Mamma Mia! aftur á toppinn!

Þau mögnuðu tíðindi voru að berast að gamla toppmyndin Mamma Mia! Here We Go Again, er aftur komin á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir sjö vikur í sýningum!

Í öðru sætinu er toppmynd síðustu viku, risahákarlatryllirinn The Meg, en þriðja sætið vermir glæný mynd með íslenskri tengingu, Alpha, með Jóhannesi Hauki Jóhannessyni í stóru hlutverki.

Fjórar nýjar kvikmyndir til viðbótar bættust í bíó um helgina. Fyrst ber að nefna teiknimyndina um hundinn heppna Össa í sjötta sætinu, þá er það vísindaskáldsagan Kin, um drenginn Eli, sem fór beint í tíunda sæti listans. Í 14. sætinu situr heimildarmyndin um söngdívuna Whitney, og beint í 25. sætið fer síðan heimildarkvikmyndin um Guðmund Felix Grétarsson, Nýjar hendur – Innan seilingar. 

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan – smelltu til að sjá hann stóran: