sem ég mæli svo sannarlega með...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þokkaleg gamanmynd en ekkert meira. Arnoldinn sýnir hér og sannar að hann er slakur leikari. Hann er langbestur í harðhausamyndum þar sem hann hefur túllann lokaðann. Það er þreytandi í heilli mynd að þurfa að hlusta á hann. Devító klikkar aldrei, þessi litli skratti er risaleikari....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Twelve Monkeys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kristaltær snilld... Brad Pitt sýnir hér algeran stórleik hefði átt að fá Óskar fyrir vikið. Einnig er Willis mjög traustur. FRÁBÆR MYND......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anna and the King
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg meiriháttar góð.Búningar og allt umhverfi er allt hið glæsilegasta.Þetta er löng mynd en aldrei langdregin.Leikur er allur á háu plani,Jodi er nokkuð sannfærandi sen ensk kennslukona.Börnin öll leika fantavel.Ég hef sjálfur margoft komið til Tælands þannig að ég hafði sérstaklega gaman af þessari mynd.En mynd þessi er bönnuð í Tælandi þar sem kóngurinn er algerlega heilagur og þykir ekki við hæfi að hnýsast í hans einkamál.En ég mæli sterklega með þessari mynd sérstaklega Tælandsunnendur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd eftir sögu snillingsins Stebba kóngs.Virkilega vel gerð og frábærlega leikin.Tom Hanks sýnir mjög góðan leik að vanda.Mér finnst að svertinginn hefði átt að fá óskarinn fyrir sína frammistöðu,þvílík frammistaða hjá nýliða.Einnig hefði þessi mynd átt að fá óskarinn frekar en American Beauty sem er ofmetinn amerísk vandamálamynd og bara miðlungsmynd.En fyrir alla muni horfiði á þessa mynd hún er hverra krónu virði...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beverly Hills Cop III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Svona ekta Murphy mynd þar sem hann lætur gamminn geysa og geyflar sig framan í vélarnar. Hvorki betri né verri en margar þesar gamanmyndir, framkallar stökubros. En þarna hafa aðstendendur þessara Bevwerly Hills Cop mynda séð að nóg hefur verið komið, og blessunarlega ekki komið með fleiri framhaldsmyndir. Murphy kallin hefur á seinni árum verið ansi brokkgengur og fáar góðar myndir komið frá honum. Vonandi að þessum skemmtilega leikara fari að ganga betur...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Three Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er skítsæmileg mynd svona þannig séð. Góð sem afþreying ef þú sækist eftir því. En það borgar sig ekki að kafa of djúpt í söguþráðinn hann þolir ekki stífa skoðun frekar en bókhald sumra fyritækja þessa ágæta lands. Klúní er bara nokkuð þolanlegur þó hann sé alltaf eins mynd eftir mynd svona kúl gæi. Ísmolinn er nú alltaf eins hann á bara að vera í einhverjum Harlem myndum. Markarinn finnst mér alltaf fínn og nokkuð traustur. Það er eina að í þessari mynd eins og mörgum bandarískum myndum er kaninn alltaf góðu gæjarnir en andstæðingarnir mjö vondir. Frekar pirrandi. En ef þú vilt eiga næs kvöldstund fyrir framan kassann þá skaltu kíkja á þessa....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Toy Story 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er átta ára og fannst þessi mynd mjög skemmtileg. Því miður komst ég ekki á myndina með Íslenska talinu. Það var nefninlega uppselt á hana og þessvegna horfði ég á myndina með enska talinu. Næst ætla ég á myndina með íslenska talinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er bara eitt orð um þessa mynd, snilld og aftur snilld. Þetta er mynd sem seint líður úr minni og þessa mynd er hægt að horfa á aftur og aftur. Costner er hér á hátindi ferils síns en því miður hefur hallað undir fæti síðan. Hann á skínandi leik hér hann Costner kallinn. Connery gamli Bondinn á hér stórleik, þetta er einmitt á þessum árum sem hann var að koma upp á toppinn aftur og þar hefur gamli maðurinn verið síðan. Hérna er líka fullt af frábærum aukaleikurum sem allir skila sínu vel t.d. Níróinn og Andýinn, virkilega traustir leikarar. En að lokum, þessa mynd verða allir að sjá, þetta er skylduáhorf eins og hjá RÚV....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Friends
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta eru þokklega skemmtilegir þættir. Ross er að vísu hundleiðinlegur. Jói er flottastur svona eins og heimsk ljóska. Skemmtilega ýktir þættir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bone Collector
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki eins góð mynd og vonir stóðu til.Það vantar meiri spennu í þessa mynd finnst mér hún er mjög hæg nánast allan tímann.Vondi kallinn í þessari mynd er nú sá hlægilegasti vondi kall sem sést hefur á hvítu tjaldi.Hann er svo ótrúgverður að annað eins hefur ekki sést.Lítið reynir á Denzelinn hann liggur bara í bælinu og tuðar.Þessi mynd er samt ekki alslæm á þokkalega spretti,hún sleppur fyrir horn........
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Next Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bara ansi skondin mynd. Þá má hlæja dátt af mörgum atriðum. Margar mjög skemmtilegar týpur í þessari mynd. Ísmolinn er bara nokkuð þolanlegur í þessari ræmu. Risinn er flottur. En í stuttu máli, fínasta skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Basketball Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skruggu góð mynd. Leanardó litli sýnir skínandi góðan leik, er virkilega sannfærandi. Það er rosalegt að sjá unga og efnilega íþróttamenn fara svona með sig, verða eitrinu að bráð. Ég mæli með þessari...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
French Kiss
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bara ansi skondin mynd. Má segja að þetta sé lítil og sæt mynd. Meg Ryan er pottþétt í svona hlutverk, hún þekkir þau út og inn. Klænarinn ofleikur hérna eins og oft áður en samleikur hans og Ryan er fínn. Það ættu allir að hafa gaman af þessari mynd, jafnt ungir sem aldnir..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ringmaster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein furðulegasta mynd sem ég hef horft á ansi lengi. Manni finnst þetta eiginlega ekki mynd heldur auglýsing fyrir The Jerry Springer Show. Að vísu auglýsing í lengri kantinum. Þarna er sýndur fáranleiki þessara þátta og hvað fólk getur lagst lágt fyrir smá athygli. Ef þetta er þverskurður af Bandaríkjamönnum þá Guð hjálpi þeim. Jerry Springer er greinilega ekki mikill leikari hvað þá söngvari. Aðrir leikarar eru frekar slappir nema það má hafa gaman af svarta liðinu það reddar hálfri stjörnu. Það er eitt atriði í myndinni sem slær öllu út, það er þegar Jerry segir að það sé í lagi að fátækt og vitgrannt fólk lifi stóðlífi því ríka liðið geri það allt líka en það sé ekkert talað um það vegna þess að það lið á seðla. En ef þú vilt eyða hluta af kvöldi í að horfa á langa auglýsingu, þá gjörðu svo vel...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anaconda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þvílík hörmung. Hefur örugglega átt að vera stórmynd en endaði á vídeóleigunum. Jon Boight sýnir hér einn mesta ofleik sem sést hefur í kvikmynd, að svona góður leikari skuli lenda á svona lágu plani. Þetta er áður en Lopez sló í gegn en þessi mynd hefur varla hjálpað henni mikið. Ice Cube er alveg einstaklega leiðinlegur leikari, aktar alltaf eins og hann standi útá miðri götu í Harlem. Skrímslið í myndinni er sérlega hjákátlegt og óraunverulegt. Látiði þessa mynd alveg eiga sig....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beloved
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alltof löng og langdregin. Það er mjög auðvelt að sofna yfir henni. Oprah sýnir hér þokkalegan leik en ekki kunni ég við Glover í þessu hlutveki. Sú sem lék aðra dóttirina ofleikur svakalega að annað eins hefur varla sést. Ef þú hefur ótakmarkaðan tíma og ert ekki mjög syfjuð eða syfjaður er óhætt að horfa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happiness
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ógeð og ekkert annað. Þarna er verið að velta sér upp úr ógeðslegustu kenndum mannsins og óeðli. Ég sé enga snilld tengda þessari mynd eins og kollegar mínir hér að framan. Þetta er þokkalegasta mynd fyrir verstu perra landsins, en fyrir þokkalega heilbrigt fólk er þetta viðbjóður. Puntur basta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Simple Plan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þrælgóð mynd í alla staði. Sýnir öllum að ekki borgar sig að slá eign sinni á annara manna peninga. Allir leikarar standa sig vel í þessari mynd. Fonda sýnir þrælsterkan leik, langt síðan hún hefur staðið sig jafnvel. Meiri segja Paxton stendur sig, sem er ekki oft. Ein af betri myndum sem ég hef séð lengi, mæli með henni við alla unnendur góðra kvikmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Good Morning, Vietnam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Stórskemmtileg og eftirminnileg mynd. Í þessari mynd er tekið á Víetnamstríðinu á annan hátt en oft áður. Virkilega mannleg mynd sorgleg og skemmtileg í senn. Robin Williams sýnir algeran stórleik hér hefur aldrei verið betri hvorki fyrr né síðar. Þetta er mynd sem allir eiga að hafa gaman af, mjög skemmtileg og tónlistin í myndinni spillir ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Dreams
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þræl speisuð mynd svo ekki sé meira sagt. Maður þarf að hafa bæði augun vel opin til að ná þessar alveg. Benning sýnir mjög góðan leik hér er virkilega sannfærandi. Downey Jr sá vandræðagemsi og tugthúslimur á einnig góðan dag og er sannfærandi sem vondi gæinn. Þessi mynd er ekki fyrir alla. Hún er töluvert óhugnaleg en ég mæli sterklega með henni, hún skilur töluvert eftir sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone Fishin'
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis gamanmynd í alla staði. Glover og Pesci ná vel saman enda báðir mjög góðir gamanleikarar. Mest gaman var að sjá gamla kántrí biltan Willie Nelson hann er alltaf jafn flottur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ed Wood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábærlega skemmtileg mynd. Ed Wood hefur verið ansi sérstakur náungi svo ekki sé meira sagt. Hann gerði margar skemmtilegar hallærislegar myndir, sannkallaðar B myndir eða þaðan að verra. En þessi mynd er alls ekki B mynd nema síður sé, þetta er A mynd í plús. Depp sýnir stórleik hérna án efa einn besti leikari sem fram hefur komið seinni árin. Mæli svo sannarlega með þessari mynd fyrir alla kvikmyndaáhugamenn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mad City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hrikalega slök mynd. Gríðarleg vonbrigði, maður bjóst við dúndurmynd með þessa stórleikara innanborðs. Hoffmann er ansi daufur hér og Travolta einstaklega slappur. Maður hefur á tilfinningunni að Travolta hafi ekki nennt að leggja neitt á sig fyrir þessa mynd. Varist þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Home Alone 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis fjölskyldumynd, mikið fjör mikið gaman. Þessi strákur sem hér leikur er miklu skemmtilegri en dekurdýrið sem lék í hinum tveimur myndunum. En ég bið bara um eitt: ekki fleiri Home Alone myndir, þetta er orðið ágætt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Born on the Fourth of July
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög áhrifamikil og löng mynd.Er að vísu ansi langdregin en nær að halda dampi alla leið. Cruise sýnir mjög góðan leik hér og sannar að hann er ekki bara kyntákn heldur líka hörkuleikari.Stone sannar einnig að hann er einn mesti leikstjóri síðari tíma.Þetta er líka mjög ólík öllum Víetnammyndum, hér eru engar hetjur heldur ósköp venjulegir stákar með sínar vonir og þrár. Í stuttu máli-TOPPMYND.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Torrente
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er einfaldlega snilld, það er ekki flóknara. Í þessari mynd sést líklega einn mesti viðbjóður sem sést hefur í mynd. Hann er svo mikill viðbjóður og mikil rotta en samt hefur maður lúmskt gaman af honum og hans uppátækjum. Hann er feitur sveittur og ógeðslegur. Gæinn með flöskubotnagleraugun er líka ansi flottur. Þessa mynd verða allir að sjá, ég tek ofan fyrir spænskri kvikmyndagerð..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei