Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Mission to Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ha ha ha ha ha! Mér er aðeins hlátur í huga eftir að hafa séð síðustur þrjátíu mínútur þessarar myndar; þær eru eitt mesta kjaftæði sem Hollywood hefur sent frá sér í langan tíma! Öll myndin er stæling á öðrum myndum og ber þá hæst að nefna 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick; öll geimskipin eru með snúningshring - allir þeir sem hafa á annað borð séð 2001 vita um hvað ég er að tala - og endaatriðið í hvíta herberginu ... guð minn góður, dæmið sjálf. Söguþráðurinn er mesta klisja sem hefur verið sett fram og ég gat á mörgum stöðum sagt fyrir um hvað persónurnar mundu segja næst, án gríns! Látna eiginkonan og söknuðurinn er til staðar, viðskilnaðurinn við ástvini er til staðar og hið „glæsilega“ plott sem er afhjúpað í endi myndarinnar er til staðar ... og hvílíkt plott! Ég og félagi minn lágum í hláturskrampa þegar hin illa gerða geimvera kom og sýndi þeim örlög Mars og hvernig lífið ... já ... Nánast öll samtöl í myndinni þjóna þeim tilgangi að fara yfir það sem hefur gerst og útskýra það nánar fyrir áhorfendum. Það er mikill löstur. „Fyrst þetta er svona þá hlýtur hitt að vera svona.“ „Já, þú meinar að hitt verði þá svona ef AKF3489 tækið bregst svona við!“ Þetta er myndin í hnotskurn. Mission to Mars er samansafn af ömurlegu, illa leiknu og illa skrifuðu efni sem er SVO ömurlegt og hallærislegt að það verður drepfyndið! Þess vegna mæli ég með því að allir fari á þessa lélegu, samhengislausu mynd til að geta hlegið og hlegið og hlegið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scream 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scream var mjög góð mynd sem kom kvikmyndageira sem var í andarslitrunum af stað aftur. Í kjölfar hennar fylgdi ágæt mynd, I Know What You Did Last Summer, en þar átti að láta staðar numið. Allar unglingahrollvekjur sem fylgdu þessum tveimur eftir voru mjög misjafnar að gæðum og þá allar undir meðallagi. Scream 2 þjónaði engum öðrum tilgangi en þeim að reyna að endurskapa þá múgsefjun sem í kringum forverann myndaðist. Líkt var uppi á teningnum með Urban Legend og I Still Know ... Nú er hins vegar hægt að fullyrða að botninum hafi verið náð. Scream 3 er því miður ekkert annað en kátbroslegt samansafn af ömurlegum bröndurum og veikburða tilraunum til þess að reyna að ná sama stíl og Scream hafði, það er að segja vísunum í aðrar hryllingsmyndir og einhverjum ömurlegum sjálfsvísunarhúmor sem er afar fjarri því að hitta einhvers staðar í mark. Wes Craven hefði alveg eins getað gert mynd með VHS myndavél og látið fólk af götunni þylja upp handritið; „leikhæfileikar“ þess og „fyndni“ hefði notið sín alveg eins vel. Handritið er, eins og þið hafið án efa getið ykkur til, algjör hryllingur og býður ekki upp á neina nýja nálgun á þennan nýskapaða þríleik. Persónulega lít ég á síðustu tvær Scream myndir líkt og seinni Freddie-myndirnar; ég tel þær ekki sem Scream-myndir, aðeins hræðilegar og aumkunarverðar tilraunir til þess að græða pening. Scream 3 stendur engan veginn undir væntingum og er hreint út sagt meðal verstu hryllingsmynda sem gerðar hafa verið. Öll framvinda myndarinnar er móðgun við gáfur áhorfenda og má með sanni segja að seinasti hálftími hennar – og þá það hver er morðinginn og hvað verður um persónurnar – einfaldlega versti tímapunktur kvikmyndasögunnar; allt er svo yfirmáta hallærislegt og fáránlegt að ég varð klökkur yfir því að hafa eytt 650 krónum í svona viðbjóð. Fólki sem líkaði við Scream á ekki að láta bjóða sér svona blauta tusku í andlitið frá hendi Wes Craven og ætti að hunsa myndina og afneita því að hún hafi nokkurn tíma verið gerð. Þessi eina stjarna kemur til vegna þess að ég uppgötvaði þá gleðilegu staðreynd að í samanburði við þessa kvikmyndarnefnu og íslenskar kvikmyndir verða þær íslensku góðar. ÞÁ ER MIKIÐ SAGT!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Three Kings
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór í bíó og bjóst við því að sjá skemmtilega stríðsmynd sem þó var ádeila á stríð sem slík. Þessi mynd reyndist hins vegar verða einhver sú samhengislausasta og asnalegasta þvæla sem ég hef séð! Það er því miður ekki hægt að líkja þessari mynd við Kelly's Heroes vegna þess að hún er byggð upp á allt öðrum forsendum en Three Kings; sú síðarnefnda sekkur í það djúpa fen að reyna að gera sig alvarlega eftir slapstick húmor (sbr. beljuna)og þess konar Ameríku-hallærislegheit. Sagan er gatasigti og persónurnar asnalegar; leikararnir skemma þó það sem gæti hafa orðið. George Clooney og Mark Wahlberg eru einir verstu leikarar samtímans! Kvikmyndatökunni og áferðinni á filmunni er stolið úr Saving Private Ryan líkt og mörgu öðru úr betri myndum. Þessi eina stjarna kemur vegna hljóðklippu úr H-moll messu Bachs; það var flott. Annað ekki. Ekki sjá þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Arlington Road
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá posterið á Arlington Road var: "Guð minn góður, enn ein klisjumyndin um illa nágrannann..." Samt fór ég að sjá hana og ég sé sko ekki eftir því. Ég segi það satt, plottið í þessari mynd er eitt það furðulegasta og glæsilegasta sem ég hef nokkurn tíma augum litið! Það kastar þér fram og aftur, upp og niður og þegar myndin er búin hugsarðu: "Einmitt, mikið ofsalega gekk myndin upp." Þetta er myndin sem þú ættir að leigja þér ef þér leiðist og enginn er í kringum þig, því það er varla hægt að fylgjast nægilega með henni undir miklu áreiti, þá vill maður missa af ýmsum kvikmyndalegum smáatriðum sem vert væri að sjá. Ekki láta samt sumar af steríótýpunum og asnalegu klisjunum angra þig; maður tekur ekkert eftir þeim ef maður vill það ekki. Skemmtu þér vel!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman and Robin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Joel Schumacher virðist hafa gaman af því að sýna það og sanna hversu ömurlegur leikstjóri hann er; manninum hefur ekki tekist að gera góða mynd og mun aldrei takast það. Þessi mynd er eitt stórt flopp frá upphafi til enda og slíkt og þvíumlíkt samansafn af rusli hefur varla sést í einni mynd fyrr og síðar. Ég hef sagt það áður og segi það enn að George Clooney er versti leikari á jarðríki; ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið í bíó nema ef vera skyldi á Soldier (það er léleg mynd!). Aðrir leikarar eru einnig ömurlegir og ber þá lægst að nefna Arnie gamla sem var næsta óskiljanlegur eins og í öllu öðru. Alicia Silverstone á allt vont skilið, ég vona að ég þurfi aldrei að sjá hana aftur í neinu. Chris O'Donnell . . . jú, nægir ekki bara að nefna þann aula? Uma Thurman er sú eina sem hefur rétta stuffið í þetta sem hin lævísa en kynþokkafulla Ivy, hún hefði orðið frábær í sömu mynd, ef notast hefði verið við handrit og annan leikstjóra, engil guðs, Tim Burton. Hann hitti naglann á höfuðið með Batman og Batman Returns, þeim frábæru myndum. Þar skapaði hann rétta, dökka og ógeðslega lúkkið sem virkaði. Nú er Batman genre-ið komið út í einhvern asnalegan og samhengislausan barnamyndastíl sem á ekkert skylt við Batman! Ég ætla að vona að Joel Schumacher geri aldrei Batman mynd aftur (eða nokkra aðra mynd ef út í það er farið) og að TIm Burton verði ráðinn í næstu mynd. En ég veit að það verður aldrei, þannig að what's the use? Þið skuluð hvorki og aldrei nokkurn tíma sjá þessa mynd né aðrar Batman myndir eftir téðan Schumacher! Forðist þær með öllum ráðum mögulegum!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei