Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Denzel Washington leikur hér einfarann Eli, sem rambar um Bandaríkin 30 árum eftir kjarnorkusprengingu. Hann hefur einu biblíuna sem eftir er í fórum sínum og stefnir á að koma henni í prent. The Book of Eli er alltílæ afþreying en lítið meira en það. Ég get fundið sitthvað jákvætt við hana og reyndar hefur hún ýmsa kosti, mér fannst myndatakan mjög flott og passa fullkomlega við söguna, sprengingarnar og slagsmálin súper og ekki er blóðið sparað en myndin kolfellur þegar henni fer bráðum að ljúka og nær Malcolm Mcdowell ekki að redda neinu. Denzel Washington er mjög svalur í þessari mynd til að byrja með en síðan þróast karakterinn leiðinlega og verður ótrúverðugur. Gary Oldman hins vegar ekki en aftur á móti ofleikur hann svo á köflum að hann verður næstum því óþolandi en í heild er hann góður sem vondi kallinn. The Book of Eli er eins og áður sagði alltílæ afþreying sem sleppur með miðlungseinkunn en satt að segja er hún hálf vitgrönn.
Bæði töff mynd og slöpp predikun
Fyrsti þriðjungurinn er mergjaður, miðkaflinn fínn og lokaspretturinn slappur. Betur get ég ekki lýst The Book of Eli. Þetta er mynd sem sveiflast á milli þess að vera rosalega töff og hallærisleg. Það er fullt sem ég kann að meta við hana; Kvikmyndatakan er einstaklega flott og myndin er hlaðin skotum sem fá mann til að missa andardráttinn í smástund. Stíllinn virkar frábærlega og litaleysið kemur vel út, þrátt fyrir að það sé týpíska útlitið fyrir mynd sem gerist eftir heimsendi. Leikararnir eru síðan allir skemmtilegir, bæði í aðal- og aukahlutverkum. Meira að segja gestahlutverkin voru líflegri ég átti von á.
Lengra ná kostirnir ekki, því miður. Mér finnst það samt ofboðslega svekkjandi því ég naut myndarinnar alveg í botn í fyrri hluta. Það býr alveg þrælskemmtilegur vestrafílingur yfir allri myndinni, en sérstaklega í þeim kafla. Síðan fer sagan að þróast út í hinn klassíska eltingarleik, sem er svosem fínt vegna þess að við fáum nokkrar þrælfínar senur og ágæt samtöl inn á milli. Síðan byrjar myndin alveg að hrynja í sundur í kringum seinasta hálftímann. Á ákveðnum tímapunkti steindrepst myndin algjörlega og nær aldrei að hrökkva í gang aftur. Hún verður sífellt meira kjánaleg því lengra sem líður á hana. Ég er ekki bara að tala um þá svakalegu predikun á biblíuna sem hún dettur stundum út í, heldur þær senur sem eru annaðhvort alltof tilviljanakenndar eða hreint og beint ótrúverðugar. Seinustu senurnar skilja mann líka eftir með voða pirrandi eftirbragð.
Mér finnst gott að þeir Hughes-bræður náðu að forðast hraðskreiðar klippingar og hæper myndatökustíl. Myndin græðir nefnilega hvað mest á því hversu vel unnin hún er að útliti. Leikararnir njóta sín líka talsvert. Það er sjálfsagður hlutur að Gary Oldman standi upp úr þegar hann leikur illmennið. Hann gerir það ávallt með stæl og kemst upp með það í þessari mynd að vera ekki of ýktur. Denzel Washington er góður þótt hann sé bara að leika sömu týpuna og hann leikur oftast. Hann er orðinn meistari í því að vera alvarlegur í framan og tala í upplýsingarflóðum. Það virkar samt alveg hérna, og Mila "Meg" Kunis er líka þrusufín, þrátt fyrir að leika týpísku kvenpersónuna sem í rauninni gerir ekki mikið annað en að vera til staðar (aðallega svo stelpur hafi ástæðu til að sjá myndina líka). Mér finnst það samt pínu hlægilegt hvað þau tvö elska mikið að ganga í slow-motion skotum. Eins og sólgleraugun séu ekki nóg til að gera þau "töff."
The Book of Eli gerir ýmislegt rétt en þegar maður vill horfa á massagóða afþreyingu, þá er lykilatriði að seinni hlutinn skilji eitthvað jákvætt eftir sig, sem þessi gerir svo sannarlega ekki. Annars er lágmark að hann sé fullnægjandi, frekar en að vera svona klunnalega skrifaður.
6/10
Fyrsti þriðjungurinn er mergjaður, miðkaflinn fínn og lokaspretturinn slappur. Betur get ég ekki lýst The Book of Eli. Þetta er mynd sem sveiflast á milli þess að vera rosalega töff og hallærisleg. Það er fullt sem ég kann að meta við hana; Kvikmyndatakan er einstaklega flott og myndin er hlaðin skotum sem fá mann til að missa andardráttinn í smástund. Stíllinn virkar frábærlega og litaleysið kemur vel út, þrátt fyrir að það sé týpíska útlitið fyrir mynd sem gerist eftir heimsendi. Leikararnir eru síðan allir skemmtilegir, bæði í aðal- og aukahlutverkum. Meira að segja gestahlutverkin voru líflegri ég átti von á.
Lengra ná kostirnir ekki, því miður. Mér finnst það samt ofboðslega svekkjandi því ég naut myndarinnar alveg í botn í fyrri hluta. Það býr alveg þrælskemmtilegur vestrafílingur yfir allri myndinni, en sérstaklega í þeim kafla. Síðan fer sagan að þróast út í hinn klassíska eltingarleik, sem er svosem fínt vegna þess að við fáum nokkrar þrælfínar senur og ágæt samtöl inn á milli. Síðan byrjar myndin alveg að hrynja í sundur í kringum seinasta hálftímann. Á ákveðnum tímapunkti steindrepst myndin algjörlega og nær aldrei að hrökkva í gang aftur. Hún verður sífellt meira kjánaleg því lengra sem líður á hana. Ég er ekki bara að tala um þá svakalegu predikun á biblíuna sem hún dettur stundum út í, heldur þær senur sem eru annaðhvort alltof tilviljanakenndar eða hreint og beint ótrúverðugar. Seinustu senurnar skilja mann líka eftir með voða pirrandi eftirbragð.
Mér finnst gott að þeir Hughes-bræður náðu að forðast hraðskreiðar klippingar og hæper myndatökustíl. Myndin græðir nefnilega hvað mest á því hversu vel unnin hún er að útliti. Leikararnir njóta sín líka talsvert. Það er sjálfsagður hlutur að Gary Oldman standi upp úr þegar hann leikur illmennið. Hann gerir það ávallt með stæl og kemst upp með það í þessari mynd að vera ekki of ýktur. Denzel Washington er góður þótt hann sé bara að leika sömu týpuna og hann leikur oftast. Hann er orðinn meistari í því að vera alvarlegur í framan og tala í upplýsingarflóðum. Það virkar samt alveg hérna, og Mila "Meg" Kunis er líka þrusufín, þrátt fyrir að leika týpísku kvenpersónuna sem í rauninni gerir ekki mikið annað en að vera til staðar (aðallega svo stelpur hafi ástæðu til að sjá myndina líka). Mér finnst það samt pínu hlægilegt hvað þau tvö elska mikið að ganga í slow-motion skotum. Eins og sólgleraugun séu ekki nóg til að gera þau "töff."
The Book of Eli gerir ýmislegt rétt en þegar maður vill horfa á massagóða afþreyingu, þá er lykilatriði að seinni hlutinn skilji eitthvað jákvætt eftir sig, sem þessi gerir svo sannarlega ekki. Annars er lágmark að hann sé fullnægjandi, frekar en að vera svona klunnalega skrifaður.
6/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Warner Bros. Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
29. janúar 2010
Útgefin:
8. júlí 2010