Alpha
2018
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 29. ágúst 2018
Leaders are Born from Survival.
97 MÍNEnska
Alpha gerist fyrir 20 þúsund árum, einhvers staðar á meginlandi
Evrópu, og segir frá ungum dreng, Keda, sem í miðri veiðiferð
með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga
þeirra. Keda neyðist því til að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn á
ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á.
Nokkrum dögum eftir viðskilnaðinn... Lesa meira
Alpha gerist fyrir 20 þúsund árum, einhvers staðar á meginlandi
Evrópu, og segir frá ungum dreng, Keda, sem í miðri veiðiferð
með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga
þeirra. Keda neyðist því til að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn á
ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á.
Nokkrum dögum eftir viðskilnaðinn gengur Keda fram á særðan úlf
sem undir venjulegum kringumstæðum væri einn af hans verstu
óvinum en getur nú litla sem enga björg sér veitt. Keda ákveður
að taka úlfinn með sér í hellinn sem hann hefur fundið og gerir í
framhaldinu sitt besta til að bæði fæða hann og hjúkra honum.
Smám saman fer úlfurinn að treysta bjargvætti sínum betur og
betur uns á milli þeirra myndast traust vinátta. Hún á í raun eftir að
breyta mannkyninu til allrar framtíðar því þetta er í fyrsta sinn sem
maður og úlfur mynda á milli sín slíka vináttu, en úlfar eru eins og
flestir vita forfeður allra hunda og hundakynja á jörðinni.... minna